Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 06.05.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 2016 ✝ Grétar Bjarna-son fæddist á Brekkuvelli á Barðaströnd 9. apr- íl 1937. Hann lést á Landakoti 25. apríl 2016. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Einarsson, f. 26. júní 1912, d. 10. desember 1979, og Lilja Kristófers- dóttir, f. 12. ágúst 1904, d. 16. mars 1987. Grétar ólst upp á Patreksfirði og var næstyngstur í átta systkina hópi. Hópurinn samanstóð af sex bræðrum auk Grétars, þeim Sæmundi, Krist- ófer, Eðvarð, Baldvin, Richardi og Leifi, auk systurinnar Elsu. Richard, Leifur og Elsa lifa bróður sinn. Grétar giftist Valgerði Bjarnadóttur 3. september 1960. Börn þeirra eru 1) Þyri, fótaðgerðafræð- ingur, f. 17. janúar 1960, börn hennar eru Grétar Krist- ófer og Særós; 2) Lilja, arkitekt, f. 13. júní 1961, maki hennar er Bjarni Kjartansson, arki- tekt, og eiga þau þrjá syni Fjölni, Frey og Sindra; 3) Sandra, lögfræð- ingur, f. 1. október 1963, á hún dótturina Völu Ósk; 4) Bjarni, viðskiptafræðingur, f. 26. júlí 1974, maki hans er Hrafnhildur Harðardóttir, hárgreiðslumeist- ari, og eiga þau þrjú börn Aron, Andreu og Anitu. Grétar fór til sjós á unga aldri og var sjómaður á ýmsum fiski- skipum alla sína starfsævi, fyrst nærri heimahaganum fyrir vest- an á Ólafi Jóhannessyni BA-77, eftir það Akurey AK frá Akra- nesi en síðan lengst af á ýmsum togurum sem gerðir voru út frá Reykjavík, má þar nefna Fylki RE-171, Hallveigu Fróðadóttur RE-203, Þorkel Mána RE-205, Ásbjörn RE-400 og Ásgeir RE-60. Starfsævi Grétars til sjós var löng og kom hann í land árið 2005 eftir að hafa starfað síð- ustu 18 árin á togaranum Ven- usi HF-519 frá Hafnarfirði. Fer- ill hans til sjós var farsæll en þó ekki áfallalaus, árið 1969 var hann einn þeirra níu sem björg- uðust þegar togarinn Hallveig Fróðadóttir brann og sex fé- lagar hans fórust. Árið 2005 var Grétar heiðraður af Sjó- mannadagsráði fyrir ævistarf sitt sem sjómaður. Auk sjó- mennskunnar spilaði sportveiði og útivist henni tengd stóran sess í lífi hans og naut hann þess með sínum nánustu. Hann var einnig mikill hagleiksmaður á tré og eftir hann liggja margir gæðagripir. Grétar verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 6. maí 2016,klukkan 13. Nú þegar vorið er að koma og sólin hækkar á lofti er komið að kveðjustund. Þegar hún rennur upp kemur margt upp í hugann og margs er að minnast. Þar sem pabbi var sjómaður alla tíð þá var hann oft að heiman löngum stund- um. Þegar ég var lítil stelpa að alast upp á Háaleitbrautinni var tilhlökkunin og gleðin yfir því að fá hann heim slík, að allir krakk- arnir í blokkinni fylgdust með því hvenær hann kæmi heim. Þá var hrópað og kallað, pabbi er kominn heim, hent frá sér skóflum og spýtum og hlaupið af stað. Oft ótt- aðist ég um hann svo langt úti á hafi og ekki að ástæðulausu. Hvorki hann né við fölskyldan fórum varhluta af því að sjó- mennskan er hættulegt starf, en hann bjargaðist úr sjóskaða þeg- ar togarinn Hallveig Fróðadóttir fórst árið 1969. Þá vorum við syst- urnar óskaplega glaðar og stoltar að fá hann heim og ekki síður það að komast í dagblöðin, en mynd- skreytt viðtal birtist í Morgun- blaðinu 7. mars 1969 af þessu til- efni. Þessi atburður var án efa bara brot af því sem hann upplifði á sinni löngu sjómannsævi. Pabbi var mér og minni fjöl- skyldu góður vinur og félagi og deildu allir karlarnir mínir hans helsta áhugamáli, sportveiðum af ýmsu tagi ásamt fluguhnýtingum, og var margt brallað í tengslum við það. Við fjölskyldan munum sakna þess mikið að heyra ekki dísilhljóðið í Kíunni þegar fyrsta vafflan er að bakast, en pabbi hafði einstakt lag á að renna á lyktina og kíkja við þegar