Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 15
Sameinaðir sigrum vér Margir spáðu því þegar sam- þykkt var að sameina sveitarfé- lögin Keflavík og Njarðvík að þess yrði skammt að bíða að íþróttadeildimar yrðu samein- uðar líka. I þeim efnum var talið ólíklegast að sameinast yrði í köifunni þar sem bæði Njarðvík og Keflavík voru með topplið og börðust undantekningalaust um æðstu vegtyllur sportsins. Fimm árum síðar er sameining þessara liða staðreynd, um þátt- töku í Evrópukeppni félagsliða a.m.k. Bæjarráð Reykjanesbæj- ar samþykkti þann 9. júní sl. að styðja framtakið um 950 þús- und krónur en hið sameiginlega lið mun að keppa undir merkj- um Reykjanesbæjar. Gunnar Þorðvarðarson, formaður kkd. Njarðvikur, sagði þetta mál hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Pétur Hrafn, framkv.stj. KKÍ, skaut þessari hugmynd að okk- ur forráðamönnum deildanna hér eftir ferð landsliðsins til Sló- veníu og okkur ieist bara vel. Við könnuðum málið og komumst að því þetta var hægt gagnvart FIBA og KKÍ. Liðin koma úr sama bæjarfélaginu og keppa undir merkjum sama íþróttabandalags. Þetta eru bestu lið landsins, með flesta landsliðsmennina og bestu um- gjörðina. Eg lít svo á að þama séum við að stíga framfarar- skref fyrir körfuna í landinu.“ Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagðist ekki geta annað en verið ánægður. Þetta er frábært ífam- tak og sýnir þroska forráða- manna UMFN og Keflavíkur að geta sameinast á þennan hátt undir merkjum Reykjanesbæjar og styrkt vonir Islendinga um góðan árangur í alþjóðakeppni í körfubolta. Ég segi það bara að sá sem hefði spáð þessu 1994 þegar bæjarfélögin sameinuðust hefði verið ekki verið álitinn merkilegur spámaður." Sterkara en landsliðið Lið búið til úr bestu leikmönn- um Keflvíkinga og Njarðvík- inga og tveimur sterkum Bandaríkjamönnum yrði líkleg- ast sterkara en landsliðið, í.þ.m. erfiðara að komast í lið. Mögu- legt lið Reykjanesbæjar í næstu Evrópukeppni gæti litið svona út: Falur Harðarson Friðrik Ragnarsson Hjörtur Harðarson Teitur Orlygsson Gunnar Einarsson Hermann Hauksson Guðjón Skúlason Páll Kristinsson Fannar Ólafsson Friðrik Stefánsson Birgir Birgisson Örlygur Sturluson Við þennan 12 manna hóp bætt- ust síðan erlendir leikmenn lið- VF - SPORT netfang: jak@vf.is Þrjár af Suðurnesjum í U-20 Undir 20 ára landslið kvenna í körfuknattleik flaug til Kaup- mannahafnar í gær til keppni í Norðurlandamótinu Polar cup. Þrjár stúlkur af Suðurnesjum eru í liðinu, ein frá hverju fé- lagi. Marín Karlsdóttir f.h. Keflvfkinga, Eva Stefánsdóttir Njarðvíkingur og Sólveig Gunnlaugsdóttir úr Grindavík en ÍR-ingai' eru atkvæðamestir, eiga sex leikmenn í hópnum. Grindavíkurmeyjar lágu Grindavíkurmeyjar lágu 0-6 gegn meistaraliði KR í Grinda- vík en eru þrátt fyrir markatöl- una 2-27 og 0 stig ekki neðstar því Fjölnisstúlkur úr Grafarvog- inum eru með markatöluna 1- 26 og sama stigafjölda. Hlýmr að vera talsverð tilhlökkun í innbyrðisleik liðanna meðal grindvískra fótknattleiksmeyja. Stefna fram sameinuðu liöi Kvennadeildir Keflvíkinga, Reynismanna og Víðis í knatt- spyrnu hafa sameinast um að tefla fram sameiginlegu liði undir merkinu RKV en bæði Reynismenn og Keflvíkingar hafa þurft að upplifa að leggja deildimar niður eftir að hafa komist í úrvalsdeild kvenna. RKV-liðið, sem leikur jafnan heimaleikina í Keflavík, hefur það sem af er unnið, tapað og gert jafntefli en 3. umferðir hafa verið leiknar. Þá er liðið enn í bikarkeppninni eftir 7-5 sigur gegn Selfyssingum í framleng- ingu. Burst hjá Njarðvíkingum Njarðvíkingar burstuðu Þrótt Vogum 2-8 á útivelli sl. föstu- dag. Njarðvíkingar fengu þrjú mörkin hvor frá Óla Þór Magn- ússyni og Sævari Eyjólfssyni og Högni Þórðarson skoraði 2. Þróttarar eru að fá á sig rúmlega 5 mörk að meðaltali á leik og sitja nú sem fastast í botnsæti riðilsins. Reynismenn skiluðu GG mönnum í annað neðsta sæti riðilsins 4-1 sama kvöld. GG menn em trúir nafngiftinni og fá á sig skolla í hveijum leik þessa dagana nema á þessum par-fimm