Víkurfréttir - 02.12.1999, Blaðsíða 5
Skyja-
kljúfur í
Keflavík
Skipulags- og byggingar-
nefnd Reykjanesbæjar hafn-
aði umsókn Húsaness ehf.
um að fá úthlutað lóðunum
Framnesvegur 20 og 22 til að
byggja allt að 10 hæða fjöl-
býlishús. Þetta var ákveðið á
fundi nefndarinnar þann 18.
nóvember s.l. á grundvelli
þess að núverandi deiliskipu-
lag geri ekki ráð fyrir svo
hárri byggingu.
Halldór Ragnarsson, eigandi
Húsaness ehf., sagðist ætla að
hafa samband við skipulags-
yfirvöld á næstu dögum og
ræða við þau um breytt
deiliskipulag. Hann sagðist
jafnframt hafa fulla trú á að
málið yrði rætt í bæjarstjórn
á næstunni og tekið til endur-
skoðunar. „Eg veit að það
eru skiptar skoðanir um
hvort reisa eigi háhýsi í
Reykjnesbæ en það eru
margir sem vilja háhýsi og
lyfta þar með byggðinni að-
eins uppúr flatneskjunni“,
sagði Halldór.
50 % söluaukn-
ing á fasteignum
í Grindavík
Atvinnulíf í Grindavík er
mjög gott um þessar mundir
og fasteignaviðskipti hafa
því gengið vel á þessu ári.
Asgeir Jónsson, hjá
Faseignasölunni Lögbók í
Grindavík, segir að þau væm
búin að selja n'flega 60 eignir
á þessu ári og þeim vantaði
fleiri eignir á söluskrá. Til
samanburðar má geta þess
að í fyrra seldust um 30 eign-
ir.
„í Grindavík er óvenju mikið
af einbýlishúsum en okkur
vantar raðhús á söluskrá. Nú
emm við aðeins með eitt til
tvö raðhús á skrá hjá okkur“,
segir Asgeir. Hann segir að
ýmsir byggingaraðilar séu að
fara að byggja hús af öllum
stærðum og gerðum í
Grindavík til að mæta þess-
ari auknu eftirspum.
Hvernig skýrir þú þessa
miklu söluaukningu? „Tals-
vert mikið af fólki hefur ver-
ið að flytjast til Grindavíkur
á undanförnum mánuðum.
Ég held að fjölgun íbúa megi
fyrst og fremst skýra með
breytingum á atvinnulífinu.
Bláa lónið er t.d. orðinn
mjög stór vinnustaður og
Þorbjörn hefur verið að
stækka við sig. Önnur fyrir-
tæki á svæðinu hafa einnig
verið að sameinast utanbæj-
arfyrirtækjum og út af þeim
sameiningum hefur fólk flutt
með fyrirtækjunum í byggð-
arlagið. Utgerðin hefur mik-
ið að segja í Grindavík og
þegar hún gengur vel þá vex
öll þjónusta í kringum hana
og skapar störf‘, segir Asgeir
og bætir við að bærinn sé
líka orðinn mjög huggulegur.
Asgeir segir verð á eignum í
Grindavík vera gegnumsneitt
örlítið lægra en í Reykjanes-
bæ en vinsælustu eignimar
hjá honum em minni eignir í
verðflokknum 6-8 milljónir.
„Þessar eignir em vinsælast-
ar hjá unga fólkinu sem er að
byrja og eldra fólki sem er að
minnka við sig.“
\ :i
Afmælismatseðill 2 fyrir 1
frá fimmtud. 2/12 til
sunnud. 5/12 frá kl. 18-22.
Tveir stórir öl á verði
eins frá kl. 18-23.
Barnamatseðill 2 fyrir 1
MMbru úlsijnt DOO>S
Jólafötin
á dömuna
Pallíettutoppar,
samkvæmiskjólar
Allt til jólanna
Sparisjóðsins
býður þér aðstoð við hlutabréfakaup
til skattafsláttar.
Þeir einstaklingar sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum geta
nýtt hluta af fjárfestingunni til frádráttar á skatttekjum líkt
og fyrri ár. 60% af hlutabréfakaupum nýtast til frádráttar,
þó að hámarki kr. 80.000 hjá einstaklingum.
Til þess að fá hámarksfrádrátt þarf fjárfestingin
því að nema kr. 133.333.
Skattendurgreiðslan getur þá orðið
kr. 80.000x38,34% = kr. 30.672
Sérfræðingar okkar veita þér ráðgjöf við val á
fjárfestingarvalkostum.
Einnig veitum við allar aðrar upplýsingar
er varða skattafrádráttinn.
n
SPARISJÓÐURINN
í KEFLAVÍK
- fyrirþig og öllþín fjdrmál