Víkurfréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 13
tók við framkvæmáastjW- I
stöðu í fyrirtækinu en þu'—
fékkst hugmynd og lést á
hana reynakVEgfór þá að
velta þessu fyrir mér að e.t.v.
væri ég kjarkaðri en sumir og
hefði þorað að láta reyna á
þessa hugmynd mína hér á
landi. Það em nefnilega ekki
allir sem þora. En vissulega
fór ég hægt af stað og fram-
leiðslan hefur aukist jafnt og
þétt síðan. Gangurinn í fyrir-
tækinu hefur að mínu mati
verið mjög eðlilegur og engar
stórar áhættur verið teknar frá
byrjun. Eg læt mér nægja eitt
verkefni í einu og geri yfirleitt
hlutina að vel yfirlögðu ráði“.
Þráði heitt að verða
húsmóðir
Aðalheiður er fædd og uppal-
in í Keflavík og er dóttir hjón-
anna Héðins Skarphéðinsson-
ar og Berþóm Guðlaugar
Bergsteinsdóttur. Hún hefur
búið alla sína tíð hér í bænum
að undanskildum fimm ámm í
Ameríku og einu ári þegar
hún var í Fósturskólanum þar
sem hún lauk námi. Síðar
varð hún forstöðukona á
Tjamarseli og starfaði þar allt
þar til þau ákveða að flytja til
Ameríku árið 1984, þar sem
Eiríkur hafði ákveðið að fara í
Master-nám að loknu BA-
námi í uppeldisfræði í Há-
skólanum. Hún segist sjálf
hafa verið búin að fá nóg af
bamauppeldinu á leikskólan-
um og þráði það mjög heitt að
verða húsmóðir enda ætlaði
hún sér aldrei að fara að læra.
Hún var samt alveg ákveðin í
því að eiga fleiri böm á þess-
um tíma en þá var Andrea 4
ára gömul. Ur því rættist og
eignast þau hin tvö í útland-
inu. En það var líka fleira sem
gerðist þama úti, sem síðar
átti eftir að breyta öllu hennar
lífi. Hún smakkaði nefnilega
gott kaffi.
,,Það vom nokkrar kaffibúðir
þama sem við bjuggum og ég
hafði aldrei smakkað „gott“
kaffi áður eins og ég vil kalla
það, bara þetta venjulega
Gevalia kaffi sem keypt var á
leikskólanum og víðar. Og
það sem meira er, mér fannst
kaffi ekkert sérlega gott en ég
drakk það bara af gömlum
vana.
Þama kynntist ég hinsvegar f
fyrsta skipti góðu kaffi og mér
fannst voðalega skemmtilegt
að fara í kaffibúðimar og velja
úr tegundunum, því eina vik-
una valdi maður þessa tegund
og í næstu vikuna einhverja
aðra.
i halda álnaia á sömu braut
Baunimar malaði ég sjálf
heima fyrir og síðan fylgdu
þessu alls kyns kúnstir og
áhöld til að gera athöfhina dá-
lítið merkilegri. Ég hafði l£ka
svolítið meiri tíma til þess að
dunda við þetta sem húsmóðir
og þar sem gestagangurinn á
heimilinu var líka tíður varð
þetta hreinlega að áhuga-
máli“.
Keypti ofninn af
kennaranum
Þegar hér er komið við sögu
bauð skólinn, þar sem eigin-
maður hennar nam sín fræði,
upp á námskeið um kaffi og
sótti Addý, eins og hún er oft-
ast kölluð, námskeiðið sér til
ánægju og yndisauka. Um
leið og áhugi hennar jókst á
viðfangsefninu fór hún að lesa
sér meira til um það og keypti
sérfjöldann allan af bókum
sem hún las alveg upp til
agna. Fleiri námskeið fylgdu í
kjölfarið sem leiddu af sér að
hún bað einn kennarann, sem
Victor heitir og átti bæði kaffi-
búðir og brennslu, að kenna
sér að brenna. Hann tók erind-
inu vel og kenndi henni einnig
galdurinn að smakka og velja
réttu baunimar.
Eftir það bauð hann henni líka
vinnu í einni búðinni sinni og
x-v,
með var ísinn brotinni--A
Þessi fræði kom hún með í
farteskinu sínu heim til Is-
lands og meira til, því hún
keypti einn af ofnum kennar-
ans og tók hann með sér
heim.
„I upphafi ætlaði ég að setja
upp litla sæta kaffibúð því það
var eitthvað svo kvenlegt og
hugsunin um iðnrekstur var
alls ekkert uppi á pallborðinu.
