Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 18
Keflavíkurkirkja Fimmtud. 13. maí. Uppstign- ingadagur. Kirkjudagur eldri borgara. Guðsþjónusta kl 14. Börn borin til skírnar. Eldri borgarar lesa lexíu og pistil. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Einar Öm Einarssson. Kaffiveitingar í Kirkjulundi í boði sóknarnefn- dar. Rúta fer frá Suðurgötu kl. 13.30 og ekið verður um Faxabraut og Hringbraut og sömu leið til baka eftir kaffið í Kirkjulundi. Keflavíkurkirkja Ytri-Njarðvíkurkirkja Fimmtud. 13. maí. Guðsþjón- usta uppstigningardag kl. 14. Kirkjudagur Aldraðra. Bam borið til skímar. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Kafft og kleinur að lokinni athöfn. Njarðvíkurkirkja Miðvikud. 19. maí. Foreldramorgunn kl. 10.30. í Safnaðarheimilinu Baldur Rafn Sigurðsson Aðalsafnaðarfundur Utskálasóknar. Verður haldinn mánudaginn 17. maí kl. 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfun- darstörf og önnur mál. Athygli er vakin á því að kynning og ákvörðun verður tekin um byg- gingu safnaðarheimilis. Sóknarfólk er hvatt til að mæta, taka þátt, tala og tjá sig um kirkjunnar mál. Sóknarnefnd Utskálakirkju. TÓNLISTARSKÓLI NJARÐVÍKUR Vortónleikar Þriðju, fjórðu og fimmtu vortónleikar skólans verða haldnir sem hér segir: Miðvikudaginn 12. maí kl.20.00 Almennir vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Fram koma m.a. nemendur Tölvudeildar. Fjölbreytt einleiks og samleiksatriði flutt a f nemendum og kennurum. Laugardaginn 15. maíkl.14.00 Almennir vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Fram koma m.a. Forskóli 1, nemendur Tölvudeildar auk hljóðfæra- og söngnemenda sem flytja fjölbreytta efnisskrá. Laugardaginn 15. maí kl.16.00 Almennir vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Fram koma m.a. Forskóli 2, nemendur Tölvudeildar auk fjölbreyttra einleiks og samleiksatriða. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill Skólaslit verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 18. maí kl.20.00 Geymið auglýsinguna Skólastjóri Frækinn Njarðvíkursigur Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Víðismenn í undanúr- slitum Suðumesjamótsins í knatt- spymu 3-2 í miklum ólátaleik þar sem einum úr hvom liði var sýnt rauða spjaldið. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Víðismann- inum Hlyni Jóhannssyni var vísað af leikvelli fyrir að verja með hendi fyrir opnu marki. Bjarni Sæmundsson skoraði úr vítinu og Garðbúar því marki undir og manni færri. Markaskorarinn mikli Grétar Einarsson jafnaði metin eftir hálftíma leik með góð- um skalla eftir hornspyrnu en Njarðvíkingar náðu forystunni aftur fyrir leikhlé með marki Sævar Eyjólfssonar eftir útspark markvarðarins Heiðars Þorsteins- sonar yfir alla Víðisvömina, 2-1 í hálfleik. Víðismenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og stjórnuðu leiknum en Njarðvtk- ingurinn Guðni Erlendsson kom sínu liði í 3-1 með góðu marki úr aukaspyrnu. Skömmu síðar var Bjarni Sæmundsson, Njarðvt'k- ingur, rekinn af leikvelli fyrir j háskaleik en þrátt fyrir mikla j pressu og aragrúa færa tókst Vt'ð- ismönnum ekki að koma knettin- um nema einu sinni í Njarðvíkur- markið og var þar að verki Kári Jónsson. Víðismenn kæra Óla Þór Knattspyrnumaðurinn góðkunni Óli Þór Magnússon gekk sköm- mu fyrir undanúrslitaleikinn í rað- I ir Njarðvfldnga úr Víði. Njarðvík- ingar fengu samþykki mótsstjóra fyrir því að Óli léki með liðinu en að leik loknum kærðu Víðismenn úrslit leiksins vegna þátttöku Óla Þórs. Gunnlaugur Hreinsson mótsstjóri sagði kæru Víðis- manna leiðindamál. „Það var gert samkomulag fyrir fimm árum síð- an um að æfingamót væri að ræða gagnvart félagaskiplum þó farið væri skv. reglum um leikbönn. 