Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 9
Miðstöð símenntunar og Hitaveita Suðurnesja í samstarfi: Uppbvggingarkerti starfsmanna HS Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hef- ur verið að vinna til- raunaverkefni í samstarfi við Hita\eitu Suð- urnesja. Fvrsta áfanga MUS (Markvissrar u|)pbvggingar starfsnianna) er nú lokið en MUS er greiningartæki seni ætlað er að auka yfirsýn fvr- irtækja á færni starfs- manna, skort á færni þeirra og leiðir til úrbóta. MUS skipuleggur jafnframt menntun, þjálfun og annað sem lýtur að uppbvggingu starfsmanna. Stjórnendur og starfsmenn eiga þannig kost á að meta sjáltir þekk- ingar- og færniþörf fyrir- tækisins og skipuleggja má uppbyggingu hvers starfs- manns og heildaráætlun fyrirtækisins alls. Að loknu MUS verkefninu, sem byggt er á tíu einingum, standa fyrirtækin eftir með mark- miðssettar símenntunará- ætlanir fyrir hvern starfs- mann, heildarsýn yfir færni starfsmanna, nákvæmar starfslýsingar og markmið í símenntun fvrirtækisins. MUS keifið er ættað frá Dan- mörku, kallast þar SUM (Stra- tegisk Udvikling af Medar- bejdere) og þróun þess hófst 1992. Starfsmenntunarfélagið ákváð að setja þetta verkefni á laggimar og kanna hvort þessi aðferðafræði hentar íslensku atvinnulífi. I verkefnishópn- um eru: Oddný Harðardóttir frá Fjölbrautarskóla Suður- nesja, Gylfi Einarsson frá Fræðsluráði málmiðnaðarins, Jón Jóel Einarsson frá Iðn- tæknistofnun, Örlygur Karls- son ftá Fjölbrautarskóla Suð- urlands, Egill Guðmundsson hjá Iðnskólanum í Reykjavík og Jón Björn Skúlason hjá Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar. Þátttakendur í verkefni Hitaveitunnar og Miðstöðvar símenntunar. VF-mynd: hbb Löndun í Sandgerði á vordögum. Smábátarnir gæða haínirnar lífi eim fer fjölgandi þessa dagana trillunum á handfærunum sem halda út á hverjum morgni og koma heim um miðaftanbil, þ.e. er kvóti er til staðar. VF tók púlsinn á vigtarkörlum svæðisins sl. mánudag. „Þetta hefur ver- ið rólegt en trillurnar eru að týnast inn á hverjum degi. Nú eru um 20 smábátar á veiðum en þeim á eftir að fjölga. í gær komu aðeins inn 5-6 trillur með 800-1500 kíló hver“ sagði Kjartan Adolfsson í Grindavík. „Þetta er svona reytingur og handfæratrillunum fjölgar á hverjum degi. Það er ágætisfiskerí hjá troll- og snurvoðarbátum en margar línutrillurnar eru komnar í eynid og voleyði, búnar með kvótann. Þá er flutninga- skipið Green Scandia að taka hérna 1100 tonn af- dýrafóðri" sagði Guðmund- ur Einarsson í Sandgerði og bætti viö að veðrið væri líka allt annað þarna en í Reykjanesbæ. ísleifur Guð- leifsson á vigtinni í Ketlavík var ekki eins bjartur. „Hér er blankablíða en ekkert allt of mikið um að vera. Þetta er svona frekar dauft en þó ágætt hjá trillunum sein eru að koma með inn allt að 2 1/2 tonn enda fjölgar þeim hægt og rólega en tregt á netabátunum." STUTTAR Mávar skotnin fyrir 90 þúsund Bæjarstjóm Sandgerðis sanr- þykkti þann 20. apríl sl. að verja kr. 90.000,- til eyðingar á vargfugli jretta árið. LEIKFELflG KEFLflVíKPfi , f I Frumleikhúsinu 75. sýrting: Mibvikudaginn 12. maí kl. 21 16. sýning: Föstudaginn 14. maí kl. 21 jÞjóðleikhúsinu Sunnudaginn 16. maí kl. 20.30 Þýbing: Leikstjóri: Höfundar: Júlíus Guðmundsson Andrés Sigurvinsson Anthony McCarten Omar Olafsson Stephen Sinclair Miðapantanir í Þjóbleikhúsinu sími 551 1200 - 800 6160 Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.