gera átti sér glaðan dag með kaffinu. Bestu þakkir fyrir samfylgdina í gegnum lífið, hvíl í friði, þín dótt- ir Lilja. Ég tengdist fjölskyldu Grétars fyrir rúmum þrjátíu árum þegar við Lilja byrjuðum saman. Það má segja að ég hafi kynnst honum í nokkrum rólegheitum, hann mikið á sjónum og við skötuhjúin mikið í Danmörku að læra. Ég fann þó fljótt að mér leið vel í ná- vist hans en á bak við rólegheitin lágu bæði mikil hlýja og lúmskur húmor. Samverustundirnar voru líka skemmtilegar því Grétar hafði áhuga á mörgu, oftast eitt- hvað að sýsla. Iðulega var hann í bílskúrnum að dunda í veiðidóti, uppi að hnýta flugur, nú eða þá bara einhvers staðar að veiða. Ég mun njóta þessara áhugamála hans meðan heilsa og líf endist því hann kenndi mér og kom mér á bragðið með það sem mér finnst skemmtilegast, veiðistúss og fluguhnýtingar. Þegar afastrákarnir okkar Lilju komu í heiminn nutu þeir afa síns sem var tíður gestur hjá okkur alla tíð. Fjölnir og Freyr stóðu vart út úr hnefa þegar þeir þurftu að aðgreina afa sinn sæ- hetjuna, frá afa Kjartani, og köll- uðu Grétar einfaldlega afa duggadugg. Ég er ekki frá því að þessi orð hafi stundum verið sögð með nokkurri lotningu þegar hann bar á góma þeirra í milli. Sindri kom í seinni sendingu og sýndi snemma að góðir hlutir skila sér á milli kynslóða. Að veiða með afa var nefnilega málið. Ég gleymi seint ferð í Langavatn eitt sumarið þegar Grétari tókst á tíu mínútum að ná Sindra frá beitu og spún og gera hann að fluguveiðimanni, nokkuð sem ég hafði reynt og reynt en ekki tek- ist. Það er sárt að kveðja þá sem við elskum. Í varnarleysi sínu og smæð er eitt mannslíf samt svo óendanlega stórt og svo mikið skarð sem það skilur eftir þegar það fer. En góður vinur, pabbi og afi, mun alltaf vera með okkur í hlýjum minningum og þeim góðu sporum sem hann skilur eftir sig hjá okkur sem lifum. Bjarni Kjartansson. Í dag er til moldar borinn mág- ur minn og vinur, Grétar Bjarna- son. Hann hafði um langt skeið háð harða baráttu við banvænan sjúkdóm, sem engu eirir og að velli leggur alla að lokum. Ótrúleg seigla, baráttuandi og lífsvilji ásamt læknisfræðilegri hjálp voru þess valdandi að lokin dróg- ust á langinn. En nú hefur hann kvatt þetta jarðlíf og lagt upp í það ferðalag sem fyrir okkur öll- um liggur. Kynni okkar Grétars hófust fyrir hátt í sex áratugum þegar Valgerður systir mín og hann hófu búskap og urðu náin og sterk þegar fram liðu stundir. Grétar ólst upp á Patreksfirði og sleit þar sínum barnsskóm. Sjórinn blasti við frá athafnasvæði barna og fullorðinna á Patreksfirði líkt og í öðrum sjávarplássum þessa lands. Örlögin höguðu því svo að ungur að árum hélt hann til sjós og fetaði þar í fótspor margra for- feðra sinna og frænda, sem gert höfðu sjómennsku að lífsstarfi sínu. Hann starfaði á ýmsum fiskiskipum, stórum og smáum, um lengri og skemmri tíma og var öllum hnútum kunnugur sem að sjómennsku lutu. Það var gaman að sjá hann meðhöndla fisk, hvort sem var úr sjó eða vatni. Hann var listaflakari og einkar lagið að meðhöndla fisk á allrahanda máta. Ég veit að veiðifélagar hans úr Fljótá, til margra ára, munu sakna verka hans og telja skarð hans vandfyllt. Sjómannadagsráð sá ástæðu til þess að heiðra Grétar á sjó- mannadaginn árið 2005 fyrir vel unnin störf á sjónum. Svo skemmtilega vildi til að á sama degi var einnig heiðraður sveit- ungi hans frá Patreksfirði og skipsfélagi til lengri tíma, Sigfús Jóhannesson. Þeim var það sam- eiginlegt að eiga farsælan og langan sjómannsferil að baki og höfðu ekki lokið afskiptum sínum af sjónum þegar þessi viðurkenn- ing var veitt. Þegar sjómannsferli Grétars lauk, seint og um síðir, tóku önnur viðfangsefni við. Hann sneri sér meðal annars