Víkurfréttir - 14.10.1999, Blaðsíða 2
*************************
*******************************************
*
*
*
*
SIMI 896 9337 :
*
*
********************************************
Ásberg
Fasteignasala *"'7
Jón Gunnarsson Löggiltur fasteigna- og skipasali
Hafnargata 27 - 230 Keflavík
símar 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393
Netfang: fasteign-asberg@simnet.is
Fífumói 3b, Njarðvík.
134m; 4ra herb. efri hæð í
fjórbýli með sérinngangi.
Góð eign. 8.200.000.-
Hringbraut 72, Kellavík.
72m: íbúð á 1 hæð í fjórbýii
með 2 svefnh. Hagstæð lán
ávílandi. 5.100.000.-
Smáratún 23, Keflavík.
lOOnv 4 herb. e.h. í tvíbýli
með 38m: bílskúr. Eign með
sér inngangi sem er mikið
endurnýjuð. 8.700.000.-
Brekkustígur 12, Njarðvík.
271m: einbýli með bílskúr.
Eign með 4 svefnh. og hægt
að gera íbúð á 1. hæð. Skipti
á minni eign. 12.800.000.-
Ægisvcllir 16-18, Kcflavík.
Viðar Jónsson byggir 4 par-
hús, 8 íbúðir. Húsunum
verður skilað fokheldum að
innan, fullfrágengnum að
utan, grófjöfnuð lóð.
8.600.000,-
Garðbraut 64, Garði.
Stórt 145m: einbýli með 5
svefnh. Skipti á minni eign í
Keflav. kemur lil gr. Tilboð.
Hringhraut 62, Keflvík.
89nv n.h. í tvíbýli með 38m:
bílskúr. Eign í góðu ástandi
með sérinngangi. 6.800.000.-
Norðurstigur 3, Njarðvík.
103m: efri hæð í tvíbýli með
34m: bílskúr. Eign með
sérinngangi og í góðu
ástandi. 8.200.000,-
Miðgarður 7, Keflavík.
141m: einbýli með 35m: bíl-
skúr. Geymsla og gryfja
undir bílskúr. 4 svenh. og
25nv sólhús. 14.800.000.-
Söluturninn og
myndbandaleigan
Donna Annetta
til sölu, bara nteð
dagsölu, miklir
möguleikar fyrir
liendi. Afliending
strax. Lækkað verð.
Uppsagnir hjá Haraldi Böðvarssyni í Sandgerði:
Mi óánægja hjó starlsfólki
Mikill liiti er í fólki
vegna uppsagna hjá
H.B. í Sandgerði, en á
síðustu vikum hefur
níu manns verið sagt upp
störfum. Bolfiskv innsian hef-
ur einnig verið lögð niður.
Baldur Matthíasson, verka-
lýðsforingi í Sandgcrði, segist
ekki hafa neitt í höndunum
varðandi umræddar upp-
sagnir.
„Eg bíð eftir því að fólkið sem
sagt var upp. haft samband við
mig eða skrái sig atvinnulaust.
Hvorki ég eða aðrir í stjórn
verkalýðsfélagsins hafa fengið
tilkynningu um uppsögn. Mín
persónulega skoðun er að þetta
sé svolítið loðið, því fyriitækinu
er ekki skylt að tilkynna upp-
sagnir til verkalýðsfélagsins og
Félagsmálaráðuneytisins, nema
þeir segji a.m.k. tíu manns
upp", sagði Baldur.
Hann sagði það líka vera mis-
jafnt hvað fólk teldi vera upp-
sögn. „Ef fólki er boðin vinna
annars staðar þá er ekki um
uppsögn að ræða, en trúnaðar-
kona starfsmanna H.B. tilkynnti
skrifstofu félagsins að fólki
hefði verið boðin vinna hjá fyr-
irtækinu, ýmist í loðnu eða
uppá Akranesi”, sagði Baldur.
Hann segir að mörg störf hafi
verið búin til eftir að fyrirtækin.
Miðnes og H.B., sameinuðust.
