Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 14.10.1999, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.10.1999, Blaðsíða 6
Kirkjustarfið: Edda KE seld til Hornafjarðar Edda KE 51, sem er 234 brl. stúlskip í eigu Álasunds ehf. í Kefla- vík, hefur verið seld til Hornafjarðar. Söluverð er 70 milljónir króna. Kaupandi er útgerð Jóa Bjama SF og Hafborgar SF á Homafirði í samvinnu við fiskvinnslufyrirtækið Mar- vík í Garði, sem fengið hef- ur aflann af skipunum til vinnslu. Grein uni kaupin birtist nýlega í Fiskifréttum. Þar kemur einnig fram að kvóti bátanna tveggja , rúm- lega 200 þorskígildi, flyst yfir á Eddu en auk þess er ætlunin að kaupa viðbótar- kvóta á skipið sem mun fá nafnið Jói Bjama SF. Guð- mundur Sigurðsson útgerð- armaður segir að netaflinn verði lagður upp á Horna- firði og honum ekið til Mar- víkur í Garði eins og fyrr. Gamla Gullberg til Keflavíkur Karl Óskarsson í Keflavík hefur fest kaup á gamla Gull- bergi, sem áður hét Gullfaxi VE. Kaupverðið fæst ekki uppgefið. Gullbergið var eingöngu gert út á nótaveiðar síðustu árin, en nýi eigandinn ætlar að setja í skipið línubeitn- ingarvél og stunda línuveið- ar auk þess að reyna við norsk-íslensku sfldina og ef til vill loðnu og síld á heimamiðum. Milligöngu um kaupin hafði Álasund ehf. Skipið mun áfram heita Gullfaxi. Grein um þetta birtist nýverið t' Fiskifrétt- um. I blaðinu er einnig við- tal við Karl Óskarsson og þar kemur fram að hann ætli að leigja kvóta á Kvótaþingi vegna línuveiðanna, því sáralítill kvóti fylgi nýja skipinu. Hann segir þó úti- lokað að gera út á leigu- kvóta á sfld, þvf leiguverð á Kvótaþingi sé nú 6 krónur á kflóið. Keflavíkurkirkja býður uppá kirkjulega heimsóknarþjón- ustu þar sem markntiðið er að veita sálgæslu og viðhalda tengslum milli skjólstæðings og kirkjunnar. Djáknir safnað- arins, Lilja G. Hallgrímsdóttir, tekur að sér að heimsækja fólk í sókninni sem ekki á heimagengt til dæmis vegna sjúkdóma., fötlunar eða elli. Heimsóknin getur verið á heimili, á sjúkrahúsi eða á stofnun. Þörf fyrir heimsókn getur verið tímabundin eða hún þurfi asð vara um lengri tíma. Það skal tekið fram að djákni er gestur á heimili skjólstæðings en hvorki hjúkrunaraðili eða heimilis- hjálp. Aftur á móti getur djákni komið á tengslum milli skjólstæðings og sér- fræðings ef þess er óskað. Til dæmis við prest, félagsráð- gjafa, lækni, sálfræðing, fjár- málaráðgjafa eða annarra að- ila á sviði heilbrigðis- og fé- lagslegrar þjónustu. Fastur viðtalstími djákna er á mánu- dögum kl. 12:00-14:00 og á öðrum tímum eftir samkomu- lagi. Hafi sóknarbam áhuga á því að djákni heimsæki sig eða sína, eða að koma sjálft á fund djákna, þá hafi hann samband í síma 421-4327 eða 855-0834. Keflavíkurkirkja, Lilja Hallgríinsdóttir djákni. Um fátt hefur meira verið rætt og ritað en skemmtistaðinn Strikið sem að undan- förnu hefur mátt þola vald- níðslu af hálfu bæjaryfirval- da sem í tvígang hafa neitað veitingamanninum Jóni M. Harðarssyni uni vínveit- ingaleyfi með eðlilegum af- greiðslutíma. Talsmenn flestra bæjarbúa ? Andstæðingar staðarins hafa haft sig meira í frammi en hinir sem telja eðlilegt og rétt- látt að Jón M. Harðarsson fái vínveitingaleyfi líkt og allir aðrir skemmtistaðir hafa fengið frarn að þessu. Hafa andstæðingar Jóns gengið svo langt að fullyrða í fjölmiðlum að meirihluti bæjarbúa og reyndar flestir