Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 09.09.1999, Síða 9

Víkurfréttir - 09.09.1999, Síða 9
Stofnfjarutboð Sparisjóðsins: „Einstakt tækifæri fyrir Suðurnesjamenn" Sparisjóðurinn í Kefla- vík hefur fengið heim- ild til almenns útboðs á stofnfjárhlutabréfum sparisjóðsins og hyggst bjóða almenningi og fyrir- tækjum 105 milljónir til kaups. Hvert stofnfjárbréf er 150 þúsund að nafnverði en skv. endurmati stendur hluturinn í kr. 173.521. Víkurfréttir tóku Geirmund Kristinsson sparisjóðsstjóra í stutt spjall: Hvers vegna er Sparisjóð- urinn að auka hlutafé sitt? „Sparisjóðurinn er einfaldlega að gera það sama og önnur hlutafélög gera með stofn- fjáraukningu, styrkja stöðu sína. Við sóttum um undan- þágu og fengum, að ég held fyrstir sparisjóða, heimild til að auka stofnfé bankans með þessum hætti." Hvernig hagnast hinn al- menni borgari á kaupuin á stofnfjárhlut í Spari- sjóðinum Keflavíkur? „Einn stofnfjárhlutur (150.000) nýtist einstaklingi til skattafrádráttar og tveir hjónum. Arður og endurmat stofnfjár 1998 nam 9,31% sem er samsvarandi u.þ.b 10% vöxtum og miðað við 6 mánaða uppgjör þessa árs er allt útlit fyrir að ekki verði um minni arð að ræða 1999. Þá er geysilegt öryggi fólgið í endurmati stofnfjár sem lögum skv. ber að gera um hver áramót og samsvarar því sem næst verðtryggingu." Hvernig fer útboðið fram og hvernig sækir fólk um kaup á stofnfjárhlut? „Þeir aðilar sem þegar eiga hlut í sparisjóðnum eiga forkaupsrétt og rennur frestur þeirra út á morgun, föstudag. Þá þegar getur almenningur og fyrirtæki á Suðurnesjum sem annars staðar skráð sig fyrir stofnfjárhlut. Þjónustu- fulltrúar sparisjóðsins munu aðstoða þá sem vilja skrá sig fyrir stofnfjárhlut og býður I sparisjóðurinn fram aðstoð sína við kaupin með lánveit- ingu til allt að tveggja ára.“ Attu von á því að Suður- nesjamenn fjárfesti fvrir 105 milljónir í Sparisjóði Kefla\íkur? „Sparisjóðurinn í Keflavík liefur alltaf átt nægjanlegt stofnfé og ég geri fullkomlega ráð fyrir að Suðumesjamenn nýti sér þetta einstaka tækifæri til fjárfestingar í eigin sparisjóði og hefji þátttöku í rekstri hans. Stofnfjárhlutabréf veitir eiganda þess rétt á að sækja aðalfundi sparisjóðsins og atkvæðarétt á þeim fun- dum.“ Hvað er stofnfjárhlutabréf: Stofnafjárhlutabréf eru ekki háð markaðssveiflum en gefa góða ávöxtun og eru því væn- legur kostur fyrir langtímafjár- festa. Þau eru bundin við nafn og er sala og annað framsal þeirra óheimilt án heimildar stjómar. Sparisjóðnum er þó skylt að hafa milligöngu um sölu eða innlausn stofnfjárhlu- ta óski stofnfjáraðili að selja hlut sinn. Endurmat og verðtrygging: Til þess að staða stofn- fjáreiganda rýrni ekki er sparisjóðnum heimilt að endunnea stofnfé sjóðsins og greiða inn á stofnfjárreikninga stofnfjáreigenda. Við þetta endurmat er höfð hliðsjón af verðlagsbreytingum og stöðu eigin fjár sparisjóðsins. Fjármagnstekju- skatturinn er 10% Vaxtatekjur af stofnfjárbréfum bera 10% fjármagnstekjuskatt eins og aðrar vaxtatekjur. Stofnfjárbréf ber að telja fram sem eign en eru ekki eignarskattskyld ef samanlögð hlutafjáreign, stofnfjáreign og bankainnistæður eru ekki hærri en kr. 1.260.108 hjá ein- staklingum og kr. 2.520.216 hjá hjónum. TIMARIT VIKURFRETTA Ódviasta tnTl Aðeins Meðal efnis í TVF Tvíburaforeldrar á Suðurnesjum Davíð Ólafsson syngur alls staðar jafn vel Búa og fljúga saman Nýmaþeginn Halldóra á leið í Fjölbraut Tobba málar af tilfinningu Álfaland á Hraunsveginum Formaður GS meðal þeirra bestu Lækurinn úr Sandgerði rennur upp á við! Camilla og hestarnir Hafdís og kettirnir hennar Chitty-Chitty Bang Bang til Keflavíkur? Á Júmbóþotu að sækja hamborgara! Erlingur Jónsson á æskuslóðum Þrír ættliðir með mótorhjóladellu Keflvískir landnemar í Ameríku Klúbbur '99 á Mallorca Steinþór hótelstjóri vill lýsa upp Bergið Fótboltinn og Reykjaneshöllin Smíðar draumaheima í Ameríku Hottustu flugvélarnar Dóra Einars og fatnaðurinn frá Mangó Nýbúarnir í Rockville heimsóttir Háseyla 11 endurheimt í rúst Mannlif, sól og sæla á Benidorm Hott brúðkaup á Suðumesjum Mick Jagger slapp af Suðurnesjum Verðlaunakrossgáta Á blaðsölustöðum strax í fyrramátið! Haustferð 4x4 ferðaáhugafólk - jeppaeigendur á Suðurnesjum. Helgina 18-19 september verður farið um Fjallabaksleið Syörif áhugaverðir staðir skoðaðir undir leiðsögn, gist verður í Álftavatnsskála fært öllum jeppum og fjölskyldum. Allir velkomnir. Skráning í símum 896 1750 og 421 5783 helgina 10-12 september. Ferðaklúbburinn 4x4 Suðurnesjadeild. V íkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.