Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 20.01.2000, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 20.01.2000, Qupperneq 14
ALFA námskeið í Keflavíkurkirkju Kynningarkvöld um ALFA var í gærkvöldi í Kirkjulund. En það eru námskeið sem Kefla- víkurkirkja hefur staðið fyrir undanfarin ár. Það er sérstak- lega sniðið fyrir þá sem eru leit- andi og vilja fá einhver svör við tilgangi lífsins. Það hentar vel þeim sem vilja kynna sér krist- indóminn og Biblíuna á einfald- an og auðskiljanlegan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og námskeiðið er um fyrstu skrefin í kristinni trú. Reynt er að hafa námskeiðið í eins notalegu og afslöppuðu umhverfi og mögulegt er. Kennslan er sett fram á einfald- an og skiljanlegan hátt. Þar er svarað spumingum um lífið, til- gang þess, trúna og þeim spumingum sem liggja á hjarta hvers og eins. Námskeiðið stendur í tíu vikur, eitt kvöld í viku. Það byggist upp á sam- eiginlegri máltíð, stuttri sam- verustund, fyrirlestri og umræðum. ALFA námskeiðin hafa nú farið sigurför um heiminn á undan- fömum ámm og þá sérstaklega á Stóra Bretlandi og á megin- landi Evrópu. Um 13.000 Alfa námskeið eru nú haldin í yfir hundrað löndum. A síðasta ári sóttu yfir 1.200.000 manns ALFA námskeið víðsvegar um heiminn. En það er tvöföldun frá árinu áður. Það eitt ætti að vera næg einkunn. Á þessu ári er áætlað að yfir 2 milljónir manna sæki Alfa námskeiðin. Eitt af því sem einkennt hefur ALFA námskeiðin er að kristindómurinn er settur fram á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Þar geta allir verið virkir þátttakendur hvort sem þeir em með mikla eða enga þekkingu á kristinni trú. Alfa námskeiðin hafa fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og má í því sam- bandi nefna að nýverið var umfjöllun um þessi námskeið í Time og Newsweek. Þessi námskeið byrjuðu hér á Suðumesjum fyrir þremur ámm og var þá fyrsta námskeiðið innar þjóðkikjunnar. Nú hafa fleiri fetað f fótspor okkar suðumesjamanna og halda þessi námskeið í Reykjavík og viðs- vegar um land. En það eru bæði þjóðkirkjusöfnuðir, frí- kikjusöfnuðir og félög. Það má gera ráð fyrir að Alfa námskeið verði haldin á um 20 mismu- nandi stöðum við vegar um landið í vetur. Nánari upplýsingar um nám- skeiðin má finna á heimasíðu Alfa á íslandi http://www.alfa.is Ef þú vilt skrá þig á námskeiðið þá fer hún fram í síma: 421- 3985 (Ragnar og Málfn'ður) eða 421- 4345 (Sigfús og Laufey) og í síma 421-4337 í Kirkju- lundi. NÝTT undratœki COMFORT LIFT&SLIM er nýtt og hápróað,Jegrunar og œfmgartceki. Hentar bœði andliti og líkama. Eyðir bólgum og péttir húðina. Árangur nœst á undraveróum tíma. FYRIRÁLLA! Snyrtistoja QHuídiC) Sjávargötu 14, Njarðvík sími 421 1493 SUBBI SKOÐAR SUÐURNES Persónuleqri þjónusta «{ SPARISJÓÐURINN í KEFLWÍK Hvaða símanúmer er hjá gjaldkeranum? Bætt þjónusta hjáTæknivali í október á síðasta ári yf- irtók Tækni- val rekstur Töl vuvæð- ingar í Kefla- vík. Verslun Töl vuvæð- ingar var breytt í BT verslun við Hafnargötu 31 en þjónustusviðið verður áfram að Hafnargötu 35 (fyrir ofan skó- búðina). Verslunarreksturinn hefur gengið mjög vel það sem af er enda hefur vöruúrvalið stóraukist og það kunna Suður- nesjamenn vel að meta. Guðmundur Þórðarson deildar- stjóri hjá Tæknivali sagði að þessi yfirtaka hefði fyrst og fremst verið gerð til að ná fram hagræðingu. „Rekstur Tölvu- væðingar gekk ekki sem skildi s.l. þrjú ár og því var nauðsyn- legt að breyta rekstrarformi fyrirtækisins. Við bjóðum uppá sömu þjónustu við fyrirtæki og Tölvuvæðing gerði áður en Tæknival er þjónustufyrirtæki sem selur tölvur og vörur ein- göngu til fyrirtækja. BT er aftur á móti stefnt á einstaklings- markaðinn. Fyrirtæki sem voru með viðskipti við Tölvuvæð- ingu fá sömu þjónustu og vömr hjá Tæknivali", sagði Guð- mundur. Verslunin BT-tölvur hefur sýnt mun meiri sölu en verslun Tölvuvæðingar gerði áður. „Það getur nærri að veltan hjá versluninni hafi þrefaldast síð- an í október, sem er mjög gott. Vöruúrvalið er orðið mun fjöl- breyttara en BT selur m.a. hljómflutningstæki, sjónvörp, heimilistæki, geisladiska o.fl. Nú þarf fólk ekki þvælast í bæ- inn eftir þessum hlutum því við seljum þá á sama verði hér á Suðurnesjum", sagði Guð- mundur. Baglegar fréttir frá Suðumesjum á

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.