Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 30.09.1999, Síða 6

Víkurfréttir - 30.09.1999, Síða 6
undin. „Ég hef haldið mig við hár- sápumar út af minni fagkunn- áttu sem hárskeri, því ég þekki hvað má bjóða hárinu”, segir Hrafnhildur. Hún segist jafnframt hafa viljað fram- leiða uppbyggilegar og hrein- ar vörur, úr bestu fáanlegu hráefnum og án allra auka- efna. Hún bætir við að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, því hún franrleiðir hvor- ki meira né minna en fimm tegundir af hársápu. Auk þess býr hún til hárnæringin, íþróttasápu. handunnar sápur og sérstaka olíu sem er bakt- eríu- og sveppadrepandi. „Reyndar er ég með eina vöru í vöruþróun sem stendur til að setja á markað í haust. Það er sjávarsalt sem er mjög stein- efnaríkt, og ég marinera það í jurtaolíu. Hægt er að nota það sem saltskrúbb á skrokkinn í sturtu eða út í baðið.” BAKTKRÍU- OG SVEPPA- DREPANDI UNDRAOLIA Vörumar hennar Hrafnhildar eru engar venjulegar snyrti- vörur. Jurtaolían frá Jurtagulli er t.d.100% náttúruleg og unnin úr vallhumli, sem er græðandi, sesamolía, sem vinnur vel á þurrki, svo er í henni ntikið magn af tee tree olíu sem er bakteríu og sveppadrepandi. Þessi blanda drepur 13 mismundandi gerð- ir af bakteríum og 27 gerðir af sveppasýkingum. Olían er rnikið notuð af þeim sem em með slæma flösu og flösuex- em og psoriasissjúklingum bæði á húðina og í hársvörð- inn, og á allar sveppasýkingar. „Við fjölskyldan notum hana meira að segja til inntöku við kvefi og hálsbólgu”, upplýsir Hrafnhildur, „svo er hún er líka góð á sveppasýkingar í leggöngum, barnarassa, fóta- sveppi, sár o.fl.” KENNIR SÁPUGERÐ OU. ERAMEEIÐIR KAFFISAPU Starfsemi Jurtagulls er farin að teyja anga sína út fyrir bíl- skúrinn á Skólaveginum því tómstundaskólinn Mímir í Reykjavík hefur fengið Hrafnhildi til að taka að sér sápugerðarnámskeið. Hrafn- hildur er líka tilbúin til að halda námskeið fyrir fólk á Suðumesjum et' áhugi er fyrir hendi. Sápugerðarkonan fer inní eldhús og þegar hún kemur til baka er hún með dökkan og grófan klump í hendinn. „Þetta er kaffisápa sem ég framleiði fyrir Kaffi- tár. Hún er mjög góð á læri. rass og upphandleggi því hún er gróf og örvar blóðrásina. Hún eyðir líka lykt, t.d. ef maður er búin að handleika lauk eða fisk.” Þetta eru al- deilis fréttir, svo það er hægt að búa til sápu úr kaffi. „Eg framleiði líka sápur úr fíflum og fjallagrösum, sem eru mjög mýkjandi”, bætir Hrafn- hildur við brosandi. .Jólasáp- an mín hefur líka verið mjög vinsæl fyrir jólin, en í henni er m.a. kanill.” Skortur á hug- myndaflugi er greinilega ekki vandamál á þessu heimili. VILL FREKAR TÝNA .IURTIR EN VINNA VIÐ MARKADSMAL Að koma nýrri vöru á markað er ekki einfalt mál og þegar Hrafnhildur Njálsdóttir tók uppá því fyrir fimni áruni að stofna snyrtivörurfyrirtækið Jurtagull í Keflavík. í bíl- skúrnum heima hjá sér framleiðir hún nokkrar teg- undir af hársnyrtivörum, sápur og fleira, úr íslensk- um jurtum. Fvrirtækið hef- ur gengið vel og hollenska heildsölufvrirtækið Natudis hefur ákveðið að selja Jurtagull í Hollandi, þar sem fyrirtækið rekur 50 heilsuvöruverslanir. FLIJTTI TIL DANMERKUR Hrafnhildur er fædd og uppal- inn f Keflavík, dóttir Njáls Skarphéðinssonar og Þóru Helgadóttur. Hún á tvö systk- ini, Kristínu og