Víkurfréttir - 25.02.1999, Síða 11
lu vegna atvika þegar Særún og Gaui Gísla GK sukku árið 1995:
ai nl k u m má tta 10 19 l
sökktu bátunum
stjóri hafði ekki kynnt sér
stöðugleikagögn bátsins. Orð-
rétt segir í skýrslunni „Skip-
stjóri sagðist taka meira mark
á eigin reynslu til sjós en ein-
hverju sem væri skráð á blað.
Kynnti liann sér stöðugleika-
gögn fyrir syst- ■■^■■■■■i
urskip eftir
slysið og sagð-
ist þurfa að fara
til sérfræðings
til þess að fá
skýrsluna túlk-
aða.“
Gaui Gísla var
á leið til hafnar
með 5 til 5,5
tonna afla þeg-
ar ákveðið var
að reyna að
draga hina vél-
arvana Særúnu. Eftir að tvis-
var slitnaði á milli opnaði
skipstjóri boxalúgu (sem ekki
má opna utan hafnar) til að ná
tóg. Særúnu er sfðan sleppt er
skipstjóra fínnst báturinn orð-
inn einkennilegur í hreyfing-
um en hann hvolfir skömmu
„Skipstjóri sagðist taka
meira mark á eigin reynslu
til sjós en einhverju sem
væri skráð á blað...“
„Skipstjóri sagðist hafa
lesið eitthvað af „doðr-
anti“ um stöðugleika fyrir
bátinn en hann væri ekki á
mannamáli og hafi hann
fleygt honum upp í hillu“
eftir að skorið var á milli bát-
ana. Skv. skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar var ekki tilkynn-
ingarskyldu ekki sinnt, bún-
aður var tekinn úr bátnum
þrátt fyrir bann á slíku á með-
an á rannsókn stóð, skipverjar
■■■■■■hm höfðu ekki
sótt námskeið
slysavarnar-
skólans og
áttu í erfið-
leikum með
neyðarbúnað,
skipt var um
vél, flottanki
og andvelti-
uggum bætt
við án þess að
óskað væri
endurskoðun-
■■■^■■^ ar á stöðug-
leika, boxalok í þilfari lokað-
ist ekki sem skyldi og sjór
streymdi óhindraður niður í
skutrými bátsins. Að auki var
leyfíleg heildarþyngd veiðar-
færa, vista og afla 2,5 til 3,0
tonnum meiri en leyfilegt var
og skipstjóri hafði ekki kynnt
sér stöðuleikagögn bátsins.
Orðrétt segir í skýrslunni
„Skipstjóri sagðist hafa lesið
eitthvað af „doðranti" um
stöðugleika fyrir bátinn en
hann væri ekki á mannamáli
og hafi hann fleygt honum
upp í hillu.“
Engin endurkrafa á
hendur skipstjórunum
Báðir bátarnir voru tryggðir
hjá Samábyrgð íslenskra
fiskiskipa sem ekki gerir end-
TEXTI: JOHANNES KRISTBJÖRNSSON
Mvuhm-PÁii uPTiiccnhi
urkröfu á hendur skipstjómn-
um tveimur. Sigurður Jóns-
son, deildarstjóri tjónadeildar,
sagði upplýsingar í skýrslu
rannsóknamefndarinnar hafa
komið fram við sjópróf hjá
Héraðsdómi Reykjaness.
Hann sagði sönnunarbyrði
tryggingarfélagsins afar ríka
og í þessum tilfellum hefðu
margir þættir átt hlut í að
svona fór. Hann sagði að í
máli Særúnar hefði það verið
niðurstaða félagsins að frum-
orsök slyssins hefði verið
áreksturinn við Eyjólf Ólafs-
son NK-9 og að í tilviki
Gauja Gísla hefði lekinn á
lúgunni verið talinn frum-
orsök óhappsins og samþykki
lægi fyrir því að frágangur á
dekki væri ófullkominn frá
verksmiðjunnar hendi. Það
hefði því verið niðurstaða
Samábyrgðar íslenskra fiski-
skipa að ósannanlegt væri að
vankunnátta og ofhleðsla
hefðu verið frumorsakir
slysanna. Aðspurður um þá
staðreynd að skipstjórar begg-
ja bátanna höfðu ekki kynnt
sér stöðuleikagögn bátanna
sagði Sigurður. „Framsetning
stöðugleikagagna er ekki auð-
veld yfirlestrar og erfitt að
lesa úr gögnunum. Þeir sjó-
menn sem litla menntun hafa
eiga í miklum erfiðleikum
með að átta sig á þessum
gögnum."