Ieikjum gegn topplið- Leikið á föstudag Njarðvík og Reynir reyna fyrir sér á Njarðvíkurvelli, GG tekur á móti Bruna og þróttlausir Þróttarar mæta Víkingum á Ólafsfjarðarvelli. Allir leikimir heljast kl. 20. Víðismenn að missa flugið Eftir frábæra byrjun hafa Víðis- menn lækkað flugið aðeins og komu niður í heiðhvolfið í síð- ustu viku eftir 0-2 tapleik gegn Fylkismönnum á heimavelli. í kvöld fá þeir tækifæri til að leg- gja úrvalsdeildarliðið Víkinga í bikarnum en stóru Suður- nesjaliðin Keflavík og Grinda- vík hafa aðeins náð að kreista eitt stig af Víkingum það sem af er. A laugardag sækja þeir síðan FH-inga heim í deildinni en mikilvægt er ná ásættanlegri lofthæð aftur áður en málm- þreyta sest í Víðisþotuna. Njardvíkingar höfðu ekki erindi sem erfiði í úrvalsdeildarlið Skagamanna í gærkveldi. Coca-Cola hikarinu Njarðvfkingar hölðu ekki er- indi sem crliði í úivalsdeild- arlið Skagamanna í gærkvel- di. Skagamenn stjórnuðu lciknum og þrátt l'yrir mikinn baráttuvilja okkar manna skoraði IA 2 mörk í hvomm hállleik og unnu 0-4. Njarð- víkingar fengu góð mark- tækifæri og víst er að einhver þeirra hefur bitið í koddann sinn í gæmólt. Leikiö í kviild og á Þjóöhá- tíðardeginum sjálfum Víðismenn l'á Víkingu í hcimsókn á Garðsvöllinn í kvcild á meðan Kellvíkingar reyna að hefna lyrir ná- granna sína Njarðvíkinga og leggja ÍA 23 á Akranesi. A morgun, 17. júní, leika Grindvíkingar gegn Fram 23 á Franivellinum kl. 16. Seint í rassinn gripið Keflvíkingar vom heppnir að ná stigi á heimavelli gegn botnliði Valsmanna sl. laugar- dag. Þeir misstu 2-1 forskot niður í 2-4 skotgröf áður en Kristjáni Brooks og Marco Tanasic tókst að bjarga stigi með sínu markinu hvor á lokakaflanum. Valsmenn voru óheppnir að skora ekki í upp- haft fyrri hálfleiks og það var nokkuð gegn gangi leiksins þegar Keflvíkingar komust yfir með skallamarki Karls Finnbogasonar. Valsmenn létu það ekki á sig fá og jöfnuðu eftir mikið fum og faut í víta- teig heimamanna. Kristján Brooks kom síðan Keflvík- ingum aftur yfir fyrir hálfleik með glæsilegum skalla eftir eitraða sendingu Ragnars Steinarssonar inn á teiginn. Þegar skammt var liðið á sein- ni hálfleik gaf Bjarki Guð- mundsson markvörður Vals- mönnum vítaspymu með einu af sínu „straujum'ann" út- hlaupum gegn öldungnum Arnóri sem var á leið frá markinu. Arnór vaknaði við þetta af dvalanum og skoraði strax aftur með góðu vinstri fótar skoti og kórónaði síðan skömm Keflavíkurvamarinnar með því að stinga unglinginn Hjört Fjeldsted af á sprettin- um og skila boltanum örugg- lega framhjá Bjarka í mark- Grindvíkingar ná alltaf stigi á Laugardagsvelli Grindvíkingar sóttu Víkinga heim og náðu í eitt stig í sarp- inn þó tæpt hafi staðið á. Þrátt fyrir að Grindvíkingar væru betra liðið framan af þá skil- uðu færin sér ekki í netið og þeir lentu marki undir eftir ítalska flugferð eins Víkings- ins á 72 mín. en Sumarliði Arnason skoraði úr vítinu. Þrautseigja grindvískra skilaði sér skömmu fyrir leikslok er besti leikmaður liðsins, Grétar Hjartarson, skallaði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Hefð er fyrir því að Grindvíkingar nái stigi á Laugardagsvellinum og geta þeir vel við unað að þessu sinni.. 'é athugió. er 19. júní kl. 11 Sjá nánar í fréttatilkynningu IÞROTTIR FYRIRALLA inu. Kristján Brooks og Ragn- ar Steinarsson léku vel fyrir heimamenn en þar með er hrósið uppurið. Eysteinn Hauksson var arfaslakur (haugarfaslakur), markvörður- inn Bjarki mætti fletta upp orðinu „tækni“ í orðabók og það virðist hreinlega vanta sprettgfrinn í „bjargvættinn" Þórarinn. Fyrsta deildarmark Karls Finnboga Þegar Karl Finnbogason, bak- vörður Keflvíkinga, skoraði mark á 20 mín. gegn Vals- mönnum eyðilagði hann ein- faldan útreikning á mörkum Karls per leik. Þetta var nefni- lega fyrsta mark hans í 92 leikjum í efstu deild. Til að I aðstoða áhangendur liðsins þá upplýsir VF hér með að markahlutfall Karls breyttist úr 0,00 ntörk á leik í 0,0109 mörk á leik. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.