Skarphéðinn. Hrafnhildur er lærður hárskeri og rak um árabil sína eigin hárgreiðslustofu í Hátúninu í Keflvík. Hrafnhildur flutti ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Má Eðvarðssyni, til Danmerkur fyrir nokkrunt árunt. Gunnar fór í nám og Hrafnhildur fékk vinnu á hár- greiðslustofu þar. „Stofan sem ég vann á var með fullt af frægum vörumerkjum og ein- nig merki sem ég hafði aldrei séð áður. Þær vörur gáfu dýru merkjunum ekkert eftir. Ahugi minn vaknaði þegar ég komst að því að framleiðandi þessarar vöru var hárgreiðslu- maður eins ég. Þarna var bara venjulegur maður eins og ég og ef hann gat þetta þá hlaut ég að geta það líka. Ég var með pælingar í mörg ár hvemig ég ætti að útfæra hugmyndina og það liðu átta ár frá því að hug- myndin kom þangað til fram- leiðslan var komin á brúsa og uppí hillur. Ég er ósköp fegin að svo langur tími leið því þá gerir maður færri mistök og allt verður fastmótaðra", segir Hrafnhildur. VIÐ GETUM ALLT SEM VID ÆTl.lJM OKKIJR FRAMLEIÐIR HÁR- SAPUR OG FLEIRA Þeir sem hafa séð vöru- merkið Jurtagull í hillum verslana, hafa eflaust tekið eftir því að hársáp- urnar eru aðalvöruteg- Hrafnhildi finnst oft eins og hún hafi verið sett í þetta verkefni og upplifir sig þá til hliðar við þetta allt saman. Hún segir að það sé geysileg vinna að framfylgja ákvörðun sem þessari og það þurfi mikla þrautseigju til að standa í slíku. „Að ganga í gegnum þetta kenndi mér að við get- um allt sem við ætlum okkur. Við setjum okkar sjálf tak- markanir, því er um að gera að setja markið bara nógu hátt”, segir Hrafnhildur. S.IÁLFMENNTUÐ EN FEKK GODA H.IALP Það tók tíma að finna réttu uppskriftimar að vörunum en Hrafnhildur fékk hjálp frá góðu fólki. ,,Ég er sjáífmennt- uð í faginu, prófaði mig bara endalaust álfam. Ég setti mig fljótlega í samband við K o I b r ú n u Björnsdóttur grasalækni. Hún er einn mest lærði grasalæknirinn hér á landi og alveg rosalega virk í sínu starfi. Ég hafði mjög skýra mynd af hvernig ég vildi hafa vörurnar og Kol- brún valdi saman réttar jurtir og jurtaolíur, þannig að þær ynnu sem best á hverju vandamáli fyrir sig”, segir Hrafnhildur. Hún segir að henni hafi oft fundist að guð og góðir vættir hafi fylgt sér við að velja réttu hlutina á ferlinum. Auk Kolbrúnar komu efnafræðingar að þró- unarvinnunni og Hrafnhildur var líka í góðu samstarfi við dönsk og þýsk efnafyrirtæki. TÝNIR HJRTIR IJM ALLTISLAND Hrafnhildur unir sér best ein uppá tjöllum með taupokann sinn. Hún týnir sjálf mikið af jurtum sem hún notar í fram- leiðsluna, eins og vallhumal, blóðberg, mjaðuijurt, baldurs- brá, fjallagrös og klóelting. „Eina jurt verð ég að flytja inn, það er brenninetla. Hún vex mjög lítið hér á landi. Ég hef stundum verið að hugsa um að sá fyrir henni en það hefur aldrei orðið af því. Brenninetlan er svo stein- efnarík og uppbyggjandi. Ég nota einnig grunnsápu- efni í vömmar, en eingöngu efni úr hæsta gæðaflokki.” Þó að Hrafnhildur sé sjálf mjög dugleg við týnsluna, þá fær hún verktaka um allt land til að týna fyrir sig, því sjálf er hún mjög bundin við fyrirtækið. VlýiSjÖptl Ckatwmullf Viðtal: Silja Dögg Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Glúmur Bloomquist Vill frekar týna jurtir en vinna við markaðsmál 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.