Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.05.2016, Page 44
Sjónvarp Hinn
vinsæli frétta- og
þjóðlífsþáttur
Landinn fer í sum-
arfrí að vanda og
verður síðasti
þáttur vetrarins á
dagskrá RÚV á
sunnudagskvöldið klukkan 19.45.
Gísli Einarsson og hans fólk hef-
ur brallað sitt af hverju tagi í vetur,
komið við í öllum landshlutum, rætt
við áhugavert fólk og kynnt sér
störf og áhugamál af ýmsu tagi.
Landinn fer
í sumarfrí
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.5. 2016
LESBÓK
Tónlist Ein mesta málm- og rokkhátíð ársins
verður haldin á Talen Energy-leikvanginum í
Chester, sem er skammt frá Philadelphia í
Pennsylvania-ríki í Bandaríkjunum, helgina
17. og 18. september.
Meira en 35 bönd troða upp á þremur svið-
um en aðalnúmerin verða málmböndin Aven-
ged Sevenfold, Alice In Chains, Slayer og Vol-
beat og rokkböndin The Offspring og
Breaking Benjamin.
Af öðrum nafnkunnum sveitum sem koma
fram á hátíðinni má nefna gömlu brýnin í Ant-
hrax, Killswitch Engage, Trivium, The Cult
og Death Angel.
Rokkveisla í Chester
Kerry King, gítar-
leikari Slayer.
AFP
Tónlist Það var söguleg stund í Lissabon á
dögunum þegar leðurbarkinn W. Axl Rose,
oftast kenndur við málmbandið Guns N’ Ros-
es, steig í fyrsta skipti á svið með hinn goð-
sagnakenndu rokksveit AC/DC. Rose er fót-
brotinn og sat fyrir vikið í hásæti allan
tímann en það virtist ekki há kappanum en
leikir og lærðir voru á einu máli um að vel
hefði tekist til.
Rose mun túra með Angus Young og fé-
lögum á næstunni en svo sem fram hefur
komið hefur söngvari AC/DC, Brian John-
son, dregið sig í hlé frá tónleikahaldi af
heilsufarsástæðum.
Rose í hnappagat AC/DC
Young og Rose í essinu sínu í Lissabon.
AFP
Isidora Goreshter, Shanola Hampton
og Emmy Rossum leika í Shameless.
Lokaþáttur
Shameless
Sjónvarp Lokaþáttur sjöttu serí-
unnar af hinum óborganlegu
bandarísku gaman/dramaþáttum
Shameless er á dagskrá Stöðvar 2 á
sunnudagskvöldið klukkan 22.50. Á
ýmsu hefur gengið þetta árið og
brúðkaup í vændum. Líkurnar á að
það fari í handaskolum hljóta að
vera umtalsverðar. Eða hvað?
Aðdáendum Shameless til
ómældrar gleði verður þráðurinn
tekinn upp í sjöundu seríunni á
næsta ári.
Sjónvarp SkjárEinn sýnir um þess-
ar mundir á sunnudagskvöldum
spennuþættina American Crime.
Aðalleikkonan er íslensku sjón-
varpsáhugafólki að góðu kunn en
það er engin önnur en Felicity
Huffman, sem gerði garðinn fræg-
an sem Lynette Scavo í hinum
geysivinsælu gamanþáttum Að-
þrengdar eiginkonur um árið.
Fyrir þá sem ekki vita er Huff-
man gift leikaranum William H.
Macy, sem fer þessi misserin á kost-
um í öðrum þáttum, Shameless.
Leikkonan Felicity Huffman.
Af glæpum
Í gamla daga var hann alltaf vina-legi gaurinn sem ekki máttivamm sitt vita. Í St. Elmo’s
Fire, Pretty in Pink, Less Than
Zero, Mannequin og hvað þær allar
hétu. Andrew McCarthy var aldrei
stóra stjarnan í þessum myndum
en gegndi mikilvægu hlutverki fyr-
ir framvinduna. Og alltaf stóð hann
í lappirnar enda þótt dómgreindar-
brestur, siðleysi og fíkn legðist
þungt á flesta í kringum hann.
Þetta var á ofanverðum níunda
áratug síðustu aldar en allar götur
síðan hefur lítið spurst til McCart-
hys. Þar til nú að hann skýtur
óvænt upp kollinum í dramaþátt-
unum The Family í allt öðru hlut-
verki en áður; það er að segja hlé-
drægs manns með barnagirnd.
