Víkurfréttir - 18.11.1999, Blaðsíða 2
Jón Gunnarsson. Löggiltur fasteigna- og skipasali
Hafnargötu 27 - 230 Keflavík,
símar 421 1420 og 421 4288 - fax 421 1593
Netfang: fasteign-asberg@simnet.is
Borgarvegur 10, Njarðvík.
Mjög góð 159m2 e.h. með
28m: bílskúr og 5 svefnh.
Eign sem gefur mikla
möguleika. 9.500.000.-
Borgarvcgur 52, Njarðvík.
130m2 einbýli með 4 svefnh.
og 28m: bílskúr. Eign í góðu
ástandi og á góðum stað. Sk.
á minna. 11.200.000,-
Brekkustígur35b, Njarðvík.
Glæsileg 121m2 íbúð á 1.
hæð í fjölbýli með 4 svefnh.
opið úr stofu í herb. í kjallara.
8.300.000.-
Gcrðavcgur 25, Garði.
182m2 n.h. í tvíbýli 3 svefn-
herb. og geymsla í kjallara.
Nýtt á baðherb. og parket í
stofu. Ýmsir greiðslumögul.
Tilboð
Fífumói 3b, Njarðvík.
134m2 4ra herb. e.h. í fjór-
býli með sérinngangi. Góð
eign. Lækkað verð.
7.900.000,-
Heiðarvegur 25, Keflavík.
4 herb. íbúð á 1. hæð í
þríbýli. Sérinngangur. Ýmis
greiðslukiör. Laus strax.
Tilboð
Víkurbraut 54, Grindavík.
107m2 e.h. í tvíbýli með
sérinngangi og 3. svefnh.
Skipti á einbýli koma til gr.
7.500.000,-
Greniteigur 29, Keflavík.
143m2 raðhús með 29m2 bíl-
skúr. Eign á tveimur hæðum
með 4 svefnh. Bein sala.
8.700.000,-
Hringbraut 59, Keflavík.
3ja herb. íbúð á 2. hæð í fjöl
býli. Hægt að taka bfl uppí
sem greiðslu. Laus fljótlega.
Tilboð.
Fitjabraut 30, Njarðvík.
840m2 iðnaðarhúsnæði,
milliloft að hluta í húsinu.
Steypt gólfplata að hluta.
Laust strax. Tilboð,
^ 4 j j/f \
kemur út 2. desember
Auglýsih|a|mtin
Kafari hætt
kominn í
Flekkuvík
Tveir kafarar komust f hann krappann
um helgina í Flekkuvík á Vatnsleysu-
strönd. Þeir höfðu farið út að kafa í
blíðskaparveðri en veðrið hríðversnaði
skyndilega. Annar mannanna lenti í
öldu og slóst utan í kletta. Hann fann
fyrir miklum verk í brjósti og fæti eftir
höggið. Hann tók þá af sér kafarabún-
aðinn og synti út fyrir mesta straum-
kastið. Lögreglan ætlaði í fyrstu að
freista þess að ná í manninn í björgun-
arbát en einsýnt þótti að það myndi
ekki takast sökum veðurs. Þyrla frá
Landhelgisgæslunni kom að lokum á
vettvang og bjargaði manninum úr
greipum Ægis. Kafarinn var fluttur á
Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynning-
ar.
Breytíngar hjáVíkurfréttum
Tilraunaútgáfu okkar á
hclgarblaði er nú lokið og
niunum við nú einbeita
okkur að útgáfu hefðbund-
inna Víkurfrétta en rétt er
að greina örlítið frá nokkr-
um breytingum á ýmsu sem
snúa að útgáfu blaðsins,
nýjungum sem bæta
blaðið.
Fyrir það fyrsta má nefna
að Víkurfréttir eru nú
prentaðar í fullkomnustu
prentvél landsins hjá Prent-
smiðjunni Odda hf. sem
gefur okkur aukna mögu-
leika í litprentun. Gæði
prentunarinnar eru einnig
aukin, auk þess sem blaðið
er nú vírbundið. Blaðið mun
framvegis koma út fyrir há-
degi á fimmtudögum en
íslandspóstur hefur tekið að
sér dreifmgu Víkurfrétta. Sem
fyrr er blaðinu dreift inn á öll
heimili á Suðurnesjunt án
endurgjalds.
Tímaritið og Helgarblaðið
A næsta ári verða Víkurfréttir
20 ára. Fyrr á þessu ári hófum
við af því tilefni tilraun með
útgáfu á tímariti Víkurfrétta
sem fékk nafnið TVF. Þrjú
blöð hafa kornið út af TVF og
nú í lok október og nóvember
gáfum við út Helgarblað
Víkurfrétta. Reynsluna af
þessum tveimur útgáfum
munum við nú skoða gaum-
gæfilega. Við getum strax
upplýst að tímaritsins er aítur
að vænta fljótlega á árinu
2000. Hversu regluleg sú
útgáfa verður mun koma í
ljós. Tilraunaútgáfa okkar á
Helgarblaði Víkurfrétta
og útgáfa TVF á árinu var
fyrir okkur sem ítarleg skoð-
anakönnun á því hvað fólk
vill fá. Undirtektirnar hafa
verið ntjög góðar við þessum
blöðum og erum þakklát fyrir
það.
Jólavertíðin gengur í garð
Nú styttist óðum til jóla og
starfsfólk Víkurfrétta er
komið í .jólagírinrí'. Eins og
undanfarin ár verður blaðið
veglegt næstu vikurnar og
andi jólanna færist yftr útgáf-
una. Nú er vinnsla Jólahand-
bókar Víkurfrétta hafin og
verslanir þegar famar að taka
frá auglýsingapláss. Hand-
bókin kernur út 2. desember
og verður öll litprentuð.
Jólahandbók Víkurfrétta
markar upphaf jólaver-
tíðarinnar á Suðurnesjum
en handbókinni verður
fylgt eftir með skemmti-
legum lesendaleik í
desember þar sem spurt
verður spuminga er tengj-
ast handbókinni.
I desember verður útgáf-
an hjá okkur myndarleg.
Starfsfólki Víicurfrétta
hefur fjölgað og höfum
við m.a. fengið til liðs
við okkur grafískan
hönnuð en mikið verður
lagt upp úr auglýsinga-
gerðinni í jólamánuðinum
eins og alltaf.
Verið í góðu sambandi
Að lokum hvetjum við les-
endur blaðsins til að vera í
góðu sambandi við okkur nú
sem áður. Gott blað byggist á
góðu sambandi við lesendur.
Látið okkur vita af skemmti-
legum uppákomum. Við erum
við símann allan sólarhringinn
í númerinu 898 2222.
J
VIKUR
FRÉTTIR
Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sítni 421 4717, fax 421 2777
Ritstjóri: PáU Ketilsson simi 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Báröarson, sími 898 22.22. hbb@vf.is
Blaðamaður: Silja Dögg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir kristin@vf.is, Jónas Franz Sigurjónsson franz@vf.is
Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kalbrún Pétursdóttir kella@vf.is j-i, , , , , r r •
Útlit, umbrot, litgreining og prentvistun: Vikurfréttir ehf. Prentvinnsla: Dddi hf. • ÚtQ[ÓlQ. TATlAfW.Vt.lS