Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016
hans mætti kalla íslenska djass-
klassík. Ég held að alltof fáir
geri sér grein fyrir því. Það er
kannski vegna þess að Óli var
aldrei atvinnupíanisti, starfs-
frami hans lá annarsstaðar og
þangað nær þekking mín ekki.
Við vorum lengi samskipa sem
djassgagnrýnendur og útvarps-
menn og svo kenndum við djass-
sögu, ég hér en hann í Portúgal.
Það sem ég sé kannski mest eftir
þegar Óli er kvaddur er að hann
skyldi ekki skrifa meira. Við vor-
um báðir latir við að skila skrif-
um biðu ritstjórar og útgefendur
ekki með pískinn í hendi. Hann
hafði verið að viða að sér sögum
um Guðmund vin okkar Ingólfs-
son, vonandi er eitthvað til í
handriti, en því miður veit ég
ekki til að neitt hafi verið hljóð-
ritað með þeirri hljómsveit sem
Óli hafði einna mesta skemmtun
af að spila með – Harmónikku-
hljómsveit Íslands. Hana skip-
uðu aðeins tveir menn; hann og
Guðmundur Ingólfsson.
Þegar ég heimsótti Óla í
hinsta sinn, rétt fyrir áttræðisaf-
mæli hans, var hann efins um að
við myndum klára Gammel
dansk flöskuna okkar í bráð. Það
var rétt til getið, en ég bæti úr
því og set undir geislann túlkun
hans á „Close Your Eyes“,
„Everything Happens to Me“
eða einhverjum öðrum perlum
sem hann skildi eftir á diskunum
sínum þremur.
Vernharður Linnet.
Við fréttir af láti ævifélaga
JCI Íslands, Ólafs Stephensen,
verður manni óneitanlega hugs-
að til upphafsára JCI á Íslandi
og þeirrar kynslóðar sem lagði
grunninn að því starfi sem við
byggjum enn á. Ólafur er okkur
JCI-félögum fyrirmynd, bæði
sem félagi í JCI og utan
hreyfingarinnar.
Ólafur gegndi margvíslegum
trúnaðarstörfum fyrir JCI, fyrst
fyrir aðildarfélagið sitt JCI
Reykjavík en hann var fyrsti for-
seti félagsins, síðar varð hann
landsforseti JCI Íslands frá
1969-70 og í framhaldi af því varð
hann fyrsti alþjóðlegi varaforseti
okkar hjá heimshreyfingunni.
Störf Ólafs fyrir JCI eru enn
sýnileg í námskeiðinu sem flestir
JCI félagar á Íslandi hafa setið –
Ræða 1, auk þess sem fjöldi Ís-
lendinga sem ekki hafa orðið JCI
félagar hefur notið þessa nám-
skeiðs. Ræða 1 er enn í dag
flaggskipið í námskeiðahaldi
JCI, námskeiðið er unnið upp úr
fyrsta ræðunámskeiði hreyfing-
arinnar sem Ólafur hélt í sam-
starfi við Richard Sewell árið
1968. Ólafur var höfundur að og
hélt fjölmörg námskeið fyrir
hreyfinguna, hérlendis sem er-
lendis. Fyrir óeigingjörn störf
sín fyrir JCI Ísland hlaut Ólafur
æðstu viðurkenningu JCI.
Einkunnarorð JCI má lesa í
gegnum líf og starf Ólafs, „að
efla og bæta mannlíf er öllum
verkum æðra“ lýsir vel verkum
hans, ekki bara fyrir hreyf-
inguna okkar heldur einnig
Rauða krossinn. „Að bræðralag
manna sé þjóðarstolti æðra“, við
fengum sögur af því að á und-
anförnum árum hefði Ólafur
unnið að uppbyggingu JCI í
Portúgal og verið heiðraður með
æðstu orðu Rauða krossins í
Finnlandi. En umfram allt stend-
ur upp úr „að manngildið er
mesti fjársjóður jarðar“ . Um
leið og við kveðjum Ólaf lútum
við höfði í djúpri virðingu fyrir
einstökum félaga og þökkum fyr-
ir að hafa notið krafta hans og að
enn njótum við verka hans. Fjöl-
skyldu Ólafs vottum við okkar
dýpstu samúð, megi minningin
um góðan dreng vera ljós sem
lýsir.