að tréútskurði og fluguhnýtingum. Ýmsir hlutir, sem hann útdeildi meðal ættingja og vina, bera góðu handbragði hans vitni. Við veiðifélagar hans getum vottað að veiðiflugur hans hafa reynst aðdráttarafl laxa og silunga og gagnast okkur vel. Léttur húmor, glettni og vin- semd voru Grétari í blóð borin og hann hafði ánægju af því að rétta mönnum hjálparhönd og greiða götu náunga síns væri til hans leitað. Við Grétar áttum samleið um margra ára skeið og ég komst fljótlega að því hvern mann hann hafði að geyma. Hann var ljúfur maður í viðkynningu en skapfast- ur og ákveðinn í skoðunum og óragur við að láta þær í ljós. Börn hændust að honum sakir þess að hann gaf sér tíma til þess að sinna þeim og ræða við þau. Í ófá skipti leitaði ég hjálpar hans við úrlausn mála. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með söknuði og trega. Góð- ur maður er fallin frá en hann skilur eftir sig sjóð endurminn- inga, sem aldrei verður frá manni tekinn og oft verður dreginn fram til að fara höndum um. Ég sendi Gerðu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður Bjarnason. Grétar Bjarnason var að bregða blundi á sjúkrastofu sinni þegar ég leit þar inn og við áttum síðustu orðaskipti, mágarnir; ég spurði hvort hann hefði átt nota- legan lúr? Hann hélt nú ekki, hann væri að koma úr mjög erf- iðum túr í snarvitlausu veðri. Á sólríkum degi í sjúkrastofnun kunnu þessar draumfarir að virð- ast nokkuð hryssingslegar, en þegar þess var gætt að hér lá á banabeði maður sem hafði stigið ölduna í nær 60 ár og átt viður- væri sitt og líf undir því að hafa betur í glímunni við Ægi og Kára varð upprifjun þeirra átaka skilj- anlegri. Grétar var fæddur og uppalinn á Patreksfirði, þar sem líf allra snerist beint eða óbeint um fiskveiðar og útgerð. Í því um- hverfi var sjómennskan eðlilegur og ákjósanlegur starfsvettvangur ungum manni, hann fór til sjós 14 ára um miðja öldina sem leið og stundaði eftir það sjó í tæpa sex áratugi. Á þeim tíma var hann skipverji á öllum gerðum skipa sem stefnt var á fiskimið frá Ís- landi, allt frá smæstu mótorbát- um gamla tímans til fullkomnustu togskipa nútímans. Honum var ekkert framandi í starfsgreinum sjómennskunnar, hvort sem sneri það að notkun og viðhaldi búnað- ar eða meðferð og frágangi afla. Líf á hafinu varð honum ungum eðlilegt og hann vandist því að lifa eftir þeim lögmálum sem hin tví- skipta tilvera sjómannsins bygg- ist á. 23 ára kvæntist hann Val- gerði systur minni og það hjónaband entist jafnlangt ævi hans. Með því var grunnur lagður að tilveru Grétars á landi og þeirri heilsteyptu fjölskyldu sem heimili þeirra hjóna náði utan um. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn sem fullorðin urðu farsælir þjóðfélagsþegnar, og Grétar reyndist sami umhyggju- og hirðumaður á landi sem á sjó, þrifinn, handlaginn, hreinskiptinn og verksígjarn. Hann var hæglát- ur maður og hafði sig lítt í frammi en blandaði auðveldlega geði við hvern sem var á sjó eða landi, án þess að láta hlut sinn fyrir nein- um. Heimili hans og Gerðu var vísast dæmigert sjómannsheimili á síðari hluta aldarinnar sem leið, þar sem húsmóðirin sinnti fram- kvæmd hins daglega reksturs og utanumhaldi þeirra þátta sem al- mennt eru kenndir við uppeldi og þroska. Tvískipting tilverunnar veldur því að sjómaðurinn aflar sér og sínum viðurværis fjarri fjölskyldunni og er langtímum saman sem gestur á heimili sínu. Það reynir á bönd samskiptanna; Grétar var í eðli sínu mikill fjöl- skyldumaður og hefði vafalaust viljað verja meiri tíma með sínum nánustu en aðstæðurnar buðu. En lengi býr að fyrstu gerð og hann fetaði sömu slóð og gert höfðu margir ættingjar hans og áar af Barðaströnd, með traustar rætur í landi en ævistarf