Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Side 15
15.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Þú hættir að drekka í fyrra, eins og kemur
fram í bókinni. Þú fékkst töluverð viðbrögð
þegar þú sagðir frá þessu á Facebook á sínum
tíma, var það ekki?
„Jú, ég sagði frá því í nýársprédikun og fékk
mikil viðbrögð við því. Fólk var svolítið vand-
ræðalegt yfir þessu af því að það hafði kannski
þá mynd af mér að ég væri með allt mitt á
þurru þrátt fyrir að vera með kvíðaröskun. Ég
notaði vín eins og lyf til að deyfa hugann og
það tókst um stund en þegar víman rann af
mér leið mér orðið undantekningarlaust eins
og ég hefði dansað zumba nakin á Ráðhústorg-
inu á Akureyri í hádeginu á mánudegi þegar
allir eru á leiðinni í mat. Og það var ekkert sér-
staklega góð tilfinning. Ég hætti vegna þess að
það að drekka ofan í kvíðaröskun er eins og að
strompreykja ofan í frumubreytingar í
lungum.“
Kom það mörgum í opnu skjöldu að þú,
þessi glaði og skemmtilegi prestur, glímdir við
áfengisvandamál? Eða var drykkjan kannski
ekki vandamál?
„Jú, auðvitað var þetta vandamál. Áfengi er
vandamál þegar það, eins og í mínu tilviki, er
orðið að markmiði alla daga, þegar maður er
farinn að hlakka til að ljúka verkum ekki til að
gleðjast yfir verkunum heldur til að opna rauð-
vínsflösku og deyfa sig. Ég hef sko endurfæðst
eftir að ég hætti að drekka, ég finn að ég er
meira skapandi, hugsandi og fórnarlambið
sem átti til að vaka í brjósti mér er alveg stein-
dautt. Ég er búin að fatta að ég á ekki vitund
bágt og er bara fáránlega heppin í lífinu. Jú,
fólki fannst þetta ekki alveg samræmast
ímynd minni eða þá hitt að ég snerti viðkvæma
strengi í brjóstum þeirra sem vita innst inni að
þeir eru alkar. Ég elska að segja við fólk að ég
sé alki vegna þess að mér finnst það jafn lítið
mál og að segjast vera með exem eða eitthvað
álíka en viðbrögðin eru hins vegar miklu
áhugaverðari en ef ég væri með exem.“
Nú skellihlær Hildur Eir, þessum fallega
Laufáshlátri!
Heimir aðdáunarverð manneskja
Hvert er besta meðalið við áráttu og þrá-
hyggju, fyrir utan hefðbundin meðul? Er það
ef til vill húmorinn sem þú nefndir fyrr í spjalli
okkar?
„Besta meðalið er tilfinningaleg nánd við
annað fólk; tengsl þar sem maður er greinilega
elskaður skilyrðislaust þannig að þótt eitthvað
henti á morgun – ég yrði svipt hempunni eða
eitthvað álíka skemmtilegt – væri lífi mínu
ekki lokið, vegna þess að ég á fólk sem elskar
mig hvort sem ég er prestur eða ekki. En ekki
bara það; að eiga nánd við sjálfan sig er jafn
mikilvægt meðal, að eiga nánd við sjálfan sig
er að elska sjálfan sig skilyrðislaust og tala fal-
lega til sín og rækta hæfileika sína og segja frá
þeim án þess að biðjast afsökunar á þeim og
láta ekki veika sjálfsmynd annarra draga sig
niður. Húmorinn kemur næst á eftir nándinni
sem náttúrumeðal.“
Ég skynja að þú sért býsna vel gift og öðr-
um ættingjum og vinum þyki líka mjög vænt
um Hildi Eir ...
„Já, ég er mjög vel gift. Maðurinn minn,
Heimir Haraldsson, er aðdáunarverð mann-
eskja, einstakur faðir, húmoristi sem hefur
mikið næmi fyrir fólki og þá verður seint sagt
að hann sé karlremba enda einstaklega mikill
jafnréttissinni ekki bara í orði heldur á borði.
Hann á stóran þátt í mínum sigrum. Svo á ég
dásamlega syni og skemmtilega og gefandi
stórfjölskyldu. Auðvitað hefur ýmislegt gengið
á en okkur hefur samt auðnast að leysa farsæl-
lega úr því. Þannig að þú heyrir að ég hef enga
afsökun til að vera alki og fórnarlamb í lífinu!“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
’Ég vel að vera hamingjusömþrátt fyrir að að mér steðjiheilsufarsleg ógn vegna þess aðþað er vel hægt að vera ham-
ingjusamur í ógninni alveg eins
og hægt er að vera óhamingju-
samur í bullandi velsæld.
Hildur Eir: Mér fannst ekkert mál að
róta í mold og heiðarlegri sveitadrullu
en að fara á almenningssalerni eða
ganga Laugaveginn í Reykjavík og rek-
ast í ruslufötu eða stíga þar í bleytu
getur alveg kallað fram þráhyggju.
Ég hlaut prestvígslu þann 26. febrúar
árið 2006. Dagurinn var eftirminni-
legur, ekki síst vegna þess að mér leið
frekar illa, höfuðið var fullt af þrá-
hyggjuhugsunum sem sögðu mér að
ég ætti ekki skilið að vera þarna, mér
leið eins og svikara. Hugsanirnar
snerust um að ég væri í fyrsta lagi alls
ekki nógu vel innrætt manneskja til
að gegna þessu starfi og þær buldu á
heilaberkinum eins og mótmæli að
handan. Það hefði alls ekki komið
mér á óvart ef einhverjir hefðu staðið
á Austurvelli með kröfuspjöld á lofti
eða kennarar úr guðfræðideildinni
hefðu þust inn í Dómkirkjuna og
hrópað: „Ekki vígja hana, hún þarf að
fara aftur í gegnum allt námið!“
Þar sem ég sat uppi við altarið og
hlustaði á vígslutónið í flutningi bisk-
ups varð mér litið á föður minn sem
sat við fremsta bekk í hjólastólnum
sínum. Hann var langt genginn inn í
óminnisdalinn og líkaminn var orðinn
stirður og rýr, nú skipti nám og starf
engu máli lengur fyrir lífsgæði hans.
Eirðarleysi mitt og kvíði kallaðist á
við einhvern guðdómlegan frið sem
breiddist yfir andlit hans, já, þetta
minnti á páskahret, skafrenningur á
veginum sem hafði blindað mig um
stund en hátt á himni glitti í vetrarsól-
ina. Líf mitt er kannski eins og páska-
hret, hugsaði ég, alltaf tvö veður í
senn.
Hildur Eir Bolladóttir í bók sinni,
Hugrekki – Saga af kvíða
HUGREKKI – SAGA AF KVÍÐA
„Ekki vígja
hana!“