Fyrir hönd JCI Íslands,
Elizes Low,
landsforseti 2016.
Ólafur Stephensen var
heimsborgaralega klæddur, eins
og honum hæfði, sat við speg-
ilinn að snyrta skegg sitt, þegar
fundum okkar bar síðast saman
– í rúmgóðri stofu hans á Landa-
kotsspítala. Hann virtist allur
hressari en verið hafði í hinni
ströngu læknismeðferð á Land-
spítalanum, enda nú hafin
endurhæfing sem vonir voru
bundnar við.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
10 ára í Miðbæjarbarnaskólan-
um við Tjörnina. Þetta var í
bekk Sigríðar kennslukonu Guð-
mundsdóttur, einvalaliði sem
hún í senn menntaði og vakti yfir
af kristilegum kærleika; lét okk-
ur syngja sálm við upphaf
kennslunnar dag hvern og læra
marga utanað.
Þegar á þessum árum setti
tónlistin svip á Ólaf og hann á
tónlistina. Ég sé hann ennþá fyr-
ir mér með risastóra píanóharm-
onikku sína í fanginu, sem hann
lék á af ótrúlegri leikni, svo ung-
ur sem hann var. Hinn þáttinn
sem átti eftir að móta svo mjög
lífsferil hans, auglýsingagerð,
markaðs- og kynningarstarf, má
einnig rekja til skólaáranna.
Þegar sum okkar höfðu fetað sig
upp í Þingholtin og hafið nám í
Verslunarskóla Íslands við
Grundarstíg, voru einatt í kjall-
aranum hjá Ólafi á Bjarkargötu
4 búnar til veggauglýsingar og
annað kynningarefni fyrir
skemmtanir og fleiri viðburði
hins fjölbreytta félagslífs skól-
ans.
Margs er því að minnast frá
skóla- og uppvaxtarárum með
Ólafi Stephensen. Hann gerði
þau okkur skólasystkinunum lit-
ríkari með hæfileikum sínum og
glaðværð.
Námsleiðir í Háskóla Íslands
voru á þessari tíð miklu fábrotn-
ari og hefðbundnari en nú. Þeg-
ar leið að því að ákveða þyrfti
framtíðarstefnu í námi og störf-
um minnist ég samræðu við
þennan kæra skólafélaga. Hann
rifjaði upp að forfeður sínir
hefðu ýmist verið prestar eða
lögfræðingar. En þar sem
Stephan faðir sinn hefði brugðið
af venjunni og gerst kaupmaður
væri ekki lengur um að ræða
hefð sem hann þyrfti að taka til-
lit til; hann væri frjáls að velja
það sem hugur hans stæði helst
til.
Þegar við bekkjarsystkinin
fögnuðum stúdentsprófi með
skemmtiferð til sex Evrópu-
landa, fór það líka svo að Ólafur
hélt, ásamt bekkjarbróður okk-
ar, Kristjáni G. Kjartanssyni, í
hina áttina, vestur um haf. Ten-
ingunum hafði verið kastað.
Hann valdi sér svið sem ekki
hafði staðið opið ættmennum
hans fyrr á tíð, settist í hinn
fræga Columbia-háskóla í New
York og bjó sig næstu árin undir
merkilegt brautryðjandastarf
sitt á sviði almannatengsla og
markaðsmála. Þess áttu margir í
íslensku viðskipta- og stjórn-
málalífi eftir að njóta. Ólafur
undi sér einkar vel á þessu kjör-
sviði sínu, þar sem hugmynda-
auðgi og ritfærni slógu tóninn.
