Víkurfréttir - 14.10.1999, Blaðsíða 11
harmoníunni undir stjórn
Bemards Haidink.
Kominn heim
til íslands
A síðasta ári ákvað Jóhann að
flytja heim til Islands ásamt
fjölskyldu sinni og tók þá við
stöðu deildarstjóra söng- og
óperudeildar Tónlistarskó-
lands á Akureyri. Hann hefur
þó ekki hugsað sér að gefa
ferilinn upp á bátinn heldur
hyggst hann taka að sér hlut-
verk erlendis, án þess þó að
fara á fastan samning. Hann
hefur þegar skrifað undir
samning við óperuna í
Bregenz í Austurríki um að
syngja í Toscu Puccinis á
þessu starfsári, en á sfðasta ári
tók hann þátt í uppfærslu þar á
Brúðkaupi Fígarós.
Tónleikar í Njarövík
Vegna fjölda áskorana ætlar
Jóhann, ásamt Helga Bryndísi
Magnúsdóttur píanóleikara, að
halda tónleika nk. laugardag
þann ló.október í Ytri-Njarð-
víkurkikju klukkan 15:00. Þau
munu flytja lög eftir íslenska
og erlenda höfunda, perlur
eins og Enn ertu fögur sem
forðum, I fjarlægð og Sverri
konung. Unnendur góðrar tón-
listar ættu ekki að láta þessa
tónleika fram hjá sér fara.
Það er hluti af menningu Keflavíkur að ungt fólk safn-
ast saman á svokölluðum Hafnargöturúnti. Þessar
ungu stúlkur voru fótgangandi framan við Nýjabíó
þegar Ijósmyndari blaðsins smellti af þessari mynd.
Bílvelta við
Vogastapa
Bm valt á Reykjanesbraut,
inn við Vogastapa, á að-
faranótt sunnudags.
Mjög slæm akstursskil-
yrði voru jregar bíllinn valt og
er orsök slyssins m.a. rakin til
krapadrífu og hálkubletta. Lög-
reglubifreið var einnig næstum
farin út af veginum, þegar lög-
regluntenn voru á leið í útkall-
ið. Tækjabíll kom á vettvang
því ökumaður var fastur inní
bifreiðinni. Hann kvartaði um í
höfði og var fluttur á Sjúkrahús
Reykjavíkur til skoðunar.
St. Georgsgildið heldur vináttudag
St. Georgsgildið í Kefla-
vík hefur hafið vetrar-
starf sitt og er næsti
fundur 3.nóvember í
Skátahúsinu við Hringbraut.
St. Georgsgildi eru sjö hér-
lendis og eru líka staifandi um
allan heim. Markmið gildanna
er fyrst og fremst að styðja
við skátastarf og njóta sam-
verustunda. Gildin hafa mikið
samstarf og þau koma t.d.
saman að vorinu til að halda
hátíðlegan St. Geoigsdag og á
haustin er haldið upp á vin-
áttudaginn og er næsti vin-
áttudagur haldinn í Hafnar-
firði 24.október í Fríkirkjunni
kl. 14.00. Þátttaka skal til-
kynnt hjá Gunnu í síma 421-
1659 og Matthildi í síma 421 -
2594. fyrir 17.októbern.k.
Ég vona að góð mæting verði
og gaman væri að sjá nýja fé-
laga sem vildu kynna sér þetta
skemmtilega starf, núna eða á
næsta fundi þann 3.nóvember.
Félagar þurfa ekki að hafa
verið skátar áður. Sértaklega
væri gaman að sjá foreldr
bama sem eru í skátafélögum.
Kær kveðja,
Guðrún Asta Bjömsdóttir,
Gildismeistari.
Innbrot
í Lífsstíl
Brotist var inní líkams-
ræktarstöðina Lífsstíl
í síðastliðinni viku.
Hljómtæki og mikið
magn fæðurbótarefna var
fjarlægt úr húsinu. Þýfið
fannst skömmu síðar og
tveir piltar, 16 og 17 ára
gamlir eru búnir að játa að
hafa verið þarna að verki.
Málið telst upplýst.
MUNDI
Nú geta Vogamenn kynnt
Ströndina sem alvöru
landbúnaðarhérað,
kannabisræktun,
egg og beikon!
Flugmálastjórn Islands
-ATS skóli
Grunnnámskeið
flugumferðarstjóra
Flugmálastjórn Islands hefur
ákveðid að halda grunnnámskeið
flugumferðarstjóra í vetur.
Grunnnámskeiðið verður væntan-
lega haldið erlendis og hefst í
febrúar n.k. Grunnnám og nám til
fyrstu réttinda er ólaunað.
Kostnaður vegna uppihalds erlendis
er greiddur af Flugmálastjórn.
Umsækjendur skulu hafa lokið
stúdentsprófi, tala skýrt mál, hafa
greinilega rithönd og gott vald á
íslenskri og enskri tungu. Þá skulu
umsækjendur einnig fullnægja
tilskyldum heilbrigðiskröfum. Þeir
sem áhuga hafa á að sitja þetta
námskeið, skili inn umsóknum á
skrifstofu Flugmálastjórnar á
Keflavíkurflugvelli á 2. hæð
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar eða til
starfsmannahalds Flugmálastjórnar
á 2. hæð í flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli. Með umsókn
skal fylgja staðfest afrit af
stúdentsprófi, nýtt sakavottorð
og mynd af umsækjanda.
Umsóknareyðublöð liggja frammi
á skrifstofu Flugmálastjórnar
Keflavíkurflugvelli og starfs-
mannahaldi Flugmálastjórnar
Islands ásamt nánari upplýsingum.
Umsóknarfrestur rennur út
1. nóvember 1999.
Víkurfréttir
11