Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 20.01.2000, Side 2

Víkurfréttir - 20.01.2000, Side 2
Bæjarfulltrúar minnast hinna látnu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar kom saman s.l. þriðjudag en þar sem niikil sorg ríkir nú í bæjarfélaginu vegna láts þriggja manna var ákveðið að hafa fundinn stuttan. Skúli Þ. Skúlason, oddviti bæjarstjórnar, vottaði að- standendum hinna látnu, innilegustu samúðarkveðjur fyrir hönd bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og bað þess að góður guð mætti gefa þeim styrk í sorginni. Að lok- um stóðu bæjarfulltrúar upp úr sætum sínum og gerðu augnabliks þögn í virðingar- skyni við þá sem Iétust. NOTADIR BÍLAR MMC Colt Árg. '98, ek. 34þús. 3ja dyra. Rauður. ssk. 1300 vél. Verð kr. 1250.000 VW Polo Árg. '96, ek. 81þús. 3ja dyra. Rauður. bsk. 1400 vél. Verð kr. 750.000 VW Vento GL Árg. '97, ek. 75þús. 4ja dyra. Blár. ssk. 1600 vél. Verð kr. 1080.000 TOYOTA Corolla Árg. '98, ek. 23þús. 3ja dyra. Grár. 5 gíra. 1323 vél. Verð kr. 1140.000 TOYOTA Corolla Árg. '99, ek. 6 þús. 5 dyra. Rauður. 5 gíra. 1600 vél. Verð kr. 1450.000 MMC Lancer 4x4 Árg. '98, ek. 47 þús. 5 dyra. Hvítur bsk. 1300 vél. Verð kr. 1350.000 HEKLA K. Steinarsson ehf. Brekkustíg 39 • 260 Njarðvík Sími 421 5944 • Fax 421 5946 Tímarít Vúíurfrétta kemur út 5. febrúar. Auglýsingasímim er 421 4717 Banaslys varð á Garðskagavegi skömmu eftir hádegi á laugardag. Jeppabifreið, sem var ekið áleiðis til Garðs, valt skammt frá byggðinni í Garði. Þrennt var í bflnum, ökumaður og tveir ungir drengir, bamaböm hans 6 og 9 ára. Drengimir sluppu án alvarlegra meiðsla. Ökumaðurinn lést. Nafn hins látna er Einvarður Albertsson en hann var til heimilis að Eyjaholti 10 í Garði. Ekki er vitað um orsök slyssins en svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjóm á bifreiðinni og farið útaf veginum. Allir vom í beltum. Garðskagavegur var lok- aður í rúmar tvær klukku- stundir vegna slyssins. Utför Einvarðs verður gerð frá Útskálakirkju á föstudaginn kl. 14.00 Einvarður Albertsson Loðnuskíp strandar í innsiglingunni Loðnuskipið Sveinn Benediktsson SU-77 strandaði skammt undan syðra siglingaljósinu við innsigling- una í Grindavíkurhöfn upp úr klukkan tvö á að- faranótt sunnudags. Skipið stefndi í suður og hallaði töluvert þegar öldur skullu á því. Við það strandaði skipið en gott var í sjó- inn þegar óhappið átti sér stað. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom á vettvang en á sama tíma losnaði skipið og var siglt inn í höfnina fyrir eigin vélarafli. Þegar farið var að skoða skipið nánar kom í ljós að hnefastórt gat var á skrokki þess neðan við sjólínu. Lítilræði af olíu hafði því losnað út í sjóinn en meng- unin sem af hlaust var minniháttar. Kafara tókst að troða í gatið og skipinu var síðan siglt til Reykjavíkur í viðgerð. VIKUR PRÉTTIR Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2E0 NjarÖvík, simi 421 4717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páll Ketilsson, simi 893 3717 pket@vf.is • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, simi 898 2222 hbb@vf.is Blaðamaður: Silja Dögg Gunnarsdóttir silja@vf.is • Auglýsingar: Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jónas Franz Sigurjónsson franz@vf.is Auglýsingagerð: Bragi Einarsson bragi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is « »___ , , , , . Útlit, umbrot, htgreining og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Bddi hf. • OL3.IF9GH 111^313. V\f\A/W.Vl.lS

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.