Réttindaleysi og gáleysi
halda ekki fyrir dómi
Kristján Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknar-
nefndar sjóslysa sagði
ákvörðun Samábyrgðar ís-
lenskra fiskiskipta ekki koma
sér á óvart. Hann sagði að
skv. sinni bestu vitneskju lægi
ekki fyrir einn einasti dómur
þar sem viðurlögum er beitt
vegna réttindarlausra skip-
stjórnarmanna eða vegna
slysa eða bátstapa sem rekja
mætti til gáleysis eða van-
kunnáttu þeirra. Hann sagði
endurkröfuheimildir trygging-
arskilmála, að því er virtist,
ekki halda fyrir dómi.
J
HRAFNKELSSAGA
Pistlaskrifari heldur áfram yfirreið
sinni um lendur pólitíkurinnar og
ber næst niður hjá Samfylking-
unni. Reyndar minnir fylkingar
hluti nafnsins mig alltaf á úlpuklætt fólk
kyrjandi.dsland ú Nató og ...., en þetta
hlýtur að venjast. Svo er það líka stað-
reynd, að samhugur hefur ekki beinlínis
einkennt störf fylkingarinnar til þessa,
heldur sérhagsmunagæsla hvers
og eins. Flestir
liafa þó
látið af
þessu eftir
að prófkjöri
líkurog
predikað
samhug í
verki, en þeir
sem meira mega sín
eins og Heilög Jóhanna hafa þó haldið
barátunni áfram og nú fyrir æðstu yfir-
ráðum hópsins. Mig minnir að hin upp-
runalega Heilaga Jóhanna hafi barist
fyrir því að krýna réttniætan konung
Frakka, og litið á það sem sína köllun.
en ekki ætlað sjálfri sér mikil metorð.
Er það ekki flott til eftirbreytni Jóhanna.
Baráttan um yfirráðin já. Hefur nokkur
séð virðulegan mann að vestan með vel
snyrt skegg og klæddan í sviplaus grá
pólitíkusajakkaföt ? Síðast þegar hann
sást var hann með kratarós í bamiinum.
Þeir sem verða hans varir em beðnir um
að skila honum í framlínuna. Prófkjör-
um er að mestu lokið og menn missárir
eftir. Vinur minn, mikil karlremba
gleðst yfir því að lengi vel virtust konur
ætla að einoka öll helstu sæti og munu
trúlega ná 60-70% af væntanlegum
þingsætum. Hann taldi þar með
nokkra von um, að
væl
um lélegt gengi
kvenna af því þær væm konur og
kröfur um kynjakvóta væru þar með
fyrir bí. Ég er ekki eins bjartsýnn, en
óneitanleg verður gaman að vera laus
við þær uniræður á næsta flokksþingi.
Væntanleg þingsæti, hversu mörg verða
þau? Nú eftir prófkjör em Samfylking-
armenn á þvílíku fylgisfylleríi að það
hálfa væri nóg. Hvort rennur af mönn-
um fram að kosningum svo menn sitji
timbraðir eftir með 20% fylgi verðu að
koma í ljós. Amk. verða menn að snúa
sér að því að hætta að ota sínum tota en
koma með liðlega stefnuskrá. Ef sama
ráðleysið og sérhagsmunapotið heldur
áfram er ekki á góðu von. Málstaðurinn
er góður ef einhver er
til í að rifja hann upp.
f Tvö skot í lokin,
L menn þurfa að
\ nl kunna að taka ósi-
^ V gri og sigri bæði í
pólitík, Iþróttum
og í daglega líf-
9inu. Að fara í fýlu ef
illa gengur skaðar bara
mann sjálfan. Auðvitað
er sárt ef smalað er allra
flokka fólki til að kjósa
0 andstæðinga manns, en
upp á þetta er jú boðið
með opnum prófkjömm. Aftur á
móti er jafn hlægilegt, já og beilfnis
hallærislegt þegar þeir sem telja sig sig-
urvegara hælast um og telja það skipta
mestu máli hversu vel þeir persónulega
hafi komið út (skítt með flokkinn og
málstaðinn). Vísa dagsins fyrir hönd
ónefnds prófkjörsþola:
Samfylkingu vil ég leggja lið.
Við lítið fylgi verð ég mig að sœtta.
Og þvícrþað ég heldég luvtti við.
að hœtta við að hœtta við að liœtta.
Með kveðju úr Gulaginu Hrafnkcll.
Aðalfundur
1. mars
Aðalfundur Kvenfélags
Keflavíkur verður hald-
inn í Kirkjulundi 1. mars
1999 kl. 20.30. Venjuleg
aðalfundastórf. Gestur
kvöldsins er Lilja Hall-
grímsdóttir Djákni í
Keflavíkurkirkju. Konur
fjölmennum og takið
virkan þátt í fundinum.
Formaður ína I)óra
Jónsdóttir.
Félagsvist
Félagsvist verður haldin f
Kirkjulundi flmmtu-
daginn 25 febrúar 1999
kl.20. Aðgangseyrir
kr.500.-, peningaverð-
laun. Fjáröflunarnefnd
Kvenfélags Keflavíkur.
Víkurfréttir
11