Minnast margir hnyttinna texta
úr smiðju hans. Alla tíð veitti svo
jazztónlistin honum sérstaka
lífsfyllingu; þar var hann líka
gefandi.
Vonirnar á Landakoti um að
Ólafur væri á leið út í daglega
lífið aftur rættust ekki – fram-
undan reyndist ferðin í fegra
heim.
En ævilok hans verða sveipuð
minningunni um hve gleðiríkt
nánustu fjölskyldu Ólafs og
nokkrum vinum tókst að gera
honum 80 ára afmælið á spít-
alanum fyrr á þessu ári – þegar
tónarnir sem honum voru ljúf-
astir ómuðu í eyrum hans og
fólkið sem honum var kærast
umvafði hann vináttu sinni og
þakklæti.
Blessuð sé minning Ólafs
Stephensen – Guð styrki allt hans
góða fólk.
Ólafur Egilsson.
Við vissum af hvor öðrum,
nikkuðumst á en þekktumst ekki,
við Óli Steph, er við mætumst í
Bankastrætinu fyrir einhverjum
20 árum síðan. Af einhverjum
góðum ástæðum tókum við tal
saman sem fór mest í að segja
hvað hver af okkur hefði verið að
afreka undanfarið. Yfirkokkurinn
og sjónvarpsmaðurinn hafði verið
að vinna í vínkjöllurum og bestu
veitingastöðum í Frakklandi,
Spáni og USA. Jazzpíanistinn og
markaðsmaðurinn hafði verið á
skemmtiferðaskipum að spila jazz
fyrir mikinn pening út um öll höf
á lúxúskrúsi. Við vorum eiginlega
að monta okkur en það var okkur
svo sem eðlislægt með jákvæðum
formerkjum. Allt fór skemmti-
lega fram og við smullum einkar
vel saman. Þetta var upphaf góðr-
ar vináttu okkar Óla Steph. Við
áttum eftir að hittast oft eftir það,
tveir eða í góðra vina hópi og
ávallt var talað með „stórum bók-
stöfum“. Ekkert skafið utan af
hlutunum. Óli hafði þetta
skemmtilega blik í auganu og
sjarmerandi kankvíslega bros-
glott sem gerði góðar sögur
áhugaverðar og jafnvel trúverð-
ugar. Fjölskyldur okkar taka
saman vinarböndum og get ég al-
veg fullyrt að listræn tilfinning
Stephensen-familíunnar smitast
yfir í okkur Svölu og börnin.
Sama um markaðsmenninguna
sem var Óla svo í blóð borin enda
einn fyrsti og fremsti markaðs-
maður Íslands á sínum tíma. Við
unnum saman í útlöndum að Ís-
landskynningum á fjölbreyttan
hátt. Minnisstæð er mikil kynn-
ing haldin í Washington-borg í
kringum aldamótin, þar sem sett
var saman hljómsveit Óla Steph
og Bjössa Thor. Ekkert smá. Óli
kom með amerískan trommara en
þeir höfðu spilað saman á krús-
bátunum í den. Sá var sko einn sá
besti og frægasti á sínu sviði.
Ekki vissum við hver hann var né
man ég nafnið á honum nema að
hann var auðvitað frábær. Þetta
var líklegast besta jazzband Ís-
lands fyrr og síðar. Það var
ógleymanlegt er íslensku
módelin, allt Icelandair flugfreyj-
ur, gengu í salinn og sýndu undir
mögnuðum jazztónunum, skinn,
pelsa og flott ullarföt frá íslensk-
um hönnuðum. Gestirnir brögð-
uðu á íslenskum fiski og lambi.
Þarna slógu allir í gegn.
