Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 11
1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi Hefðbundið skólastarf í Njarðvíkurskóla var brotið upp dagana 22.-24. febrúar. Þá unnu nem- endur þemaverkefni um kristnitökuna á íslandi. Þemadögunum lauk síðan með stórglæsilegri sýningu á sal skólans. Fjölda gesta mætti á sýninguna og gaman var að sjá hversu mikla vinnu krakkarnir höfðu lagt í verkefnin sín. II Miídii árangur af starfi j Leitarstöðvarinnar Nú þegar yfir stendur leit að krabbameini í leg- hálsi og brjóstum kvenna á vegum Leitar- stöðvar Krabbameinsfé- lags íslands skal á það bent að á s.l. árum hefur árangur af starfmu vakið heimsathygli. Allt skipu- lag og stjómun er með þeim hætti að dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 75% og ný- gengi um 67%. Af konum sem greinast með þennan sjúkdóm eru um 70% á fyrsta stigi og þar af fjórar af hverjum fimm á svonefndu hulinstigi þar sem búast má við fullum bata með einfaldri aðgerð, keiluskurði, sem ekki skilur eftir sig varanlegan skaða. Ef nýgengi væri það sama og í upphafi leitarstarfs- ins má ætla að 150 fleiri kon- ur hefðu látist af völdum sjúk- dómsins. Tíðni forstiga sjúk- dómsins fer þó vaxandi, eink- um meðal yngri kvenna og virðist þróunarferill þessa krabbameins mun hraðari en áður var ætlað. Sökudólgurinn er í 95% til- fella talin vera human- papiloma veira sem verið er að vinna bóluefni gegn. Væntanlega munu líða ára- tugir uns árangurs er að vænta af því starfi. A meðan er greining forstiga með legháls- stroki okkar leið til að spoma við nýgengi leghálskrabba- meins. Brjóstakrabbamein er algeng- asta krabbamein hjá konum og nýgengi þess hefur heldur aukist á síðustu árum, sum- part vegna betri greininga- tækni og sumpart vegna raun- verulegrar aukningar á sjúk- dóminum. Lífslíkur eru þeim mum betri því fyrr sem sjúkdómurinn upp- götvast. Þess vegna hef- ur brjóstamyndataka öðlast stöðugan sess í því forvamarstarfi sem beint er að brjósta- krabbameini. Til þess að auðvelda konum að mæta í brabbameinsleit hefur hún verið færð nær fólkinu á hverjum stað. A Heilsugæslunni okkar fer nú slíkt starf fram og hafa um 1600 konur af svæðinu fengið bréf send í pósti heim til sín. Við hvetjum nú ykkur, Suður- nesjakonur, að bregðast rétt við og panta ykkur þegar tíma. Leitinni lýkur þann 15. mars og þa kann að henda að einhver hafi orðið of sein. Við uppgötvum á hverju ári breyt- ingar sem hægt er að lækna af því að viðkomandi kom á réttum tíma. Vertu ekki of sein! Kveðja, starfsfólk H.S.S. íðir eiga heima í TVF m ísíma 421 4717 eða 898 2222 Maður vikunnar Hjónarúmið er uppáhalds skemmtistaðurinn Maður vikunnar að þessu sinni er Eggert Lárusson. en hann hefur staðið í ströngu að undanfömu við að moka snjó fyrir bæjarbúa Reykjanesbæjar. Nafn: Eggert Lárusson Fæddur livar og hvenær: 16. september 1934, Blönduósi Stjörnumerki: Meyja Atvinna: Flokksstjóri hjá Reykjanesbæ Laun: Mættu vera betri Maki: Hjördís Líndal Börn: Sigríður, Soffía, Páll, Þröstur, Jónatan Bifreið: Isuzu Double Cap 1997 * Besti bfll: Sami Versti bfll: Skodi Uppáhaldsmatur: fslenska lambakjötið Versti matur: söltuð hvalshúð Besti drykkur: íslenska vatnið Skemmtilegast: góðar stundir með tjölskyldunni Leiðinlegast: fá ekki að elda Gæludýr: engin Skemmtilegast í vinnunni: þegar allt gengur upp Leiðinlegast í vinnunni: þegar vinnufélagamir gleyma brosinu heima Hvað kanntu best að meta í fari fólks: heiðarleika En verst: undirferli Draumastaðurinn: Grímstunguheiði Uppáhalds líkamshluti á konuni/körlum: allir líkamshlutar Fallegasta kona/karl fyrir utan niaka: afastelpumar mínar Spólan í tækinu: Álftagerðisbræður Bókin á náttborðinu: Hústafla heilbrigðinnar frá 1856 Uppáhalds blað/tímarit: Lifandi vísindi Besti stjórnmálamaðurinn: allir bestir Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Fréttir Iþróttafélag: Ekkert sérstakt Uppáhaldskenimtistaður: hjónarúmið Þægilegustu fötin: sundskýlan Framtíðaráform: Njótalífsins Spakmæli: Farðu hægt svo þú komist áfram 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.