Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 4
Methagnaður hjá Sparisjóðnum -Hagnaður 191,5 milljónir króna- Methagnaður var hjá Spari- sjóðnum í Keflavík á síðasta ári, annað árið í röð og nam hagnaðurinn 256,3 mill- jónum króna fyrir skatta og óreglulega liði, sem er aukn- ing um 145,1 milljón eða 130,6% frá árinu áður. Að teknu tilliti til skatta og óreglulegra liða var hagn- aður ársins 1999 148 mill- jónir króna. Bætta afkomu Sparisjóðsins má fyrst og fremst rekja tii aukinna tekna af hlutahréfum og öðrum eignarhlutum ásamt gengishagnaði. Arðsemi eigin fjár var 24,5%. Þetta kom fram í tilkynningu frá Sparisjóðnum. Vaxtatekjur Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á árinu 1.212 millj.kr. og vaxtagjöld urðu 781 millj.kr. á árinu. Hreinar vaxtatekjur námu því 431,2 millj.kr. samanborið við 371 millj.kr. á árinu 1998. Framlag í afskriftarreikning útlána var 78,6 ntillj.kr. en var 52,3 millj.kr. árið 1998. Inn- og útlán Heildarinnlán í Sparisjóðnum í árslok 1999 ásamt lántöku námu um 9.085 millj.kr. Þann- ig jukust innlán um 1.164 millj.kr. eða um 14,7%. Útlán ásamt markaðsskulda- bréfum námu 9.551 millj.kr. í árslok 1999 og höfðu aukist um 1.941 millj.kr. eða um 25,5%. Breyting varð á fulln- ustueignum, sá liður lækkaði um 12,3% og nam verðgildi þeirra 106,5 millj. kr. I árslok var niðurstaða efnahagsreikn- ings 11.456 millj.kr. og hafði hún hækkað á árinu um 2.115 millj. eða 22,7%. Skattaafsláttur Á síðasta ári jók Sparisjóðurinn stofnfé sitt með útgáfu nýrra stofnfjárbréfa að upphæð 105 millj.kr. Jafnframt fékkst heimild ríkisskattstjóra til að nýta kaup á stofnfjárbré- fum Sparisjóðsins í Keflavík til skattaafsláttar fyrir einstak- linga. Stofnfé 300 milljónir Margir stofnfjáraðilar nýttu forkaupsrétt sinn auk þess sem nýir stofnfjáraðilar bættust í hópinn. í lok árs var stofnfé 300 millj.kr. og dreifðist stofn- fé niður á 486 aðila. Sparisjóðurinn í Keflavík gerðist aðili að Verðbréfaþingi Islands á árinu og gat þar með átt bein viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf. Fjölmennt var a stofnfundi nýja hlutafelagsins sem fengið hefur nafnið GK 99 og er stofnaö á j hlaupársdeginum 29. febrúar. f m m. GK 99 stofnaö mel glæsibrag Hlutafélag til eflingar knatt- spyrnunnar í Grindavík var stolnað á þriðjudagskvöld. Hlutaféð er nærri 100 miltjónir króna og er bæjar- félagið með helminginn af þeirri upphæð. Byggð verður ný 1000 rnanna stúka og grasvötlur ofan á gamla malarvöllinn. Fjölmennt var á stofnfundi nýja hlutafélagsins sem fengið hefur nafnið GK 99 og er stofnað á hlaupársdeginum 29. febrúar. Nafnið stendur fyrir Grindavík Knattspyrna og stofnárið í lok aldar. Á fundinum sem haldinn var í félagsheimilinu Festi skýrði Björgvin Gunnarsson gang mála hjá Undirbúningsfélaginu sem hann var formaður fyrir. Hann sagði að vel hafi verið staðið að undirbúningnum og bæði bæjarfélagið, fyrirtæki og einstaklingar í Grindavfk hafi tekið málinu einstaklega vel. Einar Njálsson skýrði hvemig tekið hefði verið á málinu hjá bæjarfélaginu. Ákveðið hefði verið í bæjarráði íyrir nokkmm dögum að taka þátt í stofnun félagsins með allt að 50 milljóna króna framlagi sem greiðist á næstu 15 árum. Skilyrðið fyrir framlagi bæj- arfélagsins sé að minnsta kosti jafn há upphæð safnist á móti. Þá greindi hann frá því að einnig hafi verið ákveðið að skilgreina nýja stúku sem byggja á við nýjan grasvöll sem íþróttamannvirld. Það mun því ekki þurfa að greiða fasteigna- né gatnagerðargjöld af henni eða 550 fermetra þjónustuhúsi og öðrum skyldum byggingum. Nýi grasvöllurinn verður byggður ofan á gamla malar- völlinn. Markmið þessa nýja félags sagði Björgvin Gunnarsson vera skýr; að vera fjárhagslegur bakhjarl alls reksturs knatt- spyrnudeildarinnar. Gerður verður sérstakur samningur milli stjórnar Knattspyrnu- deildar UMFG og GK 99 sem kveður á um samskipti þessara aðila. Knattspymudeild UMFG mun hér eftir sem hingað til sjá um rekstur á öllum flokkum karla og kvenna þó með öflugum stuðningi hlutafélags- ins GK 99. Nýja félagið mun taka strax til starfa bæði við áframhaldandi söfnun hlutafjár en allir þeir sem skrá sig fyrir hlut í félaginu fyrir 16. maí teljast stofnfélagar. Aðspurður um það hvort sjávarútvegs- fyrirtækin kæmu sterk inní jretta félag játaði Björgvin því en hann er sjálfur er gamall skipsstjóri og einn eigenda Fiskaness. „Vissulega koma þau sterk inn í þetta félag en líka mörg önnur hér í bæ sem og einstaklingar", sagði Björgvin. Búið er að fá loforð fyrir tæplega 50 milljónum króna eða nærri sömu upphæð og bæjarfélagið leggur fram. Fyrsta markmið GK 99 er að safna 90 milljónum með heimild til aukningar í 150 milljónir kr. Allar nýjustu myndirnar og töluvert magn í DVD ATH. Opnunartilboð: 1 ný og 1 eldri + Super dós af Coke og lítill Maarud snakk = 450 kr. OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 15:00 - 23:00 • Verið velkomin **» «( v»» >(»Ukt vU fyttt* blunn MROBERTS RCHARDGíRI RUNAWAYBRIDE tA.LEKSTJÖRA PfímVWOMAN'. Opnar á ný, á nýjum stað, á Hringbraut 92 aginn 3. mars kl. 18.00 ÍHstund Wllt SMIIH KEVIN XLINE mu m u m umhumui uiiuuni ÍHstuwd Hringbraut 92 ■ sími 421 4822 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.