Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.05.1999, Blaðsíða 10
Sjálfstæðis- menn ótvíræðir sigurvegarar Urslit alþingiskosn- inganna síðasta laugardag eru skýr skilaboð. Fólkið í landinu treystir Sjálfstæðistlokknum tii forystu í þjóðmálum. Sjálfstæðismenn liafa 40,7% kjósenda á bak við sig, Samfylkingin 26,8% og Framsókn 18,4 en Framsókn tap- aði 3 þingmönnum og 4,9% fylgi. Kjósendur í Reykjanes- kjördæmi sýndu kosning- unum minnstan áhuga landsmanna að undan- skildum sjálfum Reyk- víkingum en kjörsókn var 83,9%. Aðeins þrjár stjórnmálahreyfingar á Reykjanesi eignuðust þingmenn, Sjálfstæðis- flokkur 6, Samfylkingin 4 og Framsóknainokkurinn tvo. Segja má að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi liaft mann af þeint flokkum sem Samfylkinguna skip- aði en Framsóknarmenn héklu sínum þingmönn- unt |trátt 5% stiga fylgis- tap. Suðurnesjamenn geta gert tilkall til þriggja þingmanna af þeim 12 sem náð hlutu úr Reykja- neskjördæmi, Kristjáns Pálssonar (D), Sigríðar Jóhannesdóttur (S) og Hjálmars Arnasonar (B) sem stóð tæpast en segja má að hann Itafi komið inn nteð morgunkaffinu sl. sunnudagsmorgun, svo seint urðu úrslitin Ijós. Sjálfstæðismenn báru höfuð yfir herðar and- stæðingana í umdæminu með 44,7% fylgi, Sam- fylkingin 28,1%, Frarn- sókn 16%, Vinstri-Grænir 5,9% og Frjálslyndi flokkurinn 4,6%. Önnur framboö mældust ekki á Richter. Þetta er í síðasta sinn sem þau bæjarlélög sem stan- da að baki Reykjanes- kjördæmis kjósa saman því 2003 flytjast Hafnar- fjörður, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnar- nes í annað umdæmi og Reykjanesbær verður stærsti byggðarkjaminn í nýju Suðurlandskjör- dæmi. Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæðisflokks: Ahersla lögð á einföld skilaboð og hófsemi Kristján Pálsson, þing- maður, skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanes- kjördæmi og náði öruggri kosningu en D-listinn náði 6 inn á Reykjanesi. „Ég er mjög ánægður með úr- slit kosninganna. Þetta er mesti sigur Sjálfstæðisflokks- ins síðan 1974 og annarbesti árangur hans í Reykjanskjör- dæmi frá upphafl. Við vorum með breiðan hóp sterkra ein- staklinga af öllum svæðum kjördæmisins sem var sam- hljóma um áherslumar og trú- verðugur. Þá njótum við yfír- burða kröftugs formanns í Davíð." Nú varþað einkennandi hve Sjálfstœöisflokkurinn var ró- legur ífjölmiðlabaráttiinni. Hver er skýringin á því? „Við fengum orð í eyra hjá al- ntenningi vegna mikils aug- lýsingafargans í síðasta próf- kjöri. Akveðið var nú að legg- ja áherslu á ákveðin málefni, t.d. Reykjanesbrautina, og byggja á árangrinum sem náðst hefur í þjóðfélaginu, hagvextinum. kaupmættinum og fleiru. Áherslan var sett á einföld skilaboð og hófsemi í auglýsingunum, að vera sam- stíga og trúverðug. Almenn- ingur áttar sig alveg á því að það er ekki hægt að gera allt á sama tíma.“ Hvað um árangur annarra flokka? „Sá flokkur sem rak kosn- ingabaráttuna líkast okkur, Vinstri - grænir, kom mjög vel út en Samfylkingin og Fram- sókn ráku sig á að reyna að leysa hvers manns vanda í Kristján Pálsson alþingismadur og eiginkona hans, Sóiveig Halla, mættu á kjörstað í Njarðvík til að kjósa í alþingiskosningunum sl. iaugardag. VF-mynd: pket kosningabaráttu en kjósend- ur vita betur og urðu þessir flokkar fyrir vikið ekki trú- verðugir." Hvað er framundan í stjórn- armódum? „Það eru í raun margir mögu- leikar í stöðunni en áfram- haldandi samstarf við Fram- sókn verður skoðað fyrst.“ Eg get ekki sleppt þér án þess að spyrja jiig um nýtilkomna kauphœkkun alþingis- manna? „Alþingismenn voru lægst launaðir embættisntanna ríkis- ins og á alþingi þurfa menn góð laun vegna gríðarlegst kostnaðar sem starfmu fylgir. Þá snýst þetta einnig unt ímynd og vigt og samanburð- ur við aðra aðila stjómunar- stöðum má ekki gerajting- menn að kotungum. Eg vona að almenningur skilji að sam- anburður við annað launafólk ríkisins en embættismenn er ekki sanngjam þó svo að ég skilji fullvel að allir vilji betri laun. Sigríður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar: Minnkandi kjörsókn og úrslitin ollii vonbrigðum Sigríður Jóhannesdöttir skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar og komst örugglega á þing þrátt fyrir að árangur fylkingarinnar væri ekki í samræmi við væntingar. „Mér efst í huga er minnkandi kjörsókn Islendinga en góð kjörsókn hefur löngum verið aðall þjóðarinnar. Urslit kosn- inganna ollu mér talsverðum vonbrigðunt en þau vom í samræmi við síðustu skoðana- kannanir. Af einhverjum or- sökum réðust allir að okkur og eftir á að hyggja höfðum við of mörg jám í eldinunt. vomm of miklir hugsjónar- menn. Fyrir kosningar taldi ég 32% fylgi lágmark en útkom- an varð lakari. Annars var samstaðan á Suðumesjum sterk, kosningabaráttan skemmtileg og ég lagði mikla vinnu í hana. Hvert er mikilvœgi Suður- nesjajiingmannanna m.t.t. breyttrar kjördœmaskipun- ar? „Úrslitin vom ágæt að því leytinu, 3 þingmenn inni. Mér sé nauðsyn þess að byggja veg um nýja kjördæmið." Attu von á að verða áfram í stjórnarandstöðu ? „Við vomm nú að gera Frarn- sókn og Vinstri-Grænum ákveðið tilboð og spennandi að sjá hverjar undirtektimar verða.“ Hvaða skoðun liefur þú á launahœkkun jnngmanna skv. árskurði Kjaradóms? „Það hefur lengi verið talað um að hækka þyrfti laun al- þingismanna. Eg var ein af fáum aðilum sem hækkaði í launum við það að gerast þingmaður, komandi úr kenn- arastéttinni. Þingmenn hafa föst laun og fá t.d. ekkert greitt fyrir nefndarsetur o.sv.frv. Álagið er oft ótrúlegt og 16 klst. viðvemtími afar al- gengur. Bílabvottastöðin Grófínni 8 * munið sumartiLboðið! 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.