Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 25.02.1999, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 25.02.1999, Qupperneq 9
DAGUR TQNLISTARSKOLANNA Vinadagur í Njarðvík Það er löngu orðin helð fyrir því hérlendis að síðasti laugardagurinn í febrúar sé tileink- aður íslenskuin tónlist- arskólum og því mikilvæga starfi sem þar er unnið bæði af neinenduin og kennur- um. Pennan dag efna tón- listarskólar gjarnan til ein- hverra sérstakra dagskráa, t.d. tónleika, bjóða upp á opið hús, efna til ýmiskonar kvnninga o.fl. I ár ber „Dag tónlistarskól- anna" upp á laugardaginn 27. febrúar og þann dag efnir Tónlistarskóli Njarðvíkur til dagskrár sem nefnd hefur verið „Vinadagur'. Nentendur í tónlistarskólum eiga flestir marga vini og margir þeirra hafa aldrei verið í tónlist- arskóla eða iðkað tónlist á neinn hátt. Það er til þess hóps, með fulltingi nemenda tónlist- arskólans, sem Tónlistarskóli Njarðvíkur vill höfða með Vinadeginum. Hverjum nem- anda í almennum hljóð- færadeildum/söngdeild skól- ans gefst kostur á að bjóða með sér einum vini, vinkonu eða ættingja í tónlistarskólann á Vinadaginn og fær lil þess sérstakt boðskort. Dagskráin hefst kl. 11.00 með því að nemendur og boðsgestir þeirra mæta á sal, þar sem einn af kennurum skólans mun útlista á stuttan og að- gengilegan hátt, gildi tónlistar fyrir sál og líkama. Síðan verður hópnum skipt í þrennt og fer hver hópur í ákveðna stofu. Þar munu kennarar vinna með hvem hóp í spuna í u.þ.b. 15 mín. Þá skipta hópamir um stofur, þar til allir hafa farið í allar þrjár stof- umar og þar með tekið þátt í þrenns konar spunadagskrá. Vinadagurinn í Tónlistarskóla Njarðvíkur, á Degi tónlist- arskólanna, laugardaginn 27. febrúar n.k., hefst eins og fyrr segir kl. 1 i .00 og áætlað er að dagskránni Ijúki um kl. 12.00. Febrúar tónsmiðjan Laugardaginn 27. febrúar er Dagur Tónlistar- skólanna um land allt. í tilefni þess mun Tón- listarskólinn í Keflavík verða með sérstakt tónleikahald þennan dag. í febrúannánuði hafa allir nemendur Tónlist- arskólans í Ketlavík tekið þátt í þemaverkefni sem jafnfiámt er samkeppni og hefur fengið heitið “Febrúar tónsmiðjan” og er meginmarkmið hennar að efla sköpunarþáttinn í skólastarfinu og vekja áhuga nemenda fyrir eigin tón- sköpun. Hver nemandi hefur samið lag á sitt eigið hljóðfæri og mun frumflytja verkið á Degi Tónlistarskólanna. Deg- inum verður skipt í þrenna tónleika á sal Tónlistarskólans við Austurgötu. Fyrstu tón- leikamir verða kl. 13:00, svo kl. 14:30 og þeir síðustu kl. 16:00. Skipuð hefur verið þriggja manna dómnefnd í keppninni. Verðlaun verða veitt með til- liti til aldurs og stigs og allir þátttakendur fá viðurkenn- ingu. Verðlaunaafhendingin verður í maí og vinningslög verða flutt við skólaslit. Nú bíðum við spennt eftir að heyra árangur af febrúar tón- smiðjunni. Hver veit nema við Iteyrum í næsta stórtón- skáldi Islands núna á laug- ardaginn. Meðan á tón- leikunum stendur verður Foreldrarfélag Stúlknakórs TK með kaffisölu en ágóðinn mun renna í ferðasjóð kórsins. Kórinn mun taka þátt í kóra- móti sem haldið verður í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC í apríl næst- kontandi. Allir em velkomnir og við vonumst til að sem flestir komi og heimsækji okkur á þessari uppskeruhátíð okkar! Fræðsla í KeflavíMirkju Bygging safnaðarheim- ilis Ketlavíkurkirkju er nú að komast á loka- stig. Ráðgert er að þar hefjist starfsemi á næsta ári. En uppbygging safnaðar- starfsins er stöðug. A vor- misseri 1999 hefur verið bryddað upp á nokkrum nýjungunt: Alla ntiðviku- daga er fyrirbæna - og kyrrð- arstund í kirkjunni kl.12.10 á eftir, kl. 12.25 er hægt að kaupa „djáknasúpu”, brauð og salat á vægu verði í safn- aðarheimilinu Kirkjulundi. Á fimmtudögum er kirkjan opin kl.16-18. KI. 17.30. er fyrirbæna -og kyrrðarstund. Fyrirbænum er hægt að koma til prestanna og djákn- ans alla vikuna. Annan hvem fimmtudag er fræðsla, af ýmsum toga, tengd bæna- stundunum. Fimmtudaginn 25. febrúar n.k. mun Elín Sigrún Jónsdóttir hdl., forstöðumaður Ráðgjafa- stofu um fjármál heimilanna, flytja erindi kl. 17.30. þar sem hún segir frá starf- semi stofnunar- innar og fjallar um fjármál heimil- anna almennt. Fimmtudaginn 11. mars n.k. kemur Elisabet Berta Bjarnadóttir, fé- lagsráðgjafi hjá tjölskyldu- þjónustu kirkjunnar, til Keflavíkur og flytur erindi, kl 20.30 í kirkjulundi, er hún nefnir „Að yfirgefa foreldra- hús og verða sjálfstæð/ur”. Aðgangur að fræðslustund- unum er ókeypis og öllurn opinn. gefur gull i mund Um síðustu áramót var opnunartími Sund- miðstöðvarinnar við Sunnubraut færður fram unt 15 mínútur, til kl. 06.45 alla virka daga. Með þessari breytingu er verið að koma til móts við þarfir þeirra fjölmörgu sem vilja byrja daginn á því að fá sér hressandi sundsprett, áður en þeir taka til við dagleg störf. Ekki þarf að tjölyrða um hollustu sundíþróttarinn- ar. Fjölmargir bæjarbúar á öllum aldri hafa um árabil stundað laugarnar svo til uppá hvern einasta dag og með þessari breytingu ættu enn fleiri að eiga þess kost. Að synda 500 metra tekur 15-20 mínútur fyrir þá sem ekki vilja fara of geyst. Með stuttri viðdvöl í heitu pott- unum, þar sent helstu mál dagsins eru rædd, og sturtu- baði á undan og á eftir ættu 50 mínútur að duga. Það þýðir að þeir seni hefja vinnu kl. 08.00 eiga ekki í vandræðum með að mæta á réttum tíma. Sundmiðstöðin er opin alla daga ársins nema unt stórhátíðar. Árs- kort kostar kr. 18.000,- sem gera kr. 50.- pr. dag ef farið er f sund alla daga. Frá opnun Sundmiðstöðvar- innar árið 1990 hafa tæplega 900 þúsund manns sótt laugina eða um 112 þúsund gestir á ári. Með sama áframhaldi má því reikna með að á síðari hluta þessa árs muni milljónasti gestur- inn koma í Sundmiðstöðina því segja má að morgun- sund gefi gull í mund. Lokað vegna árshátíöar starfsfólhs dagana 26. febrúar til og með 1. mars Bílasala Keflavíkur Hafnargötu 90 •Keflavík«sími 421 4444 Hjönlís Bjöik heildverslun Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.