Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Side 41
15.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 upp. Síðan hef ég undrast allt sem gerist varðandi bækurnar. Ég er ekkert sérstaklega hæfi- leikaríkur teiknari og að ná engu að síður þessari velgengni út um löndin finnst mér stórfurðulegt.“ – Finnst þér það skrýtin tilhugsun að milljónir barna dái verk þín? „Vitaskuld. Og ég er venjulega fullur efasemda um sjálfan mig og verkin meðan ég skrifa. Ég vil að hvert verk sé eins gott og ég get mögulega skapað það. En um leið finnst mér gríðarlega spennandi að koma sögunum til lesenda sinna. Í gær átti ég afar áhugavert símtal við blindan strák í Banda- ríkjunum; hann þekkir bækurnar mín- ar betur en ég sjálfur! Allar persónur, alla brandara. Mér fannst stórkost- legt að heyra hvað sögurnar höfðu glatt hann mikið. Stundum er umfang útgáf- unnar óendanlegt, að því er virðist, en svo tengist maður einstaka lesendum á þennan hátt. Það er mér afar dýrmætt. Ég hef hitt marga einhverfa krakka sem kunna vel að meta sögurnar og foreldrarnir segja mér að ástaðan sé sú að þau ná að tengj- ast teikningunum; þær segja krökk- unum hvernig persónunum líður. Einu sinni hitti ég strák sem hafði staðið í röð og beðið eftir að ég árit- aði bækur fyrir hann. Hann var sýni- lega einhverfur og þegar hann rétti mér bækurnar að skrifa í þá fylltust augu hans tárum. Við mamma hans táruðumst líka, og við gátum ekki annað en kinkað kolli hvert til annars og skældum bara. Við þurftum ekki að segja neitt – þetta var stór- kostlegt. Ég sá hvað sögurnar skiptu hann miklu máli og að það var honum mikilvægt að hitta mig, ekki síður en það var mér mikilvægt að hitta hann. Svona stundir gefa vinnunni tilgang.“ – En með svona velgengni hlýtur sköpunarþörfin að breytast. „Svo sannarlega og mér finnst það forvitnilegt umhugsunarefni. Öll höf- um við átt eftirlætis hljómsveitir sem senda frá sér tvær frábærar plötur en eftir það fatast þeim flugið. Hvers vegna? Annaðhvort finna þær bara innblástur í stuttan tíma og svo er hann farinn eða velgengnin breytir hljómsveitinni. Ég hef meðvitað reynt að halda sama takti, sama vinnulagi og ég beitti í byrjun. Mér finnst það heillandi áskorun að reyna að skapa sífellt betra verk en síðast. Ég vona að mér takist að skrifa áfram gamansögur sem fólki þykja skemmtilegar en geri mér líka engar grillur um að þetta séu merkilegar bókmenntir,“ segir hann og brosir. „Ég legg ekki áherslu á frásögn heldur á húmor, hann er mikilvægari en allt annað. Gæði brandaranna skipta miklu máli.“ – Þegar þú vinnur að nýrri bók byrjar þú þá á gamansögunum? „Svo sannarlega. Þetta er í raun vélrænt ferli. Ég safna um 350 bröndurum og gamansögum og veit að það er fjöldinn sem ég þarf í góða sögu um Kidda og fólkið hans. Þegar ég hef safnað brönd- urunum fer ég að skrifa textann og geri teikningarnar síðast. Þá vinn ég hratt og undir pressu, teikna í um sex vikur í allt að sextán stundir á dag. Það er hræðilega erfitt … En mesta vinnan er að semja brandarana. Stundum fer ég í langa göngu og næ að búa til einn eða tvo á meðan. Á mjög góðum degi, þegar ekkert truflar þá næ ég að búa til allt að tuttugu brandara. En í gær, hér á hótelinu, skrifaði ég 27! Það er ástæða fyrir mig til að koma aftur til Íslands.“ Skjátíminn er áskorun Strax eftir að fyrstu bækur Kinneys komu út fór hann að fá bréf frá for- eldrum og kennurum sem sögðu þær höfða til áhugalítilla lesenda. Sem eru einkum strákar. „Mikið er rætt um það hvernig eigi að fá stráka til að lesa og það er erfitt að fullyrða eitthvað um það, því það hvernig krakkar nálgast sögur og afþreyingu hefur breyst gríðarlega, bara á síðustu tveimur árum. Mögulega eru krakkar að lesa meira nú en áður, en það er á samfélagsmiðlum. Ég veit líka vel að krakkar gera meiri körfur nú en áður um að sjónrænar upplýsingar fylgi því sem þau lesa. Þau vilja myndir með textanum. Og það er nokkuð sem mér sýnist ég gefa þeim með Dagbókum Kidda klaufa; með textanum eru þessar litlu myndaeyjar að synda til á milli textalínanna. Ein mesta áskorun samfélagsins í dag er skjátíminn, að finna út hvað er eðlilegt að vera lengi með skjá við andlitið á degi hverjum. Við foreldr- arnir segjum börnunum að leggja skjáina frá sér en erum svo sjálf sí- fellt með nefið við skjáinn. Mig grun- ar að þar sé of mikill sykur og ekki næg vítamín …“ Í Listasafni Íslands verður í dag, laugardag kl. 14, boðið upp á leið- sögn fyrir blinda og sjónskerta um sýninguna um upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmanna- höfn árin 1920 - 1927. Útvarpsleikhúsið á Rás 1 hóf um síð- ustu helgi að flytja áhugaverða þáttaröð, Á vit undirdjúpanna, eftir Martein Sindra Jóns- son. Flutningi verður fram haldið nú á sunnudag. Fjallað er um fríköfun í þáttunum. Þjóðlagaskotna poppsveitin Ylja heldur tónleika í Gym & Tonic- salnum á Kex Hosteli í kvöld, laug- ardag, kl. 21.30. Ylja hefur sent frá sér tvær breiðskífur sem báðar hafa fengið lof gagnrýnenda. Einleikurinn Fjalla-Eyvindur verður sýndur á lofti Gamla Bankans í kvöld, laugardag, kl. 20. Sýningin er samin og leikin af Elfari Loga Hannessyni en hann hefur samið og leikið í fjölda leikverka. Sýningin Gaddar með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur verð- ur opnuð í Mjólkurbúðinni á Akur- eyri í dag, laugardag, klukkan 15. Titillinn vísar í hvassa odda í skúlp- túrum hennar og málverkum. MÆLT MEÐ ’Ég vona að mér tak-ist að skrifa áframgamansögur sem fólkiþykja skemmtilegar en geri mér líka engar grillur um að þetta séu merkilegar bókmenntir. BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 NÝ SENDING ICON MOTTA kr. 52.650 170X240 WOODLAND LAMPI kr. 24.300 BLACKWOOD STÓLL kr. 32.700 DIMOND PÚĐAR kr. 7.980

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.