Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 14
GWSLUKOmÞJÓMTA mgar TIL SÖLU Svefnsófi kr. 5000,- Tölva Tulip 486, 4 ára gömul, ritvinnsluforrit og módem fylgir kr. 100.000.- A sama stað er óskað eftir Trivial Pursuit, ljósbláu. Uppl. í síma 421-6302. Daihatsu Charade árg '88 skoðaður ‘00, í þokkanlegu standi. Staðgreiðsluverð 45 þús. Uppl. í síma 562-7103 eftir kl. 18. Silver Cross barnavagn lítið notaður í mjög góðu standi. Uppl. ísíma 421-5297 frákl. 14-19. Erla. Barnakerra og reiðhjól Brio barnakerra mjög vel með farin, hægt að snúa sæti við, regnslá fylgir. 22“ reiðhjól 6 gt'ra 3.500.- 24“ reiðhjól 18 gíra 3.500.- Uppl. í síma 422- 7391 og 898-6291. Létt Kolcraft barnakerra ný ónotuð. Uppl. í síma 421- 3842. Stór aremískur ísskápur 120W með straumbreyti, gott verð. H160 x D80 x B64. Uppl. T síma 426-7972 og 426-8720. Sófasett 2+1 með leðuráklæði. Uppl. í síma 421-6072. Antik, antik, antik þessi ofn er engu líkur, hann ntundi sóma sér vel í hvaða stofu eða sumarbú- stað. Uppl. í síma 421-6515 eftir kl. 19. Subaru 4x4 ‘90 góður bíll. Verð 250 þús. staðgr. og Bronco II '84 breyttur bíll. Uppl. í síma 421-3917 og 891- 9417. ÓSKAST Vel með farin göngugrind fyrir lítið á sama stað er óskað eftir þrifum í heimahúsum, er vön. Uppl. í síma 421-5752. ÓSKAST TIL LEIGU 2-3ja herb. íbóð óskast í Reykjanesbæ sem fyrst. Uppl. í síma 862 5293 Einstaklings eða 2ja herb. íbúð f Reykjanes- bæ. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. t' síma 861-0319 eftir kl. 19. Jóhann. Kona með 2 börn óskar eftir íbúð á leigu. Uppl. í síma 421-2716. 75% öryrki óskar eftir 2ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 421-6072. Oska eftir að taka á leigu eða kaupa 150-300 ferm. iðnaðarhúsnæði sem gefum möguleika á íbúð á efri hæð. Uppl. í síma 421-3917 og 891- 9417 2ja herb. íbúð I Keflavík eða Njarðvík. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 863-3432. Þorsteinn. TIL LEIGU 2ja hcrb. íbúð í góðu standi í Kefiavík, laus 1. júlí. Uppl. í síma 421-2160 og (421-2533) 2ja herb. íbúð er laus nú þegar. Uppl. í síma 421-2974. ÝMISLEGT Nýtt, nýtt okkar markmið er árangur, 98% árangur í megrun. Mikill stuðn- ingur, lækkað verð. Hafið sam- band í st'ma 895-5695. Nýtt, nýtt í megrun komdu þér í lag fyrir 200 kall á dag. Uppl. í síma 898-3025. Ema Pálmey Einarsdóttir. Fastar æfingar í Trapp og Dobultrapp eru byr- jaðar, þær eru á mánudögum frá kl. 19-21 og á laugardögum frá kl. 14-16. Stjórnin. Viltu missa kíló, þ.vngja þig eða bæta heilsuna, núna er rétti tíminn með frábæru vörunni okkar hún kostar þig aðeins 290kr á dag. Hringdu og fáðu uppl. í síma 861-2962. ÞJÓNUSTA Pakmálun! Gerum tilboð í málun á þökum og stærri skemmur. Uppl. I síma 869-4900. Leigjum út fallegan borðbúnað. Tvö árituð kampavínsglös fylgja allri útleigu fyrir brúðkaup. Tilboðið gildir í júlímánuði. vinsamleg- ast pantið tímanlega. Sendi- þjónustan s/f sími 424-6742. Móðuhreinsun góð og fljótleg leið að losna við móðu á milli glerja fyrir heimili og fyrirtæki. Uppl. I síma 899- 4665. BARNAPÖSSUN Oska eftir stelpu á aldrinum 13-16 ára til að passa tvær stelpur 4ra og 5 ára ca tvo daga aðra vikuna og þrjá daga hinavikuna í 5 vikur. Uppl. í síma 421-1319 eftir kl. 19. Pessir snyllingar Lína Þóra Gestsdóttir og Kristinn Friðbjörn Ásgeirsson eiga nú 40 ára brúðkaupsafmæli þann 17. júní. Á þessum 40 árum befur þeim hlotnast 4 villingar, fjöldi barnabarna og blóm- strandi hamingja. Til hamingju elsku mamma, pabbi, tengdó, amma og afi.. Kær kveðja 4 x villingar, tengdabörn og barnabörn. Svar til Helga M. Guðbjartssonar Ágæti Helgi. Eg þakka áskorunina í síðasta blaði Víkurfrétta. Þér og öðrum til upplýsinga hef ég skoðað körfuboltavöllinn fyrir neðan Njarðvíkurskóla bæði í fyrra og nú í sumar. Eg er þér sammála að völlurinn er ekki í góðu standi. Á fjárhagsáætlun 1999 var veitt 1.000.000,-kr til að lagfæra körfubolta og sparkvelli í bænum þar á meðal þennan. Ábyrgð á fjárveitingum og framkvæmd hefur íþrótta- & tómstundafulltrúi Stefán Bjarkason sem er til húsa að Hafnargötu 57, sími 421 6700, þangað skalt þú leita upplýsinga eð fá hann á kör- fuboltavöllinn til skrafs og ráðagerða. Bestu kveOjur, Ellert Eiríksson bœjarstjóri P.s. Eg get ekkert í körfubol- ta og hef aldrei getað, völl- urinn er ekkert betri fyrir það. KIRKJA Keflavíkurkirkja Fimmtud. 