Á góðu tímabili er ég var með
veitingahúsið á Óðinsvéum datt
Óli oft inn í kaffi eða litla kók,
svona upp úr fimm, og málin
rædd heimspekilega. Ekki voru
vandræðin með umræðuefni,
mannlíf og jazzsögur frá spilaár-
unum í Ameríku. Hann var mikill
textamaður og enskusnillingur og
hjálpaði vel við að skrifa matseðla
á ensku og annan texta sem
þurfti til. Þar var enginn betri,
margar setningar enn í notkun.
Tilveran þróast og breytingar
verða á högum fólks eins gerist
og gengur. Við hverfum til ann-
arra starfa. Óli ferðast til Portú-
gal og dvelst þar mestmegnis síð-
ustu ár, en sambandið var alltaf
gott og virkt og einnig á milli fjöl-
skyldna okkar. Það er ekkert
langt síðan við hittumst og fórum
á tónleika með eldri músíköntum
á Rósenberg. Þá fann maður að
farið var að síga í, en við skemmt-
um okkur vel. Skömmu síðar fer
Óli inn á Landspítala í læknis-
meðferð. Þar hélt hann upp á átt-
ræðisafmælið að sínum hætti með
stæl, tónlist og veislu. Skemmti-
legt og gott að geta tekið þátt í
því með honum áður en hann
kvaddi jarðvistina. Nafn Ólafs
Stephensen lifir í gegnum músík-
ina og jazzinn. Sögurnar verða
sagðar áfram. Við öll minnumst
kærs og góðs vinar. Farvel Óli
Steph.
Sigurður L. Hall, Svala
Ólafsdóttir, Krista Hall,
Ólafur Árni Hall.
Ólafur Stephensen
Elsku Ína amma,
takk fyrir stundirn-
ar sem við áttum
saman og allar góðu
minningarnar. Af
nógu er að taka og er ógerlegt að
telja allt upp hér. Sumrin á Kleif-
unum og samveran með ykkur
afa á Ólafsfirði er án efa verð-
mætasta gjöfin sem þið gáfuð
mér og mun ég búa að henni alla
mína ævi. Veiðiferðir með afa á
Litla Rauð, gönguferðir með þér
út í Árgerði og samræður um allt
mögulegt og ómögulegt þar sem
draugar, aðrar verur og vættir
komu við sögu koma uppí hug-
ann. Þessi tími með ykkur mótaði
mig sem einstakling og hafði
sterk áhrif á þróun persónuleika
míns. Seinna þegar ég var kom-
inn með eigin fjölskyldu og flutt-
ur til Danmerkur var alltaf einn
af hápunktum Íslands heimsókna
okkar að koma til ykkar afa á
Kleppsveginn í kjötsúpu, þar sem
Fjóla, Máni og Úlfhildur fengu að
kynnast góðmennsku, jákvæðni
og hlýju þinni.
Minning þín lifir áfram og við
munum sakna þín.
Birgir.
Elsku amma mín. Þú varst al-
veg dásamleg, sterk og hlý. Við
tvær deildum sama nafninu og
mér fannst ég alltaf vera extra
sérstök í augum þínum. En þann-
ig komstu fram við öll barnabörn-
in þín og barnabarnabörnin. Öll
áttum við jafn stóran stað í hjarta
þínu. Þú varst einstaklega já-
kvæð, alveg sama hvað bjátaði á,
og þú tókst öllu með ró. Margar
af uppáhaldsminningum mínum
eru tengdar þér og afa. Dýrmæt-
ar eru stundirnar sem við áttum
saman fyrir norðan, á Kleifunum.
Þú leyfðir mér alltaf að vera ég
sjálf, líka þegar ég vildi eiga
dauða ýsu sem gæludýr. Þú varst
langbest í að segja draugasögur.
Langbest að hekla og prjóna.
Gerðir bestu pönnukökurnar.
Áttir skemmtilegasta hláturinn,
varst mikill húmoristi og svo spil-
aðirðu á harmonikku. Flottari
ömmu er bara ekki hægt að
hugsa sér. Söknuðurinn verður
mikill. Elsku amma mín, takk
fyrir allt.