á víðum slóðum hafsins. Hann naut að lok- um góðra eftirlaunastunda, gat þá sem ættfaðir sinnt þeirri samveru við afkomendur sína og stórfjöl- skyldu sem var honum dýrmæt- ust lífsfylling, auk þess að fá útrás fyrir hagleik sinn og listfengi í út- skurði og annarri fínlegri hand- mennt. Við Kolfinna, börn okkar og barnabörn þökkum Grétari ævar- andi stuðning og ómetanlega samfylgd og vottum Gerðu og af- komendum þeirra okkar dýpstu samúð. Hinrik Bjarnason. Grétar Bjarnason ✝ Baldur Ragn-arsson fæddist á Akureyri 23. júní 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 22. apríl 2016. Foreldrar Bald- urs voru Ragnhild- ur Jónsdóttir, fædd á Skjaldar- stöðum 22. júní 1898, dáin 27. júlí 1952, og Ragnar Guðmundsson, fæddur 16. apríl 1898, dáinn 10. júní 1970. Systkini Baldurs samfeðra eru Jóhann Hallmar, f. 1929, d. 1990, Jórunn Rannveig, f. 1932, Septíma Dalrós, f. 1933, Sigrún Jónína, f. 1935, og Marín Hallfríður, f. 1937, d .2012. Baldur ólst upp á Skjaldarstöðum í Öxnadal hjá móður sinni, móðurömmu og móðurbróður, Jóni Jónssyni, f. 24. október 1885, d. 2. febrúar 1967. Eftir að móðir Baldurs lést bjó hann ásamt Jóni á Skjaldarstöðum til ársins 1962, þaðan fluttu þeir að Miðlandi í Öxnadal og bjuggu þeir þar saman þar til Jón lést. Baldur byrjaði snemma að vinna. Fyrst um sinn vann hann hin ýmsu verk fyrir bændur í sveitinni. Eftir að hann tók bílprófi fór hann að keyra mjólkurbíl. Síðar fluttist hann til Akureyrar og ók hópferðabílum og flutn- ingabílum. Lengst af keyrði hann flutningabíla, eða fram að sjötugu, og var hann farsæll og vel liðinn bílstjóri. Síðustu ár hafði Baldur glímt við ýmsa heilsukvilla, hann hafði dvalist á Kristnesi frá því í apríl- byrjun. Baldur var fluttur það- an á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hann lést. Útför Baldurs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 6. maí 2016, klukkan 13.30. Að fæðast í og alast upp í sjálfri náttúru landsins fannst Baldri hafa mótað líf sitt snemma. Að fæðast, alast upp og búa í torfbæ frá fæðingu og langt fram á þrítugsaldur gerði hann að þeim manni og þeirri persónu sem urðu sérkenni hans alla tíð. Gott hjartalag í hraustum lík- ama sem alltaf var reiðubúinn að veita hjálparhönd, hverjum sem var og hvert sem hann fór. Persóna sem lét lítið fyrir sér fara, tróð sér hvergi fram, vann verk sín í hljóði af mikilli elju- og samviskusemi. Persóna sem var hrókur alls fagnaðar í góð- um hópi og þá ávallt tilbúinn að miðla mönnum af lærdómi sín- um úr stórum reynslubanka. Baldur ólst upp með móður sinni, móðurömmu og móður- bróður. Móðir hans og amma féllu frá er hann var ungur að árum og bjuggu þeir frændur, Baldur og Jón móðurbróðir hans, tveir einir saman í torf- bænum að Skjaldarstöðum þangað til þeir fluttu yfir að Miðlandi í sömu sveit á sjöunda áratug síðustu aldar. Af föður- fólki sínu hafði Baldur ekkert að segja allan sinn uppvöxt, vissi hann af því í nágrenni við sig í sveitinni en ekkert sam- band var þar á milli. Kynntist hann ekki föðurfólki sínu fyrr en hann var kominn á fullorð- insaldur og fannst honum alla tíð sárt að vita af því í nálægð en fá ekkert af því að segja í uppvexti sínum. Lífsbaráttan var hörð í litla kotinu og byrjaði Baldur ungur að vinna við bústörfin. Fannst honum ávallt dýrmætt að hafa lært og unnið við alla þá bú- skaparhætti sem tíðkuðust til sveita fyrir tíma véla og tækja. Margt þurfti að starfa og mörgu þurfti að sinna í litla kotinu og var öll lausavinna sem til féll í sveitinni mikilvæg fyrir þá frændur til að auka tekjur þeirra meðfram búskapnum. Baldur lauk skyldunámi í skóla sveitarinnar að Þverá og fór alla daga fótgangandi í skól- ann og heim aftur að loknum skóladegi, í