17. júní. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 12.30, sameig- inleg fyrir Reykjanesbæ. Ný- stúdentamir Brynhildur og Gunnhildur Þórðardætur lesa lexíu og pistil. Lilja. G. Hall- grímsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Skátar t' Reykjanesbæ aðstoða og bera þjóðfánann úr kirkju í lok athafnar. Skrúð- ganga fer frá kirkjunni um kl. 13.20. Arnað heilla. Arna Björk Hjör- leifsdóttir og Högni Sturluson Brekkubraut 5, Keflavík, verða gefin saman í hjónaband kl. 15. Keflavíkurkirkja Grindavíkurkirkja Fimmtud. 17. júní. Guðs- þjónusta kl. 13. í Grindavíkur- kirkju. Organisti Öm Falkner. Sr. Kristin Þórunn Tómasd. Staðardagskrá 213. grein: Hvað helup veríð gert og hvað getur þu gert? Undanfarnar vikur hafa fjórir vinnuhópar, skipaðir almenn- ingi og fulltrúum nokkurra aðila, unnið að úttekt á núverandi stöðu í nokkrum málaflokkum í Reykjanesbæ. Má þar nefna holræsi og fráveitumál, umferð og flut- ninga, úrgang frá heimilum og fyrirtækjum, auðlindanotkun, náttúrumengun, gæði neyslu- vams, skipulagsmál, hávaða og loftmengun, menningarminjar og náttúruvernd, umhverfis- fræðslu í skólum, neyslumyn- stur og lífstíl og opinber innkaup svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöður hópanna liggja nú íyrir. Næsta skref er að setja sér markmið í málaflokkunum og síðan framkvæmdaáætlun. Þegar þeirri vinnu lýkur næsta vetur verða málið kynnt í heild opinberlega. En hvað getur hinn almenni bæjarbúi gert til þess að leggja málinu lið? Með því að leiða hugann að neysluvenjum og umgengni við umhverfið má laga mjög margt. Nú þegar eru margir byrjaðir að flokka sorp með því að setja dagblöð, mjólkurfemur og annan pappír í sérstaka gáma við stórmarkaði, gler, plast og dósir í endurvinnsluna og garðúrgang í safnkassa. Hvaða vit er í því að henda garðúrgangi, sem á 2-3 árum breytist í fyrsta flokks gróðurmold, í sorptunnuna og kaupa svo gróðurmold í garðinn? Með því að flokka sorp með þessum hætti er ekki aðeins verið að minnka það sorp sem fer til brennslu heldur einnig verið að spara stórfé. Því er fyrsta skreftð að fólk hefji nú þegar að flokka sitt heimilis- sorp með þessum hætti. Næsta skref er að koma sér upp sérstökum safnkassa fyrir lífrænt sorp s.s. matarafganga því á nokkmm misserum brom- ar sá úrgangur niður og verður að ágætis áburði. Einnig mætti benda fólki á að skilja umbúðir, s.s. pappakassa og plast, utan af ýsmum vörum, eftir hjá selj- anda. Ágæti lesandi. Hugsaðu þér hvað myndi gerast ef allir sem kaupa sjónvarp myndu skilja kassana eftir hjá kaupmann- inum. Ætli liði langur tími þar til hann færi að gera þá kröfu til heildsalans að hann ntinnkaði umbúðirnar, sem síðan bæði framleiðandann um að gera slíkt hið sama. Hvað með pizzukassana? Af hverju ekki að biðja pizzasendilinn, næst þegar þú pantar pizzu, um að bíða rétt á meðan þú tekur hana úr kassanum og athenda honum síðan tómann kassann og biðja hann um að farga honum. Það liði ekki að löngu þar til pizza- staðir tækju upp á því að af- henda pizzur í fjölnota umbúðum þ.e. einhvers konar hitakössum. Síðast en ekki síst gæti verið mjög gagnlegt fyrir vini og kunningja að ræða neysluvenjur sínar og sinna fjölskyldna með það að mark- miði að gera betur. Reyndar hafa nágrannalöndin útbúið sérstakt námsefni sem ætlað er að nota í litlum umræðuhópum og ætlunin er að þýða og staðfæra það efni nú á næstu mánuðum hér á landi. í framhaldi af því mætti hugsa sér að í stað þess að bjóða vinum og vinkonum heim til þess að kynna þeim plastílát eða ryksugur væri umr- æðuefnið umhverfismál og neysluvenjur. Mikið væri fóðlegt að sjá hvað kænti út úr því? Meira síðar. KveÖja Kjartan Már Kjartansson. Jesús Krístur er svarið Samkoma öll fimmtudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Bæna og lofgjörðarsamkoma sunnudaga kl. ll.OO. Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. VEFSIÐA: www.gospel.is 14 Víkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.