Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 08.04.1999, Síða 10

Víkurfréttir - 08.04.1999, Síða 10
Ifið messu á Hvalsnesi! Stæltu Stóðhestarnir frumsýndir 16. apríl Börn eru líka fólk er yf- irskrift námskeiðs sem nú stendur yfir í á veg- um Félagsmálastofn- unar Reykjanesbæjar í sam- vinnu við Vímulausa æsku. Námskeiðið er ætlað börn- um á aldrinum 6 -16 ára sem hafa búið við ofvirkni, athvglisbrest, alkóhólisma, fíknisjúdoma, geðræn vandamál, ofbeldi eða óör- yggi af ýmsum toga innan fjölskyldu sinnar. Undirbúningur námskeiðsins hefur verið í höndum félags- ráðgjafanna Rannveigar Ein- arsdóttur og Kristbjaigar Leifsdóttur ásamt sálfræðing- unum Sæmundi Hafsteinssyni og Berglindi Brynjólfsdóttur og segja þau áhuga á þeim vera mikinn. „Það virðist vera full þörf á slíkum námskeiðum í Reykja- nesbæ en oft á tíðum hafa bömin gleymst þegar verið er að fjalla um vandamál fullorð- inna og þaðan kemur yfir- skriftin „Böm em líka fólk”. Á námskeiðunum er reynt að kenna bömum á tilfinningar sínar en oft ná þau ekki að að- lagast umhverfi sínu vegna til- finningavanda”, segir Rann- veig. Reykjanesbær hefur aðgang að kennsluefni Vímulausrar æsku og hafa tveir kennarar Myllubakkaskóla tekið þátt í námskeiðinu. Námskeiðið Böm em líka fölk er byggt að nokkm á Bandarískum meðferðamám- skeiðum fyrir böm og stuðst hefur verið við kenningar Dr. Claudiu Black Ph. D og Dr. Roberts Ackerman Ph.D sem hafa áratugareynslu af með- ferð bama og unglinga. Jafn- framt hefur mikið af íslensku efni verið fléttað inn í nám- skeiðin sem hafa reynst vel við nieðferð bama og foreldra þeirra. Á námskeiðinu er boðið upp á ráðleggingar og handleiðslu fyrir foreldra og tilvísun á sér- fræðiþjónustu. Markmið námskeiðsins er að auka jákvætt sjálfsmat bama, virkja samskipti og rækta þá hæfileika sem hjálpa þeim að leysa vandamál og komast ósködduð í gegnum lífið. Og síðast en ekki síst, að skemm- ta sér. „Hér er ekki verið að fást við heimilislíf bamanna eða takast á við vandamál foreldra þeir- ra. Heldur er einungis verið að ræða tilfinningar bamanna og þeim bent á að þau geti ekki breytt aðstæðum heldur ein- ungis lært að takast á við þær á uppbyggilegan hátt’’, Segir Berglind. Félagsntálastofnun Reykja- nesbæjar hefur í hyggju að bjóða upp á fleiri námskeið í framtíðinni í samvinnu við Vímulausa æsku og má þar nefna námskeið fyrir böm og unglinga um agavandamál en þau verða auglýst síðar. Eftir mikinn hamagang og ótal áföll er nú komiö að því að gamanleikritið Stæltu Stóðhestarnir verði frumsýnt hjá Leikfélagi Keflavíkur í Frumleikhúsinu. Æfingar Itafa gengið vel undanfarið og hefur leik- stjórinn Andrés Sigurvinsson fyrirskipaö að leikhúsið skuli vera harðlega lokað öðrum en nánustu aðstandendum sýningarinnar. Ýmsir liafa komið að máli við leikfélags- fólk og spurt hvort sýningin fjalli um bæjarstjórnina, líkamsræktartröll eða hesta- mannamót. Ekkert skal gefið upp annað en að sjón er sögu ríkari. Þá hefur leikfélagið oröið vart við mikinn áhuga bæjarbúa á sýningunni og eru þegar farnar aö berast miðapantanir þannig að á sumar sýningar eru aðeins örfá sæti laus. Leikritið verður frumsýnt föstudaginn 16. apríl kl. 20.30 og er uppselt á frumsýningu. Upplýsingar um sýningar- daga og miðapantanir eru í Frumleikhúsinu, sími 421 2540 Full búð af nýjum vörum ARSOL Heioartuni 2, Garði simi 422-7935 Pessi komst framhjá ritskoðun.. Erfið nott 3 að baki! - önnur tilraun gefst í nótt... Samkvæmt fræöunum er þetta dagurinn sem skiptir máli í barneigna„biss- nessnum44. Hyggist ein- hvert Suðurnesjaparið eignast fyrsta barn nýrrar aldar er tækifærið í dag, 8. aprfl. Afar óformleg könn- un VF sýndi svo ekki var um að villst að meiri ásókn hefur verið í þungunar- próf Ivfsalanna undanfar- ið. Þá er merkjanlegur tímabundinn samdráttur í sölu „öryggisgúmmís“. Þau pör eða hjón sem halda að erfiði næturinnar hafi mistekist hafa enn tækifæri og því ekkert annað að gera en fara bara snemma í hátt- inn í kvöld, skella Dýrunum í Hálsaskógi undir geislann og ná hámarkinu í pipar- kökusöngnum. „... eitt kíló makarííííín..." Ef Dýrin í Hálsaskógi eru ekki til á heimilinu mælum við nteð rauðvíni og kerta- ljósi... í upphitun! 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.