Loðnuþurrkun var m.a. haftn og
ráðamenn fyrirtækisins hefðu
lofað að þar yrði unnið allt árið.
„Mér finnst ekkert benda til að
þeir séu að hætta rekstri í Sand-
gerði því þeir eru búnir að
henda óhemju miklu fé í rekst-
urinn þar", sagði Baldur.
En hvernig ætlar verkalýðsfé-
lagið að beita sér í málinu eins
og staðan er í dag?
„Fyrir liggur að ég fari á fund
ráðamanna hjá H.B. en ég hef
ekki náð sambandi við þá enn-
þá. Eg vil frekar draga lappimar
og sjá hvað er að gerast áður en
ég tala við þá. Eg þarf að fá að
vita ástæðu þessarar tíma-
bundnu lokunar, hvort þeir séu
að endumýja skip eða eitthvað
annað. Við skiljum t.d. ekki
hvers vegna þeir ákváðu að fara
með flugfiskvinnsluna uppá
Akranes”, sagði Baldur Matthí-
asson.
Einvarður Albertsson rekstrar-
stjóri H.B. í Sandgerði staðfesti
að fyrirtækið hefðu sagt níu
manns upp störfum en jafn-
framt gert samstarfssamning
við önnur fyrirtæki, þannig að
flestir starfsmennimir sem sagt
var upp væm nú kornnir í aðra
vinnu. Hann sagði að bolfisk-
vinnslan hefði verið lög niður
tímabundið en til stæði að hefja
hana aftur og að nóg væri að
gera á netaverkstæðinu og í
beitningunni. „Það eru miklar
skipulagsbreytingar í gangi hjá
fyrirtækinu eins og er og enginn
veit nákvæmlega hver staðan er.
A næstu tveimur mánuðum
mun starfsfólki fjölga”, sagði
Einvarður að lokum.
Viðgerð á Njarðvíkurvegi kostar hundruð þúsunda
Holurnar í Njarðvíkurvegi eru margar hverjar risastórar og djúpar.
Farsími Ijósmyndarans til viðmiðunar. VF-tölvumynd: Hilmar Bragi
Vegurinn „smá misskilningur"
Njarðvíkurvegur hefur
um nokkurn tíma
verið bílstjórum til
ama, því honunt hef-
ur ekki verið haldið við í
þrjú ár og djúpar holur
hafa myndast í veginum.
Bæjaryfirvöld eiga, sam-
kvæmt samningi við Vega-
gerðina, að sjá unt viðhald á
vegum innan bæjarmarka
Revkjanesbæjar.
Halldór Magnússon, verk-
stjóri umhverfisdeildar
Reykjanesbæjar, sagði að til
hefði staðið að loka veginunt
en nýlega hefði verið tekin
ákvörðun um að laga hann.
„Það er ekki í okkar verka-
Itring að loka veginum og
bæjarstarfsmenn eru nú byrj-
aðir að laga hann, en verkið
kostar hundruði þúsunda”,
sagði Halldór. En hvers vegna
biðu ntenn í þrjú ár með að
taka ákvörðun um hvort ætti
að loka veginum eða gera við
hann, og á nteðan grotnaði
hann niður? Jóhann Berg-
mann bæjarverkfræðingur
sagði að þama hefði verið um
smá misskilning að ræða og
það var ekki fyrr en að bæjar-
búar kvörtuðu yfir ástandi
vegarins að hafist var handa
við lagfæringar. „ Samkvæmt
aðalskipulagi á að loka báð-
um leiðunum í Innri-Njarð-
vík, þ.e. Seylubraut og Njarð-
víkurvegi, og í staðinn á að
búa til nýjan veg. Þær fram-
kvæmdir eru þó ekki á dag-
skrá í bili”, sagði Jóhann
Bergntann.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23,260 Njarðvík, sími 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 • Blaðamenn: Silja Dögg
Gunnarsdóttir • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Jónas Franz Sigurjónsson • Útlit, umbrot og litgreining:
Víkurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprentehf. • Stafræn útgáfa: www.vf.is
2
Víkurfréttir