öllum veðrum og erfiðri færð. Alltaf fór Baldur af stað árla morguns eftir mjaltir, yfir ána komst hann hoppandi milli steina sem lágu í ánni, ekki alltaf fór hann þurr yfir ána, en áfram var gengið í rúman klukkutíma yfir móa og mýrar á leiðinni í skólann. Eftir skóla- göngu hélt Baldur áfram að starfa við það sem til féll á bæj- um í sveitinni, hvort sem var við bústörf, við byggingavinnu eða vegagerð, öll störf voru vel þegin. Eftir að Baldur flutti að Miðl- andi fór hann að aka mjólk- urbílum hjá Baldri Þorsteins- syni á Ytri-Bægisá. Við þann akstur starfaði Baldur í mörg ár og varð akstur stórra bíla upp frá því ævistarf hans. Síðar ók hann rútum hjá Vestfjarðaleið og Sæmundi í Borgarnesi. Eftir rútuaksturinn keyrði hann flutningabíla á milli Akureyrar og Reykjavíkur í á fjórða ára- tug. Fyrst hjá Pétri & Valde- mar, lengstan hlutann ók hann hjá Dreka hf. og síðast hjá Eim- skip-Flytjanda. Margar sögur er hægt að segja um hvunndagshetjuna sem nú kveður okkur, þær sög- ur verða geymdar og sagðar síðar. Svaðilfarir á þjóðvegum landsins í öllum veðrum, ævin- týraferðir um Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Mið-Austurlönd. Víðförlum einfara með stál- minnið og stóra hjartað vil ég þakka góða samfylgd í gegnum árin. Vignir Þór Siggeirsson. Í dag er borinn til grafar Baldur Ragnarsson, frændi minn. Sem barn þótti mér hann ferlega skrýtinn maður en í dag hef ég mun meiri skilning á honum enda var hann einn af mínum uppáhaldseinstaklingum. Ég las einhvers staðar lýsingu á móðurafa Baldurs þar sem hon- um var lýst sem greindum í betra lagi, sérvitrum, hæglát- um, geðprúðum og að hann hafi komið vel fyrir. Þetta gæti nú hreinlega verið lýsing á Baldri, hann hafði góða nærveru og var eins og gangandi gagnabanki. Baldur vissi alveg ótrúlegustu hluti og ég held að það hafi háð honum í samskiptum við fólk hversu ótrúlega gáfaður hann var. Kannski hefur það líka eitt- hvað að gera með það að hafa verið alinn upp hjá einsetukar- linum honum Jóni frá Skjald- arstöðum, búið í torfbæ til 1962 og svona mætti áfram telja. Mér er mjög minnisstætt eitt skiptið þegar Baldur kíkti til foreldra minna í heimsókn. Þetta var sennilega um það leytið sem að hann var að hætta störfum sem flutningabílstjóri. Hann hafði þurft að koma með vörur til Hveragerðis og ákvað að nota ferðina og kíkja á okkur í leiðinni. Hann var á flutninga- bíl af stærstu gerð með trailer hengdan aftan í. Foreldrar mín- ir áttu heima í lítilli botnlanga- götu en innst í henni var hægt að snúa bílum við og það má þess geta að ég átti í stökustu vandræðum með að snúa við jeppa foreldra minna í einum rykk þar án þess að keyra upp á kanta. Baldur gerði sér lítið fyrir og snéri öllu heila klabbinu við í einni andrá án þess að keyra á eitt né neitt. Og hló svo bara þegar að ég minntist á þetta við hann. Síðustu ár hafði ég ótrúlega gaman af því að sitja með hon- um og hlusta á hann. Við töl- uðum um ættmenni, fallega staði hér innanlands, bækurnar sem Baldur hafði verið að grúska í og svo bara hvað sem okkur datt í hug. Á kveðjustund finnst mér mjög við hæfi að not- ast við orð systur minnar sem hún skrifaði um tengdaföður sinn: „Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni, fólki sem með framkomu sinni er góð fyrirmynd í orði og verki. Fátt þroskar meira en að fá að vera samferða slíku fólki í lífinu,“ því þessi orð eiga svo sannarlega við um hann Baldur. Ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin, elsku frændi, og fyrir allt sem þú hefur kennt mér. Það verður ansi tómlegt að koma norður og hitta þig ekki. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín, Eva Rós. Baldur Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.