Hinsvegar þegar við komum
heim með bömin þrjú, hann
atvinnulaus og við í gömlu
húsi sem mikið þurfti að laga,
þá lá það fyrir að við myndum
ekki standa í miklum fjárfest-
ingum. Ofninn höfðum við
keypt fyrir peninginn af bíln-
um sem við áttum úti og það
tók okkur heilt ár að koma
fyrirtækinu í gang. Ég var ein
í þessu til að byrja með og
fékk vinnuaðstöðu á efri hæð-
inni á verkstæðinu hjá honum
pabba. Þar er ég reyndar enn,
en er fyrir löngu búinn að
spengja húsnæðið utan af mér
og þarf að fara að flytja mig í
stærra. Það er næsta verkefnið
mitt“, segir hún og er hvergi
bangin.
Orðin kaffigúru landsins
Kaffitár á tíu ára afmæli nú í
haust og þegar Addý rifjar
upp fyrstu dagana sem fram-
leiðslan fór í búðir, sagði hún
að fyrsti viðskiptavinur Kaffi-
társ hafi verið Samkaup og
fyrsta framleiðslan hafi komið
í búðir þann nítjánda níunda
nítján hundruð og níutíu.
Kaffið var fljótlega komið í
allar verslanir á Suðumesjum
en fyrirtækin tóku henni
einnig vel og pöntuðu á kaffi-
stofur starfsmanna sinna.
Einna erfiðast þótti henni að
koma vömnni inn á veitinga-
staðina, þar sem hún hélt að
yrði auðveldast að selja vör-
una.
Straumhvörfin urðu síðan
þegar hún komst með vöruna
inn í Hagkaupsverslanimar og
það tók hana tvö ár að sann-
færa þá um það. Það tók hana
önnur tvö ár að sannfæra þá
um að setja upp kvamir og
stauka í verslanir þeirra en allt
gekk þetta upp á endanum.
Fólk var bara svo ómeðvitað á
þessum tíma um að það væm
til gæðaflokkar í kaffi en hún
er sannfærð um að sér hafi
tekist að vekja athygli landans
á þessari staðreynd og fyrir
vikið er hún orðin nokkurs
konar kaffigúrú landsins. Það
verður hún svo sannarlega vör
við í starfinu og hún er ánægð
með að hafa vakið fólk til
meðvitundar um þetta. 0
„Þessar kenningar sém ég ,
hafði hafa allar gengið effir óg
þessar kenningar em ekkeit
mínar kenningar, því þetta fer
byggt á því sem er að gerast'
úti í heimi og reynslu annarrl
manna. Lögmálin eiga sem
sagt alveg við bæði héma /
heima á Islandi sem og úti f
heimi. Þegar síðan boltintf'fer
að rúlla og varan komin f flest
alla stómiarkaðina, þá verður
merkið þekktara og hlutimlr
að ganga betur. I dag er ég að
svara fyrirspumum úr öllum
áttum, fólk er að hringja og
spyrjast fyrir um hitt og þetta,
samkeppnisstofnun hringdi
um daginn til að fá sérfræðiá-
lit í deilumáli og fjölmiðlar
hafa einnig mjög oft samband
við mig. Það er nefnilega
þannig að það er ekkert voða
mikið um kaffi sem við vitum
ekki um og það held ég að sé
styrkur fyrirtækisins, nefni-
lega jrekkingin á vömnni
sjálfri. Ég hef verið dugleg að
sækja námskeið erlendis og
nú er svo komið að ég farin að
kenna á þeim og byrjaði á því
í fyrra, að aðstoða Victor vin
minn að kenna fólki að búa til
kaffiblöndur. Þá hef ég líka
verið mjög heppin með starfs-
fólk og þessar konur sem ég
er með núna eru afskaplega
góðar, bæði eru þær áhuga-
samar og lifandi í þessu með
mér“.
Var talin klikkuð
ð hafa revklaust
affitár rekur nú tvo kaffi-
staði í Reykjavík og er annar
þeirra nokkurs konar kaffibar
/í Kringlunni en hinn er kaffi-
' hús og verslun í Bankastræti.
Þókaffibarinn í Kringlunni sé
ekki stw, þá segir hún staðinn
verp eipnveija þá bestu aug-
lýsfjigusem hægt sé að hafa
og í dágjsannast flestir við
nafnið Kaffitár. Þá bryddaði
hún upp á nýjungum sem ekki
höfðu tíðkast niikið áður en
það var að kenna fólki að taka
kaffið með sér. Fólk var ekki
alveg sátt við það í fyrstu að
taka kaffið með sér í frauð-
glasi eða plastmáli en núna er
u.þ.b. þriðjungur sölunnar þar
á þessum nótum og mikið
notað af starfsfólki Kringl-
unnar sem og öðrum á leið úr
verslunarleiðangri. Þessi
markaðssetning gekk eftir hjá
henni og enn á ný reyndi hún
hið ómögulega þegar hún
opnaði kaffihúsið í Banka-
stræti.
„Markaðshópurinn niður í bæ
er allt annar en inni í Kringlu
V íkurfréttir
13