Víkurfréttir - 25.02.1999, Blaðsíða 10
RúnarJóhannesson hlaut
verðlaun fyrir bestu
sviðsframkomu.
Fyrsta karaokekvöld Stapans
var haldiö um síöustu helgi.
Þrjii lið mættu til keppni en
það fjórða hoðaði forföll á
síöustu stundu. Lið frá
Víkurási, H. Péturssyni og
Garðvangi kepptu. Lið
Víkuráss fór með sigur af
hólmi en söngvarar kvöldsins
voru þeirTorfi (íunnþórsson
,og Arni Brynjólfur Hjaltason.
Kúnar Jóhannesson
hlaut verðlaun fvrir
bestu sviðsframkomu.
Skemmtiatriöi kvöldsins
voru í höndum Birtu
Rósar Arnórsdóttur og
Fimleikadeildar Kefla-
víkur. Pað xar síðan
Snorri Snorrason sem
var tæknistjóri kvölds-
ins. Næsta karaokekvöld
verður 5. mars nk.
| Hjálpaðu barninu þínu að fk
! hætta áður en það byrjar vJ/ i
í þessari viku stendur yfir í
Holtaskóla forvamaverkefni
fyrir 9. og 10. bekk um
vamir gegn útbreiðslu fíkni-
efna. Verkefnið er á vegum
U
Lögreglunnar í Keflavík,
Félagsmálastofnunar
Reykjanesbæjar og Marita
forvarna- og hjálparstarfs.
Unglingar horfa á kvikmynd
um skaðsemi og atleiðingar
fíkniefnaneyslu, fyrrverandi
fíkill segir sögu sína og
lögreglan kynnir starf sitt.
Þegar allir 9. og 10. bekkir í
Holtaskóla hafa farið á fyrir-
lesturinn er komið að okkur
foreldrum í Reykjanesbæ.
Mánudagskvöldið I. mars
nk. kl. 20:00 verður haldinn
l'undur í Holtaskóla fyrir
foreldra nemenda 9. og 10.
bekkjar í Holtaskóla.
Foreldrafundurinn er á
svipuðum nótum og fræðsla
unglinganna en auk þess
mun Félagsmálastofnun
Reykjanesbæjar kynna starf
sitt. Um miðjan mánuðinn
verður unglingum í 9. og 10.
bekk í Njarðvíkurskóla kynnt
verkefnið sem og foreldrum
þeirra en foreldrafundur fyrir
foreldra 9. og 10. bekkjar í
Njarðvíkurskóla veröur
þriðjudaginn 16. mars kl.
20:00 í Njarðvíkurskóla.
Vid viljum tala vid ykkur,
þid verðid að ræða við
börnin ykkar
Ég vil hvetja foreldra til þess
að mæta. Fræðsla sem þessi
virkar best ef við foreldrar
tökum virkan þátt og tölum
við unglingana um þessi
mál. Virkasta forvömin er sú
sem byrjar inni á heim-
ilunum.
Auk þess að tala við
unglinginn um þessi mál og
önnur. þá er mikilvægt fyrir
foreldra að láta sig skipta
máli hverjir umgangast
unglinginn, hverjir eru vinir
hans og kærasti/kærasta. I
stuttu máli; ekki missa sam-
band við unglinginn.
Nú á síðustu missemm hafa
enn fleiri kannanir og
skýrslur komið fram um
samskipti foreldra og bama
sem styðja hin algildu sann-
indi að aukin samvera bams
og foreldra er besta leið
foreldra til þess að skila heil-
steyptum einstaklingi í
þjóðfélagið.
Með forvarnakveðju,
Eysteinn Eyjólfsson
verkefnisstjóri
Reykjanesbæjar
á réttu róli
Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur sentfrá sár ú\
Gnæðgi. i
kænuleysi
Skipstjórar Særúnar
GK-64 og Gau ja Gísla
GK-103 eru sekir um
vítaverða ofhleðslu og
vanþekkingu á stöðugleika
bátanna skv. nýútkominni
skýrslu Rannsóknarnefndar
sjóslysa fyrir árið 1995 og
þannig ábyrgir fyrir báts-
töpununi.
Særún GK-64 sökk á leið til
Grindavíkur þann 27. mars
1995 og Gaui Gísla GK-103
hvolfdi á sömu slóðum á
sama tíma eftir að hafa reynt
að aðstoða Særúnu. Bátarnir
voru báðir ofhlaðnir, lentu í
árekstri innbyrðis auk þess
sem Eyjólfur Ólafsson NK-9
rakst á Særúnu er verið var að
færa afla á milli bátanna. Öll-
um var b jaraað um borð í Far-
sæl GK-162.
I skýrslu rannsóknarnefndar-
innar kemur fram að Særúnin
var gróflega oflilaðinn um
a.m.k 3 tonn, sjór komst í
olíugeyma bátsins (vélin
stöðvaðist) án þess að kannað
væri hvers vegna og að skip-
Langar þig
að syngja!
/
Ihverju sönglagi sem við syngjum býr
kraftur, seni lirífur okkur og örvar. Á
þessu námskeiði fáunt við tækifæri til að
konia saman, opna hjörtu okkar og eyru,
og SYNGJA! Við sameinumst í líflegum kór
og syngjum lög af ýmsum toga. Með því að
dýpka skilning á því hvernig öndun og innri
orka stvður \ ið og styrkir röddina, þjálfum
> ið og þroskum sönggetu okkar, frumkvæði
og samhljóm.
Námskeiðið stendur yfir frá föstudagskvöldi til eftimiðdags á
sunnudegi. Fjörið byrjar strax og seinni part Iaugardags, verður
hópurinn orðinn að líflegum kór, þar sem liver og einn gegnir
mikilvægu hlutverki. Þetta námskeið er sett upp með það í huga
að allir sem elska að syngja geti verið með. Allir eru velkomnir,
og engin reynsla er nauðsynleg.
Esther Helga Guðniundsdóttir lauk prófi í söng- og tónlistar-
fræðum frá háskólanum í Indiana árið 1989. Hún stofnaði og
stjómaði Söngsmiðjunni frá 1990-1997. í Söngsmiðjunni lagði
hún sérstaka áherslu á námskeið fyrir hinn almenna borgara
undir nafninu; “ Söngnámskeið fyrir unga sem aldna, laglausa
sem lagvísa”. Þá stofnaði hún og stjórnaði Sönghóp Móður
Jarðar og íslandsbankakómum.
10
Víkurfréttir