Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 6
Oarleiðtoqar Hitaveita Suðurnesja Brekkustíg 36 - Sími 422 5200 Atvinna Hitaveita Suðurnesja óskar eftir að ráða í eftirtalin störf Rafvirkja, rafveituvirkja í rafmagnsdeild Helstu þættir starfsins eru medal annars vinna við: *viðhald og viðgerðir á dreifikerfi, línur og götulagnir, *nýlagnir, tengingar og frágang, *liðavernd, álagsstýrikerfi og uppsetningu liða, *eftirlit og umsjón á verktökum. Pípulagningarmann, vélvirkja eða starfsmann með sambæri- lega iðnmenntun í vatnsdeild Helstu þættir starfsins eru meðal annars vinna við: *viðhald og eftirlit á dreifikerfi utan sem innandyra, brunnum, miðlunargeymum og aðveituæðum, *tengingu nýrra lagna við dreifikerfið, *smíði og uppsetningu á hitaveitugrindum, *eftirlit og bilanaþjónustu vegna hitaveitugrinda. Launakjör eru samkvæmt samningi Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, sími 422 5200 og skulu umsóknir berast þan- gað eigi síðar en 9. júlí 1999. Bryndís, sem er 18 ára nemi á Félagsfræðibraut F.S, sagðist í viðtali við VF lielst hafa hald- ið að hún hefði nú gert eitt- hvað af sér þegar Olafur Jón, skólameistari, kom í heim- sókn í kennslustofuna og til- kynnti henni að hún hefði ver- ið valin til þátttöku á ofan- greindri ráðstefnu. „Þegar skólameistari kemur í miðri kennslustund og vill hafa tal af manni er fyrsta hugsunum „Hvað hef ég nú gert af méf“ svo það var ánægjuleg til- breyting að fá góðar fréttir á slíkri stundu.“ Á hvers vegum er þessi ráð- stefna og uni hvað fjallar liún'? „Samtökin Congressional Youth Leadership Counsil standa fyrir ráðstefnunni en þau voru stofnuðl985 og eru með bækistöðvar í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C. Markmið samtakanna er að veita útvöldum ungmenn- um betri innsýn í hlutverk þeirra í mótun framtíðarinnar og að hlúa að leiðtogahæfi- leikum þeirra. Áherslan eru öll á heimsmálefhi, efnahags- mál, alþjóðasamskipti, lög og mannréttindi, utanríkisstefnur þjóðanna, frið og öryggi. Þátt- takendur era 350 frá 30 lönd- um, bandarískir að meirihluta Keflavíkurmœrin Biyndís Jóna Magnúsdóttir hef- ur verið valin f.h. Fjölbrautarskóla Suðurnesja til að verða ein 5 íslenskra ungmenna ó róðstefnu ungra leiðtoga ó heimsvísu (Global Young Leaders Conference) sem hefst íWashington D.C íBanda- ríkjunum 28.júni nk. og verður þeim skipt niður í hópa sem fá ýmis verkefni til úrlausnar. Þá hefur okkur ver- ið uppálagt að taka til nánari athugunar einhvern leiðtoga og kynna störf hans á þinginu. Ég hef hugsað mér að fjalla um sjálfstæðisbaráttumann okkar Islendinga, Jón Sigurðs- son, en ég dáist að verkum hans og dugnaði." Hverjir eru samkvæmt þessu framtíðarleiðtogar Is- lendinga? „Það vill svo til að hópurinn samanstendur af 4 stúlkum og einum pilti. Ég kem frá F.S, stúlkur trá Kvennaskólanum í Reykjavík, Flensborg og Borgarholtsskóla en strákur- inn kemur Ifá Verslunarskóla Islands." Nú er þetta mikið ferðalag og eflaust ekki ókevpis. Borga samtökin fvrir öll herlegheitin? „Ekki er það svo gott. Allt batteríið kostar hvem og einn svona um 200 þúsund. Banda- ríkjamenn eru að auki afar formlegir svo þama verða allir uppstrílaðir í drögtum, kjólum og jakkafötum. Bæði mennta- máia- og utanríkisráðuneytið hafa stutt við bakið á okkur en betur má ef duga skal og leita ég enn, með aðstoð Ólafs skólameistara, frekari styrk- veitinga." Nú hlýtur svona útnefning að ýta aðeins á sjálfsálitið. Sérðu sjálfan þig seni næsta leiðtoga hins frjálsa heims? „Mér finnst mikill heiður að fá að taka þátt í þessu verk- efni. Ráðstefnan er mjög veg- leg og eftir 5 daga í Was- hington verður haldið til New York þar sem alþjóðabankinn, Sameinuðu Þjóðimar og Wall Street verða heimsótt og fyrir- lestrar haldnir. Eflaust verða á þessari ráðstefnu einhverjir sem segjast stefna að því að verða forsetar Bandaríkjanna, þannig er það bara í þessu mikla forsetaveldi. Sjálf verð ég að segja að þetta er tví- mælalaust fínn pappír í reynslumöppuna. Markmiðið hjá mér er fyrst og fremst að klára félagsfræðibrautina frá FS og fara síðan í háskólanám í fjölmiðlafræði, helst á Englandi.“ Hvers vegna á Englandi? „Unnusti minn, Jóhann B. Guðmundsson, er knatt- spyrnumaður hjá Watford á Englandi. Það er draumurinn að geta farið og lært hjá hon- unt í Englandi." Vatnsleysustrandarhreppur Utboð Vatnsleysustrandarhreppur óskar eftir tilboðum í verkið „Stóru-Vogaskóli - málun og viðgerðir utanhúss" Verkið felst í viðgerðum á eldri byggingu skólans og málun á öllum skólanum. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu hreppsins að Iðndal 2, Vogum, frá og með 18. júní n.k. gegn 5.000.- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð, á sama stað, þriðjudaginn 29. júní 1999 kl. 11. Sveitastjóri. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.