bæjarbúar séu á móti starfseminni. Það er einkennilegur málflutningur af hálfu aðila sem stóðu fyrir undirskriftalistasöfnun gegn þessari sömu starfsemi og fengu innan við 6% bæjarbúa til þess að skrifa undir. Þá vekur það sérstaka athygli þeirra sem skoða mótmæla- listann að rúmlega helmingur þeirra sem rituðu undir voru 60 ára eða eldri. Þó skoðun Itinna eldri sé ekki verri en hinna yngri þá verður listinn seint talinn sem þverskurður af vilja bæjarbúa allra. Ég ætla hvorki að fullyrða að meira en helmingur bæjarbúa séu með eða á móti starfsemi Jóns M. Harðarssonar en fer um leið fram á að talsmenn smáfélaga í sveitarfélaginu láti ógert að tala í nafni meiri- hluta eða flestra bæjarbúa án þess að hafa til þess sannan- legt umboð. Forsjárhyggja. Ljóst má vera að skemmti- staðurinn Strikið hefði fengið vínveitingaleyfi án tafar ef ekki stæði til að þar færi fram skemmtun sem greinilega er meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á móti skapi. Skemmtistaður án vínveitin- galeyfis er svipaður og vatnslaus sundlaug, gestir verða varla margir. Afgreiðsla bæjarstjórnar gerir Jóni M. Harðarssyni ómögulegt að reka sína starfsemi. Jafnframt er bæjarstjóm með afgreiðslu sinni að velja fyrir mig og aðra bæjarbúa hvaða tegund skemmtunar ég geti sótt. Slík forræðishyggja kemur mér ekki á óvart frá mönnum sem áður sáu Sovétríkin sálugu sem draumaríki, en ekki átti ég von á slíku frá fólki sem í gegnum árin hefur talið sig vera talsmenn frelsis, þar sem einstaklingurinn á að fá tæki- færi til orða og athafna án of mikilla afskipta hins opinbera. Takk fyrir. Ef bæjarstjóm ákveður að Jón M. Harðarsson fái aðeins að afgreiða áfengi til klukkan 01:00 eftir miðnætti eru allar líkur á því að aðrir skemmti- staðir í Reykjanesbæ munu fá sömu afgreiðslu í framtíðinni. Skemmtistaðir munu því í framtíðinni loka að öllu jöfnu kl. 01:00 eftir miðnætti haldi bæjarstjórn fast í ákvörðun sína. Éorsjárhyggja bæjar- stjómar nær því einnig til þess að ákveða hvenær ég fer út að skemmta mér og hvenær æskilegt sé að ég fari heirn. Takk fyrir það. Orðrómur. Fjölmargir hafa í ræðu og riti fullyrt að stöðum sem þessum fylgi eiturlyfjaneysla, sala og vændi. Enginn hefur hins vegar geta sýnt fram á að svo sé - enda eru engar sannanir. skýrslur eða greinagerðir, sem mark er á takandi, til sent staðfesta að skemmtistað sem þessum fylgi meiri eiturlyfja- neysla og vændi en annarri starfsemi. Þessi orðrómur sem andstæðingar Jóns M. Harð- arssonar hafa lagt mikið á sig við að útbreiða er því ekkert annað en orðrómur. Mín skoóun ! Undirrituðum er nokkuð santa hvaða tegund skemmtunar fer fram á skemmtistaðnum Strikinu. Hins vegar er það skoðun mín að Jón M. Harðarsson eigi að fá sömu tækifæri til að reka sitt fyrirtæki og aðrir sem reka sambærilega starfsemi hvort sem hún er hér í Reykja- nesbæ, Reykjavík eða annars staðar á landinu. Öll tak- mörkun á hans starfsemi umfram það sem gengur og gerist hlýtur að vera brot á réttindum hans sem einstak- lingi í atvinnurekstri. Það eru döpur skilaboð bæjarstjómar til íbúa sveitarfélagsins. A.m.k. er það mín skoðun, ekki meirihluta bæjarbúa, ekki flestra, ...bara ntín. Kristmundur Carter fyrrverandi stjórnarmaður í Félagi ungra sjálfstæðis- manna. Heimsóknarþjonusta Keflavíkurkirkju Mín skoðun... og margra annarra! 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.