Víkurfréttir - 25.02.1999, Blaðsíða 3
Fjölnota íþróttahús rís í Keflavík:
Svona mun hús Verkafls koma til með að líta út.
Fjölnota íþróttahús með
knattspyrnuvelli í fullri
stærð verður byggt á
gönilu bæjarmörkum
Keflavíkur og Njarðvíkur.
Það er Verkafl, dótturfvrir-
tæki Islenskra aðalverktaka
sem byggir húsið og verður
það tekið í notkun í janúar
árið 2000.
Samningar milli bæjaryfir-
valda og Verkafls eru á loka-
stigi og á bæjarráðsfundi í gær
var lagður fram leigusamn-
ingur en gert er ráð fyrir að
Reykjanesbær leigi húsið til
30 til 35 ára og er árleg af-
borgun af því á milli 25 og 27
milljónir króna. Verkafl mun
bæði kosta og sjá um bygg-
ingu hússins og viðhalda því
fyrstu fimm árin. Reykjanes-
bær getur síðan hvenær sem
er keypt húsið.
Jónfna Sanders, formaður
bæjarráðs sagði að Ijóst væri
að þessi stóri draumur margra
bæjarbúa væri nú að rætast.
Hún sagði að bæjarfulltrúar
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks hefðu verið sammála
um að láta þetta mál verða að
veruleika í ljósi hagstæðra
samninga sem náðust við
Verkafl en eins og greint var
frá í byrjun ársins var öllum
tilboðum sem bárust í bygg-
ingu hússins ffá tveimur aðil-
um, Verkafli og Armannsfelli,
hafnað. I framhaldi af því var
rætt við Verkafl með hliðsjón
af einu fjögurra tilboða fyrir-
OK samskipti internetvæDir
sveitarfélön á Suðurnesjum
tækisins.
Jónína sagði að tilkoma húss-
ins ætti eftir að gjörbreyta
fþróttaaðstöðu í bænum og
breyta miklu fyrir bæði knatt-
spymumenn og aðrar íþrótta-
greinar, sem og að hafa keðju-
verkandi áhrif í framtíðinni til
góðs fyrir þjónustuaðila. Þeg-
ar húsið verður tekið í notkun
munu tfmar losna í hinum
íþróttahúsunum sem geta þá
nýst öðrum íþróttagreinum,
m.a. fyrir stúlkur sem hafa
verið homreka hvað það varð-
ar.
Húsið verður stálgrindarhús
og knattspymuvöllurinn í því
verður með gervigrasi af
bestu gerð. Húsið verður hitað
upp og sagði Jónfna sem
dæmi að ef 15 gráðu frost
væri úti yrði 15 gráðu hiti inn
í því en í byrjun var sú hug-
mynd reifuð að vera ekki með
hita inni í húsinu. í samninga-
viðræðunum var það meðal
atriða sem náðust inn.
Nú hafa
skrifstofur
Reykja-
nesbæjar,
Sandgerðisbæj-
ar, Grindavíkur-
bæjar og Gerð-
arlirepps bein-
tengst internet-
inu í gegnum
þjónustukerfi
OK samskipta.
Reykjanesbær
hefur til um-
ráða stærstu tenginguna eða 3 Mb/s þráð-
lausa örbvlgjutengingu, og þar með komið í
hóp sveitafélaga hér á landi með stærstu
internettenginguna, en hin sveitafélögin
tengjast í gegnum ISDN línur. Revkjanes-
bær og Vatnsleysustrandarhreppur hafa
komið sér upp heimasíðu á vefnum þar sem
bæjarbúar geta fylgst með því sem er að
gerast í bæjarmálum, skoðað fundagerðir,
sent inn fvrirspurnir o.fl.
heimasíðuslóðirnar eru: www.rnb.is og
www.voiyar.is.
„Fyrirtæki og stofnanir hafa löngu áttað sig á
hve mikil þörf er á því að vera nieð góða inter-
nettengingu. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir
bæjarskrifstofúmar að geta komist á intemetið,
sent og tekið á móti tölvupósti hvenær sem er,
svo ekki sé talað um tímaspamaðinn og örygg-
ið sem verður að þessum samskiptum. Þetta er
stóraukin þjónusta við bæjarbúa sem nú geta
sent fyrirspumir o.fl. til sveitafélagana heima
hjá sér á kvöldin og vera komin með svar dag-
inn eftir“ sagði Georg Aspelund Þorkelsson,
markaðsstjóri OK samskipta f Reykjanesbæ.
Hægt er að senda tölvupóst til sveitafélaganna
á eftirtalin netföng: rnb@rnb.is, grinda-
vik@grindavik.is , gerdahreppur@gerda-
hreppur.is , sandgerdi@sandgerdi.is., skrif-
stofa@vogar.is.
Nú hafa OK samskipti haftst handa við gerð
örbylgjunets í Reykjanesbæ. Þannig geta fyrir-
tæki og stofhanir tengst intemetinu þráðlaust á
3 Mb/s hraða, til sambanburðar má geta þess
að venjuleg eins rása ISDN tenging er á hrað-
anum 64 Kb/s eða 0,064 Mb/s svo að um er að
ræða töluverðan intemethraða. Kosturinn við
þessa tengingu er sá að ekki þarf að leigja
burðarlínu fyrir intemetsambanið. þannig spar-
ast talsverður mánaðarlegur rekstrarkostnaður.
Nánar um OK samskipti á www.ok.is
af jakka-
fötum
Verð frá 17.900.-23.900.-
Sumri'mn írá
BOOK'S erkomin
fíaðgreiðslur
Opið laugard. 10-13
>
Túngötu 18 ■ Keflévík -lími 421 5099
Simmons - rúmarisinn í USA
EKKI LATA BLEKKJAST!
10 óra óbyrgð
á gormtikerfi*
EUROOGVISA —
RAEX5REIÐSLUR TIL 36 MÁNAÐA mmm
Flestallar amerískar heilsudýnur eru meö samtengdum
gormum þannig að þegar makinn byltir sér, kemur eða fer
úr rúminu, átt þú á hættu að vakna við hreyfinguna og færð
þar af leiðandi ekki óslitinn svefn.
oQlmtyreltdýnukerfið frá Simmons er einstakt að því leyti
að það er með sjálfstæðri gormafjöörun sem tryggir
hámarks þægindi, velliðan og óslitinn svefn.
Aður en þú tekur ákvörðun um kaup á amerískri heilsudýnu,
ættir þú að koma við hjá okkur og kynnast af eigin raun
heilsudýnunum frá stærsta framleiðanda sjálfstæðs gormakerfis
í heimi.
gagnavei-s,^
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18 OG LAUGARDAGA KL. 11-14
Hafnargötu 57 - Sími 421 1099
Keyrum ókeypis
um öll Suðurnest
V íkurfréttir