Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 19
íslandsmótið í knattspyrnu, Landssímadeildin hefst næsta þriðjudag: Grindavík fær Fram í heim- sókn en Keflavík fer í Víking ísland.smótið í knattspvrnu, Lands- símadeildin, hefst þriðjudaginn 18. maí nk. með leik KR og IA. Suður- nesjamenn eiga tvö lið í efstu deild og l'immtudaginn 20. maí kl. 20 heimsækja Kellvíkingar Víkinga á Laugardagsvöllinn en Grindvíking- ar fá Framara til Grindavíkur á sama tíma. VF tók púlsinn á þjálf- urum liðanna. KEFLAVÍK Mjög jafnt Sigurður Björgvinsson, þjálfari Keflvíkinga, sagðist hlakka til sumars- ins. „Eg held að tímabilið verði mjög jafnt og tel að ekkert lið slíti sig áber- andi frá hópnum, hvorki á toppnum né botninum. Liðin sem spáð er í botnbaráttuna, Grindavík, Breiðablik, Víkingur og Valur geta unnið öll hin liðin á góðum degi. Liðin sem margir telja topplið deildarinnar, KR, ÍA og ÍBV hafa ekki fengið ljósa mynda á leikmannahóp sem er ekki gott svo stuttu fyrir upphaf móts. Upphaf mótsins er gríðarlega mikilvægt þvf við leikum 4 leiki á 10 dögum og skiptir gengið í þeim leikj- um öllu máli. Þama erum við að tala um að 22-23% mótsins klárast á 10 dögum. Við leikum gegn Víking, Fram og Leiftur á útivelli og fáum Skaga- menn í heimsókn. Þau lið sem ná sem flestum stigunum í þessum darraða- dansi hafa byggt góðan grunn til að ná árangri. Hjá okkur eru allir heilir og margir ungu strákanna að banka dug- lega á byrjunarliðsdymar. Af öðmm liðum verður skemmtilegast að sjá til Leiftursliðsins en þeir hafa aldrei kom- ið eins sterkir undan vetri. Þá verður ÍBV með sterkt lið eins og KR og Skaginn. Annars tel ég jafnt mót okkur í hag auk þess sem skemmtanaígildið er miklu meira fyrir alla. Ég geri þá kröfu að Keflavíkurliðið verði stöðugt og engir öldudalir verði í leik liðsins í sumar. Samkeppnin innan liðsins er mikil og slegist um sæti í 16 manna hópnum., GRINDAVÍK Meiðsli Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindvíkinga, sagði stefnuna vera að gera betur en á síðasta tímabili. „Mér lýst ágæt- lega á mótið framundan. Við höfum átt í vand- ræðum með meiðsli. Gunnar Már Gunnarsson verður lík- legast ekkert með í sumar, Ólafur Ing- ólfsson og Bjöm Skúlason em nýfamir að skokka eftir læknisaðgerðir og Al- bert Sævarsson, markvörður, lék sinn fyrsta leik gegn Reynismönnum í fyrradag eftir axlarmeiðsl. Sökum fá- menns hóps er hver leikmaður lykil- maður og og meiðsl hafa því bein áhrif á getu liðsins." Munu Grindvíkingar reyna að styrkja lið sitt frekar m.t. til fámennisins? ,Já, ég á von á júgóslavneskum leik- j manni, Vorkabic að nafni, í vömina í | minn stað. Hann er 31 árs gamall og hefur m.a. leikið í Portúgal. Ef allt gengur upp kemur hann til landsins eftir 10daga.“ Hvemig lýst þér á hin liðin í deildinni? Landssímadeildin verður spennandi en líklegast tvískipt. Fimm lið munu berj- | ast um titlana og önnur 5 lið botninum. ÍBV og KR verða líklegast sterkustu liðin en Leiftur, Keflavík og Akranes koma þar á eftir. Við stefnum að þvi að gera betur en í fyrra. og tel ég það ágætis árangur að enda um miðja deild. Mikilvægt að ná stigum úr fyrstu leikjunum 4 sem leiknir verða á stuttum tíma. Davíð Jóns á tveimur undip pari Mótahald er koniið á fullt hjá Golfklúbbi Suðurnesja og Hólmsvöllur verður fallegri nieð degi hverjum. Tvö opin mót hafa verið haldin og var leikið á sumarflötum í þeim báðum. Etonic/Top-flite Opið golfmót Án forgjafar 1. DavíðJónsson GS70 2. Ólafur Þór Ágústsson GK70 3. HelgiBirkirÞórisson GK73 4-5. Guðmundur R. Hallgr.. GS 73 4-5. Sveinn Sigurbeigsson GK 73 Með forgjöf 1. GuðmundurJúníÁsgeirs GK 63 2. Ólafur Þór Ágústsson GK 66 3. Baldur Baldursson GKG 67 4. Þorsteinn Öm Gestsson GKG 68 5. Gísli Hall NK 68 6. Davíð Jónsson GS 68 Samvinnuferðir Landsvn Opið mót í Leiru l.StefánHarðarson GSE39p 2. Gunnar Þór Jóhannsson GS 38p 3. Stefán Guðjónsson GS 38p 4. Davíð Jónsson GS 37p 5. Bjöm Víkingur Skúlason GS 37p 6. -7. Hákon Svavarsson GR 36 6.-7. Guðjón Kjartansson GS 36 6.-7. Sigurður Jónsson GS 36 Verðlaunahafar í Samvinnuferða-mótinu með Kjartani Má Kjartanssyni frá SL. Opið Golfmót í Leiru á uppstigningardag á SUMARFLÖTUM. Styrktarmót fyrir afrekskylfinga GS. Punktamótmeð 7/8 forgjöf. Glæsileg verðlaun fyrir5efstu sætin og aukaverðlaun á ÖLLUM holum. Skráning ísima 4214100. Mótsgjald2.000 krónur. ttspyrnuunnendur athugid Sala árskorta er hafin Fyrir sanna stuðningsmenn er boðið uppá inngöngu í K-ið stuðningsmannakiúbb. Það kostar kr. 2.500,- á mánuði í eitt ár eða kr. 30.000,- staðgreitt. Sem meðlimur í K-ið Stuðnings- mannaklúbb verður viðkomandi virkur þátttakandi í uppbyggingu og starfi Knattspyrnudeildarinnar. Klúbbmeðlimir fá stuðnings- mannakort sem veitir handhafa ýmiskonar fríðindi m.a. gildir kortið inn á alla heimaleiki í Landsímadeildinni, sæti í stúku er byggja á sérstaklega fyrir meðlimi, aðgangsmiða á uppskeruhátíð, boðskort á uppákomur félagsins, aðgang að kaffiveitingum í hálfleik á heimaleikjum, fréttabréfi er sent er klúbbmeðlimum, matarveislum fyrir a.m.k. tvo heimaleiki mfl. og kortið gildirsem afsláttur hjá nokkrum velvöldum fyrirtækjum sem styrkja knattspyrnuna íKeflavík o.fl. Hin venujulegu árskort eru nú einnig til sölu og kosta þau kr.5.500,- og gilda þau á alla heimaleiki í Landsímadeildinni og eru þau án nokkurra fríðinda. Þeir sem hafa áhuga geta sett sig í samband við: Steinbjörn í síma 421 5388 og 698 5352 eða Einar í síma 861 2031 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.