Þín Regína Unnur.
Elsku amma mín. Barnæska
mín er lituð af breiðum faðmi þín-
um og hlátrasköllum, hekldúllum
og bestu pönnukökum í heimi. Ég
passaði mig nefnilega á því að
vera alltaf svöng þegar ég kom í
heimsókn því það skipti ekki máli
hvaða dagur var, eða hvort heim-
sóknin væri upp úr þurru, innan
fimm mínútna varstu búin að
galdra upp þvílíkar kræsingar.
Engu skipti hvort ég var á hrað-
ferð, rjómaísnum var bara skellt í
örbylgjuna. En þú varst ekki
bara stórkostleg amma heldur
varstu líka ótrúleg kona. Þegar
ég var mikið veik sem unglingur
varstu helsta fyrirmynd mín. Þú
kenndir mér að þegar ákveðnir
hlutir gerast er viðhorf manns
það sem skiptir öllu. Stundum
gerast nefnilega hlutir án okkar
stjórnar, en með viðbrögðum og
viðhorfum sínum er hægt að öðl-
ast ákveðna stjórn. Þú lést veik-
indi þín aldrei stöðva þig og það
er nokkuð sem ég hef reynt að til-
einka mér. Þú varst líka mikill
listamaður og fengum við ætt-
ingjarnir að njóta góðs af liprum
fingrum þínum sem göldruðu
hvert prjónaða eða heklaða
Sigríður Regína
Ólafsdóttir
✝ Sigríður Reg-ína Ólafsdóttir
fæddist 23. apríl
1929. Hún lést 22.
apríl 2016.
Útför Regínu var
gerð 29. apríl 2016.
meistarastykkið
fram hvert af öðru.
Einu sinni var ég
spurð í viðtali hver
uppáhaldsflíkin mín
væri. Ég sagðist
ekki eiga neina
uppáhaldsflík en
uppáhaldshluturinn
minn væri teppið
sem þú heklaðir
handa mér. Ef það
kviknaði í heima hjá
mér væri þetta það eina sem ég
myndi bjarga.
Elsku amma, mig langaði allt-
af til að fá þig til að kenna mér að
hekla og læra þar af leiðandi af
meistaranum. Verkin og minn-
ingarnar lifa og ég ætti að geta
fundið nóg af hekldúllum til að
apa eftir. Þú hins vegar ert og
verður alltaf stærsta og mesta
dúllan. Takk fyrir allt, ég mun
sakna þín.
Þín Ásdís Eva.
Það er margt sem ég ætla að
taka með mér út í lífið sem Ína
amma kenndi mér. Hún var stríð-
in og hugrökk og ég gleymi seint
glottinu sem glytti í á furðuleg-
ustu augnablikum. Augun voru
lifandi og kvik. Það var alltaf eins
og hún vissi eitthvað sem enginn
annar vissi – hún hafði alveg ein-
staka sýn á heiminn og tók eftir
öllu sem gekk á. Ekkert fór
framhjá henni.
Ég var þó ekki heiðursins að-
njótandi að þekkja hana þegar
hún gekk lipur um sveitir, spilaði
á harmonikku eða kenndi íþrótt-
ir. En konan sem ég þekkti var
ekki síðri en sú unga. Hún þekkti
heiminn og hafði gengið í gegn-
um margt en var alltaf jafn sterk
og þrautseig, ef ekki sterkari
með árunum.
Í dag dáist ég að sögunum af
henni og ætla að tileinka mér
þennan ótrúlega styrk sem ein-
kenndi hana. Hún lét ekki segja
sér hvað sem var og lét vita ef
henni mislíkaði eitthvað. Það
skipti ekki máli hvort hún sagði
það upphátt eður ei, skoðun
hennar sást á svipnum.