Öðruvísi mér áður brá.
Hefði maður sjálfur átt að velja í
hlutverks Hanks Ashers hefði
McCarthy ekki komið fyrst upp í
hugann en það breytir ekki því að
umsagnir um frammistöðu hans
eru á einn veg: McCarthy þykir
massa þetta! „Kraftmikill leikur
[McCarthys] gerir Hank að mest
spennandi persónunni í þáttunum,“
segir LA Times og Time Magazine
segir að frammistaða hans sé und-
arlega hjartnæm og torræð í senn.
Philadelphia Inquirer segir
McCarthy stela senunni og Collider
segir hann binda seríuna saman.
Allir eru á einu máli um að
McCarthy sé kominn langt út fyrir
sinn þægindaramma.
Já, Hank Asher er sannarlega
margslungin persóna. Í fyrndinni
beraði hann sig fyrir gestum og
gangandi í almenningsgarði og hef-
ur upp frá því verið stimplaður
„barnaperri“. Þegar átta ára gam-
all drengur í hverfinu hverfur bein-
ast böndin fljótt að Asher sem er á
endanum dæmdur fyrir að myrða
drenginn. Án þess að lík hafi fund-
ist.
Úr einu fangelsi í annað
Tíu árum síðar snýr drengurinn
aftur, eftir vist í dýflissu, og Asher
er látinn laus. Því fer þó fjarri að
frelsið fari mjúkum höndum um
hann, auk þess sem biturðin
kraumar undir niðri. Í raun má
segja að Asher fari úr einu fangelsi
í annað.
Persónan er í bland hrollvekj-
andi og geðug. Senan þar sem As-
her er búinn að velja sér hvolp en
neyðist til að gefa hann frá sér eftir
að dóttir eigandans ber kennsl á
hann sem „barnaperra“ var af-
skaplega eftirminnileg. Það vill
enginn halda með svona manni en á
köflum er erfitt að gera það ekki.
Asher er líka óvenju meðvitaður
um veikleika sína og neitar sér um
samskipti við börn á þeim for-
sendum að þau séu börnunum
óholl. Enda þótt hann blóðlangi.
Þegar hann kemst óvænt á séns
með konu slítur hann hana fljótt frá
sér. Og þegar hún starir á hann
spurnaraugum svarar Asher:
„Gúglaðu mig bara!“
Þegar að er gáð kemur í ljós að
McCarthy hefur verið virkur í leik-
listinni allt frá því ferill hans flaug
sem hæst. Nöfnin á kvikmyndunum
sem hann hefur leikið í undanfarinn
aldarfjórðung hringja þó engum
bjöllum. Síðustu árin hefur hann
aðallega unnið í sjónvarpi, bæði
sem aukaleikari og leikstjóri hinna
ýmsu þátta; nú síðast Blacklist, þar
sem James nokkur Spader, sem
ósjaldan lék með McCarthy í gamla
daga, fer með aðalhlutverkið.
Auk þess að leika í The Family
leikstýrði McCarthy þremur þátt-
um af tólf.
En sú upprisa.
Andrew McCarthy í hlut-
verki hins dularfulla Hanks
Asher í The Family.
ABC
„Gúglaðu mig bara!“
Leikarinn Andrew McCarthy hefur óvænt gengið í endurnýjun lífdaga í dramaþáttunum The Family,
sem sýndir eru á SkjáEinum. Hér kveður þó við annan tón en áður; í stað þess að leika „elskulega
gaurinn í næsta húsi“ túlkar McCarthy nú dularfullan mann með barnagirnd og þykir fara á kostum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Andrew McCarthy er 53 ára gamall.
Hann er líklega frægastur fyrir að
vera partur af svonefndu „Orma-
gengi“ (Brat Pack), hópi ungra leik-
ara sem voru áberandi um og eftir
miðjan níunda áratuginn og tengjast
einkum og sér í lagi tveimur kvik-
myndum; The Breakfast Club og St.
Elmo’s Fire.
Auk McCarthys eru þetta Emilio
Estevez, Anthony Michael Hall, Rob
Lowe, Demi Moore, Judd Nelson,
Molly Ringwald og Ally Sheedy. Fólk
sem hefur spjarað sig misvel í brans-
anum síðan. Robert Downey, yngri,
James Spader og fleiri tengdust líka
hópnum.
Einn af ormunum
McCarthy með Molly Ringwald í Pretty in Pink.