Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 7
■ Ráðstefna um einelti haldin í Stapa Klærnar slípaðar saman Undanfarna mánuði hefur verið starfandi undibúningsnefnd á vegum nokkurra félga og stofnana í Reykjanesbæ. í nefndinni hafa starfað fulltrúar lögreglu, skólaskrifstofu, frjálsra félagasamtaka og félags- og fjölskylduþjónustu Reykja- nesbæjar. Takmarkið er að koma á öflugu og samstilltu átaki til að bregðast við einelti og öðru ofbeldi í Reykja- nesbæ. í framhaldi hefur verið boðað til vinnuráðstefnu í Stapa þriðjudaginn 18. maí kl. 18:00 - 22:00. Fulltrúum flestra stofnana, félagasam- taka, vinnustaða, hreyfinga og hópa sem hugsanlega geta látið til sín taka á þessu sviði hefur verið boðið til ráðstefn- unnar, enda einelti ekki ein- vörðungu bundið við skóla, ungt fólk eða böm. Sæmundur Hafsteinsson starfar sem sálfræðingur hjá félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar og hefur komið að undirbúningi ráð- stefnunarinnar. Hann leggur áherslu á að gerendur eineltis eru jafnframt þolendur og þurfa einnig aðstoð. „Einelti er alvarlegt mál og flokkast sem ofbeldi. Þvf er samstarf t.d. skóla, ögreglu og félaga- samtaka mjög mikilvægt en ekki má þó gleyma því að einelti er ekki einskorðað við börn en fullorðnir eru jafn- framt þolendur. Það má segja að orsakir eineltis liggi annars staðar þótt skólinn sé oft á tíðum vettvangur þess. Til þess að leysa þetta vandamál þurfa fleiri en skólayfirvöld að koma til þ.á.m. fjölskyldur og heimili”. Einn helsti tilgangur ráðstefn- unnar er að sögn Sæmundar að samræma vinnubrögð og viðbrögð gegn einelti eða slípa saman klæmar eins og hann nefnir það. „Einelti vex í skjóli þess að enginn veit hvemig á að á vandamálinu. Við teljum að þetta korni öllum við og viljum breiða út þekkingu á einelti. Við þurf- um að taka höndum saman og vinna bug á þessu vandamáli en um leið eflum við sam- stöðu okkar til þess að taka á fleiri vandamálum”. A ráðstefnunni er m.a. stefnt að því að félagasamtök, vinnustaðir, hópar og stof- nanir ákveði í eitt skipti fyrir öll að einelti verði ekki liðið. Vinnureglur verði samræmdar þannig að öll félög og stofn- anir bregðist við á svipaðan hátt. Þeir sem gegna lykil- hlutverkum fái viðeigandi fræðslu og þjálfun. Fræðsla um einelti og aðferðir gegn því verði aukin þannig að öllum verði ljóst hvemig hægt sé að bregðast við. Síðast en ekki síst verður hvatt til sam- stöðu og sýnt fram á þann ávinning sem samfélagið allt hefur af því að stemma stigu við einelti. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33,230 Keflavík, s: 421 4411 UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfar- andi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hafnargata 34,0101, 26%, Keflavík, þingl. eig. Anna Jónína Guðmundsdóttir, gerð- arbeiðendur Islandsbanki hf, útibú 542 og Sparisjóðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 19. maí 1999 kl. 10:30. Heiðarbraut 29 0201, Kefla- vík, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Reykjanessbæjar, gerðarbeið- endur Ibúðalánasjóður og Vá- tryggingafélag Islands hf, mið- vikudaginn 19. maí 1999 kl. 10:00. - Hólmgarður 2c, 0106, geym- sla 0006 í kjallara og 0000 í sameign í kj. 4,29% af Hólmg. 2C og 1,96% af öllu húsinu, Keflavík. þingl. eig. Húsanes sf, gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Sparisjóðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 19. maí 1999 kl.10:15. Njarðargata 5,miðhæð og vesturhluti kjallara. Keflavík, þingl. eig. Halldóra Hall- dórsdóttir., gerðarbeiðendur Byko hf og Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 19. maí 1999 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 11. maí 1999. Jón Eysteinsson Söfuturn • Myndbanda leiga pTV\ av^óa9a affar spófur Hafnargötu 37a, Sími 421 6511 Efþú tekur 2 spólur máttu hafa þær í 2 daga Erum að taka upp fullt af ^nvjumvörum allarstærðir og gerðir ■ Leikfálag Keflavíkur: Stæltir stóðhestar í Þjóðleikhúsið Ákvörðun hefur verið tekin um að Stæltir stóðhestar, sýning Leikfélags Kefla- víkur sem hlotiö hefur ein- staklega góða aðsókn, verði sett upp á fjölum Þjóð- leikhússins þann 16. maí. Á hverju ári býðst nokkrum áhugaleikhúsum að koma sýningum sínum að hjá Þjóðleikhúsinu. Nefnd á vegum Þjóðleik- hússins sótti Leikfélag Kefla- víkur heim á dögunum og leist svo vel á að sýningin var valin úr hópi 12 áhugaleik- sýninga. Þetta er mikill heiður fyrir Leikfélag Keflavíkur og vonandi skella þeir Suður- nesjamenn sem enn hafa ekki séð sýninguna sér til Reykja- víkur, og sjá stóðhestana þar — fimmtudaginn 13. maí uppstigningardag kl. 12-18 HAGKAUP Njarðvík Njarðvík Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.