Það er mikilvægt að standa
með sjálfum sér og finna hug-
rekkið til þess að halda lífinu
áfram sama hvað bjátar á. Eitt
merkasta hugrekki sem prýtt
getur einstakling er að gefast
ekki upp og Ína amma gafst svo
sannarlega aldrei upp. Hún tókst
á við lífið á merkan hátt, vopnuð
svörtum húmor og jákvæðni í
garð lífsins. Ég alhæfi það að ég
mun aldrei nokkurn tímann hafa
tærnar þar sem hún hafði hæl-
ana.
Þú varst ekki bara eiginkona,
móðir, amma og langamma sem
bakaði frábærar pönnukökur. Þú
varst stórmerkileg kona sem
hefði átt að láta í sér heyra og ég
mun aldrei gleyma kankvísu
brosinu á vörum þínum. Ég dáist
að styrk þínum og þrautseigju.
Þín augu mild mér brosa
á myrkri stund
og minning þín rís hægt
úr tímans djúpi
sem hönd er strýkur mjúk
um föla kinn
þín minning björt
(Ingibjörg Haraldsdóttir)
Þín langömmustelpa,
María Ramos.
Það eru ekki allir þeirrar gæfu
aðnjótandi að vera umvafðir góðu
fólki sem með nærveru sinni
einni saman lætur manni líða vel.
Við erum hins vegar svo heppin
að hafa átt Ínu ömmu að. Með
nærveru sinni, hógværð og
glettni auðgaði hún líf okkar og
gerði okkur að betri manneskj-
um.
Eins og margir af hennar kyn-
slóð var hún afar gestrisin og
tíndi alltaf fram veglegar veiting-
ar, hvort sem maður kíkti í kaffi á
Kleppsveginn eða í bústaðinn á
Kleifunum. Alltaf var tekið á móti
okkur með hlýju og umhyggju.
Ína amma var einstaklega minn-
ug og fylgdist með börnum sín-
um, barnabörnum og öllum sem
okkur tengdust af einlægum
áhuga.
Þegar Eggert kom með nýja
kærustu og litla dóttur hennar í
fyrstu heimsókn fyrir 16 árum á
Kleppsveginn var frá upphafi
eins og þau hjón ættu í okkur
hvert bein.
Ótal góðar minningar koma
upp í hugann þegar við hugsum
til Ínu ömmu og hlýjan sem
streymdi frá henni mun fylgja
okkur alla tíð. Við kveðjum ömmu
með söknuði en líka þakklæti fyr-
ir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Eggert, Fanney,
Katrín Björg og Gísli.
Með nokkrum orðum viljum
við þakka sómakonunni Regínu,
Ínu ömmu, fyrir ljúf og góð kynni
sem hófust þegar Eggert sonar-
sonur hennar og dóttir okkar
giftust. Við minnumst ljúfra
stunda með henni og Eggerti eig-
inmanni hennar þegar við dvöld-
um í húsbíl okkar við Árgerði,
sumarhús þeirra hjóna.
Gestrisni, ljúfmennska og
elskulegheit einkenndu Regínu
og voru hjónin samtaka um að
veita okkur það besta í veislu-
föngum og fylgdu fróðlegar um-
ræður um gamla tíma, sjó-
mennsku og umræður um
landsins gagn og nauðsynjar. Ína
amma var elskuð af dóttur okkar
og barnabörnum, sem var skilj-
anlegt því hún gaf af sér mikla
hlýju sem við fengum svo sann-
arlega að njóta. Þegar náttúran
vaknar kveður þessi góða kona
okkar tilveru.
Með þessum orðum þökkum
við ógleymanlegar samveru-
stundir. Við vottum kærum eig-
inmanni, Eggerti Gíslasyni, og
fjölskyldu innilega samúð. Bless-
uð sé minning mætrar konu, Sig-
ríðar Regínu frá Kleifum í Ólafs-
firði.
Sólveig Helga Jónasdóttir og
Einar Long Siguroddsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar