Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 14
Það sem mérþykir skemmtilegast ad gera í þessu öllu er ad kenna fólki ad drekka kaffi, fræða þad um það og að fólkið verði einhvers vísari á eftir. og mér fannst svolítið spenn- andi að opna stærri stað og sjá hvað hægt væri að gera með því. Ég ákvað strax að hafa | staðinn reyklausan og fyrstu viðbrögð fólks við því, vom að telja mér trú um að ég væri klikkuð. Það væri ekki hægt að reka reyklaust kaffihús. Núna ári seinna, hefur mér tekist að sanna að þetta var hægt og þá kemur bara annar kúnnahópur sem vill hafa reyklaust. Við erum t.d. með mjög mikið af ungum mæðr- um sem koma á morgnana með bömin sín með sér og geta þá leyft þeim að vera hjá sér í heilbrigðu umhverfi. Síð- an settum við upp skiptiborð handa þeim á snyrtingunni og því er hægt að segja að staður- inn sé mjög bamvænn. Einnig sækir til okkar mikið af söng- fólki úr ópemnni sem vill ekki vera í reyk, þannig að það eru alveg nýir liópar fólks í kaffi- húsamenningunni sem verða til hjá okkur“. ,'áúkkplaðisósa út í kaffið ■■Hún þjálpaði einnig eiganda Ha|)jhússins á Vellinum að koniauridir sig fótunum enda þekkti hún bandarísku kaffi- j menninguna út í gegn og gat því leiðbeint eigandanum hvemig hann ætti að bera sig að. Addý segir að það hafi orðið alger sprengja þamá ’ upp frá strax frá opnun og meira segja væru biðraðir við dymar strax klukkan sjö á morgnana. Eigandinn fór að einu og öllu sem hún hafði sagt við hann og fékk alla þá J fræðslu og upplýsingar sem á vantaði. Þetta er að sögn Addýar ein aðalástæðan fyrir þessum góðu undirtektum sem staðurinn fékk strax í upphafi. „Það sem mér þykir skemmti- legast að gera í jjessu öllu er að kenna fólki að drekka kaffi, fræða það um það og að fólkið verði einhvers vísari á eftir, það hagnist á því sem ég er að segja og kenna. | Bandaríkjamenn eru að vísu svolítið frábmgðnir í sínurn kaffivenjum og þar er notað miklu meira af sætum efnum til að bragðbæta kaffið, t.d. nota þeir miklu meiri sykur en við, sírópið nota þeir margfalt meira og meira að segja setja þeir lfka súkkulaðisósu út í kaffið sitt, þannig að þær em ýmsar útgáfumar sem við sjá- um í kaffimenningunni“. Kaffirisi bauð gull og græna skóga Fyrir þremur árum sfðan bauð risi í kafftgeiranum henni að gerast framkvæmdastjóri fyr- irtækisins og þá kitlaði það hana dálítið að taka við starf- inu, enda buðu þeir henni gull og græna skóga í laun auk ýmissa annarra hlunninda. Hún var mætt inn í Reykjavík eftir nokkra umhugsun og var tilbúin að skrifa undir, en á lokasprettinum kom í ljós að þeir vildu ekki borga henni nægilega vel fyrir fyrirtækið Kaffitár, sem átti að fylgja með í kaupunum. „Eftir á að hyggja, held ég að þeir haft ekki áttað sig á verð- ,mætunum í Kaffitári. Til að j "" á^etla verð fyrirtækisins, sett- '~úm við meira að segja upp áætlun um það hvemig við héldum að Kaffitár myndi verða og þróast m.t.t. sölu- áukningar á markaðnum. Þessar tölur hafa allar staðist og rúntlega gott betur en það og því er ég afskaplega ánægð yfir því í dag að hafa ekki stigið þetta skref. I áætlunum gerðum við ráð fyrir 15% söluaukningu á ári en hún hef- ur haldist nærri 35% síðan og núna vomm við að gera upp sl. ár og kom þá í Ijós að aukningin var 39% sem hlýtur að teljast bara nokkuð gott“. Hjálparhönd til Hondúras Hefðbundinn vinnudagur hjá henni byrjar klukkan átta á morgnana og fram að hádegi er allskyns umsýsla með pant- anir og framleiðslu dagsins. Hún sér einnig um öll erlend samskipti og pantttnir viðvíkj- andi þeim þætti. A hverjum degi er framleiðsla síðasta nýtt kaffi þar sem ákveðinn híuti af verði vömnnar fer til hjálparstarfs í Honduras og Nigaraqua, til að styrkja fóm- arlömb fellibylsins Mitch. Þetta kallaði hún Kaffihjálp enda mikið af kaífibændum sem búa í þessum löndum. „Við vomrn ákveðin í því að rétta þessu fólki hjálparhönd því við höfum heimsótt þessi lönd og þekkjum fullt af fólki og bændum sent urðu fyrir skaða. Ég hafði samband við ýmsa aðila m.a. auglýsinga- stofu, sem tók vel í málið og reyndar allir þeir sem við töl- uðum við. Þetta var svolítið erfitt að standa í þessu í miðj- um jólaönnum því það þurfti náttúrulega að hafa samband við allar búðir til að biðja verslunarstjórana um taka þetta nýja kaffi inn. Síðan eilítið um heimahagana og álit hennar á bæjarfélaginu. Húsið að Bmnnstíg 3 keyptu þau árið 1981 og hafa síðan verið að gera það upp. I fyrstu var það í hálfgerðri niðumíðslu, einangrun lítil sem engin og gluggamir í molum. Hún man meira að segja eftir því þegar vatnið fraus í baðkarinu þegar hún lagði taubleyjumar í bleyti forðum daga. I dag verður ekki annað sagt en að þrautseigja þeirra hafi borið árangur enda voru þau bæði róleg yfir ástandinu og létu það ekkert fara í piiTumar á sér. Þau hafa nú bæði lagað húsið að utan og innréttað það á rnjög smekklegan hátt að innan og núna standa þau í stórræðum nteð garðinn í kring. „Alltaf eitthvað á hverju ári“, eins og hún orðar Adalheidur og Eiríkur á Jesus Maria bugardínum i Níkaragva 1997 dags smökkuð og það sér hún um ásamt brennaranunt. Allir nýir viðskiptavinir og kaffihús em einnig í hennar höndunt og má segja að hún sé því al- veg komin út úr framleiðsl- unni sem slíkri. Hún segist líka vera með svo gott fólk sem sjái um þann þáttinn að hún hafi alveg getað snúið sér frá því til að sinna öðmm störfum. Inn í Reykjavík hefur hún verslunarstjóra til að sinna þeim tveimur stöðunr en sjálf hefur hún séð um þjálfun og fræðslu starfsfólksins. En hún hugsar líka um að láta eitthvað gott af sér leiða og nú um jólin setti hún á markað bættu þeir um betur hjá Ný- kaup, loksins þegar þeir feng- ust til að taka kafifið inn og létu 50 krónur í viðbót af hverjum pakka renna til hjálp- arstarfsins. Ég er nú ekki al- veg búin að taka þetta saman en mér sýnist að það hafi safnast nokkur hundmð þús- und til þessa hjálparstarfs. Þetta var alveg virkilega skemmtilegt og ég er viss um að við eigum eftir að taka þátt í fleiri slíkunr verkefnunV'. Bærinn orðinn fjölskylduvænni En nú vindum við okkar kvæði í kross og forvitnumst það. En hvað finnst henni þá um bæinn sinn? „Mér finnst margt hafa breyst á liðnum árum og ég held að við getum verið sammála um það, að bærinn er orðinn miklu fjölskylduvænni. Einnig finnst mér skemmti- legt hvað gamli bærinn er að verða fallegur og hvað bæjar- félagið hefur tekið vel til hendinni til jafns á við okkur eigenduma. Einnig finnst ntér kirkjumálið hafa komið vel út, þó svo að einhverjir hafi verið á móti breytingunni. Ég hefði ekki getað hugsað mér annan og betri stað fyrir kirkjuna en einmitt héma í hverfinu. En ég held að við ættum að standa okkur betur í skólamál- um, hlúa betur að skólastarf- inu og gera meiri kröfur til okkar allra". Fleiri sem eiga þetta skilið Að lokum er ekki úr vegi að spyrja mann ársins á Suður- nesjunt hvort tilnefninglrí^N komi til nreð að hai£teii\hver J áhrif á rekstur fyrirtækisihs^>f hvaða þýðingu nafnbótin hafi fyrirhana. „Það er náttúrulega voðalega skemmtilegt að vita til þess að fólki finnist áhugavert það sem maður er að gera og það styrkir mig í trúnni að halda áfram á söniu braut. Það er nefnilega þannig að það vilja allir vera í vinningsliðinu og þegar þú ert að gera góða og trúverðuga hluti, þá vill fólk kaupa þig. En ég er líka hand- viss um, að það er fullt af fólki úti í bæ sem á þetta skil- ið. Hinsvegar ætlum við okk- ur núna að sjá hvar við stönd- um með því að taka þátt í al- þjóðlegri „barista" keppni sem haldin verður í Fíladelfíu í Bandaríkjunum í aprfl næst- konrandi en það er keppni kaffiþjóna sem lært hafa að laga ekta expressó kaffi og þátttakendumir verða nálægt hundraðinu. Þetta krefst mik- illar tækni og hundmð smáat- riða til að laga góðan drykk og nú erum við famar að ligg- ja yfir kaffibókum til að und- irbúa okkur lyrir keppnina og ætlum okkur jafnvel að koma með séríslensk efni f blöndun- ina. Þetta viðheldur okkur í því að vilja verða enn betri en við emm og kannski fáum við úr því skorið hvar við stönd- um gagnvart umheiminum en umfram allt ætlum við okkur að hafa gantan að þessu“, sagði Aðalheiður Héðinsdótt- Viðtal \ Valur Ketilsson Myndir: / HRÓS /' 14 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.