1997 vann Víðir Njarðvík 2-1 og þá var Njarðvíkingur í Víðislið- inu. Eg vona að Víðismenn sjái að sér og virði gert samkomulag um þessa hluti." Bláa lóns-mót í SandgerOi Golfklúbbur Sandgerðis heldur fyrsta Bláa Lónsmót sumarsins sunnudaginn 16. maí. Um er að ræða fyrsta hluta mótsins sem haldið er í samvinnu golfklúbbanna á Suðurnesjum, Hitaveitu Suðumesja og Bláa Lóns- ins. Glæsilegir ferðavinn- ingar f boði. Þátttökugjald er kr. 2.000 og skráning fer fram í síma 423-7802. \ DAVÍO &ÓNSS0N lék test f Etoni^-Top flite mótinu. Vinningshafar happdrættis knd. UMFIM nr. 4 nr. 164 nr. 5 nr. 447 nr. 6 nr. 430 Leikmenn knd. UMFN þakka veittan stuðning og vonast eftir að sjá sem flesta á vellinum í sumar. Þann 23. april sl. var dregið í happdrætti meistaraflokks UMFN. Vinningsnúmerin voru eftirfarandi: Vinningur: miði: nr. 1 nr. 310 nr. 2 nr. 325 nr. 3 nr. 160 S M W U G L V S 1 IM G ÓSKAST TIL LEIGU TILSÖLU ÝMISLEGT Hjálp ! er á götunni ! Mig vantar 2-3ja herb. íbúð strax á höfuðborgarsvæðinu eða Keflavík/Njarðvík. Er reyklaus og reglusamur 47 ára maður. Öruggar greiðslur, góð umgeng- ni. Uppl. í síma 698-7629. 3ja lierb. íbúð Starfsmaður Víkurfrétta óskar eftir að taka á leigu 3ja herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvík. | Greiðslugeta ca. 36 þús. með rafmagni og hita. Nánari uppl. í síma 898-2222. 38 ára karlmaður í góðri stöðu óskar eftir fbúð til leigu sem fyrst. Öruggum og skilvísum greiðslum og reglus- emi heitið. Upplýsingar í síma 898-2278. Einstaklings íbúð eða 2ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík/Njarðvík. Uppl. í síma 421-5849 eftir kl. 18. 4ra manna fjölskyldu j vantar húsnæði til leigu eða sölu, frá júlí. Má vera I Keflavlk, Innri eða Ytri Njarðvlk, eða Vogum, erum reyklaus. Vinsamlegast sendið svar til á Heiðarbrún 7, Keflavlk eða á tölvupósti til stefan.btehf@hotoffice.net. Silver cross barnavagn, göngugrind, rúmfbama og unglinga) sófasett ódýrt, gamall þurrkari. Uppl. í síma 421-5073 Ása. Góður og fallegur ísskápur 10 þús. Beiki borðstofuborð og 6 stólar ódýrt, barnafiðla 20 þús. Sfmókerruvagn 8 þús. Uppl. í síma 421-2163. Háglansandi hnotubrúnt þýskt píanó ásamt píanóstól. Verð aðeins 150 þús, 2ja ára gamalt. Einnig til sölu á sama stað glerborð vegna fluttninga. Uppl. í síma 568-3655 á kvöldin. Brio kerra vel með farin, hægt að snúa sæti við 20 þús., kostar ný 33 þús. Bamabílstóll með 5 punkta belti 1500,-Uppl. í síma 422- 7391. Lítið notuð Dolphin ryksuga og hreingemingarvél selst á hálfvirði. Uppl. í síma 421-4098. Honda MCX 50 árg. ‘83 í góðu lagi. Uppl. í síma 861-5304. Scndiþjónustan s/f Erum með borðbúnað og falleg vínglös, tilvalin í brúðkaup og útskriftarveislur. Vinsamlegast pantið tímanlega. Uppl. í síma 424-6742. Hopeless Romantic !! American, well-educated,43, young looking, slim, athletic, wants to meet a slim, Icelandic woman, 20 - 38, blond, non- smoker, with no kids. Passions in life...travel, reading, outdoor activities, theater, arts, and music. She will be my best friend, lover and partner in life. Interested in a serious relation- ship built on honesty, mutual respect, and ready to build a family and future in California. Let’s meet in Iceland this sum- mer. Email: ray779@hotmail.com OR write to Box 428,La Canada, CA91012.USA. TAPAÐ/FUNDIÐ Sá er tók svartan kvenmannsjakka í misgripum á Skothúsinu 8. maí síðastliðin, vinsamlegast skilið honum á Skrifstofu Víkurfrétta. S M AUGLYSING Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.