Víkurfréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 10
Spurning dagsins:
Ætlarðu að fá þér
saltkjöt og baunir og
bollur í næstu viku?
Ragnheiður Sævarsdóttir:
Alveg örugglega, ég borða
það alltaf.
Ágústa
Gy Ifa-
dóttir:
Já, ég ætla svo sannar-
lega að borða það í
Inga Fríða Gísladóttir:
Alveg hundrað prósent.
Ég ætla að baka vatns-
deigsbollur.
Kristinn Gíslason:
Já ég ætla að borða salt-
kjöt og bollur í næstu
viku, mér finnst það
mjög gott. Mamma
ætlar að baka handa
mér bollur.
Anton Hafþór Pálsson:
Ég ætla líka að borða
saltkjöt og bollur, mér
fjnnt það svakalega gott.
Ég ætla að láta mömmu
baka bollur handa mér.
■ Kristmundur Ásmundsson yfirlæknir skrifar:
Influensa hrjálr Suðurnesjamenn
Það hefur
vafalaust
ekki farið
fram hjá
neinum að
s k æ ð u r
influensu-
faraldur
gengur hér
núna. Urðu
menn varir
við þetta upp úr mánaðar-
mótum jan.-feb.. Einkenni eru
hár hiti sem kemur skyndilega
oft með kuldahrolli, höfuðverk,
hóstakjöltri, hálssærindum,
beinverkjum og oft niður-
gangur, kviðverkir og uppköst.
Þessi influensa leggst fyrst og
fremst á böm undir 10 ára aldri
og er mjög smitandi. Ástæðan
fyrir aldursskiptingunni er sú
að hún gekk 1991 og eru þeir
eldri því margir með ónæmi
fyrir þessum vírus.
Jafnframt gengur streptokokka
hálsbólga sem er bakteríu-
sjúkdómur en ekki vírus eins
og influensan. Einkenni þar eru
hár hiti, höfuðverkur og
beinverkir en fyrst og fremst
mikil særindi í hálsi og erfitt að
kyngja. Hafi menn mjög slæm
einkenni frá hálsi er full ástæða
til að láta líta á sig, þar sem
meðhöndlunar er þörf í jresum
tilvikum. Við influensu er
ráðlagt hitastillandi, kæling
með að fækka fötum, (hafa
smáböm á bleyjunni), og bað
ef með þarf. Verstu einkennin
ganga yfirleitt yfir á 3-4 dögum
en fólk jafnar sig að meðaltali á
um 1 viku. Ekki fara of
snemma af stað í skóla eða
vinnu og vera hitalaus í 1-2
sólarhringa áður. Versni fólki
aftur ber að leita læknis vegna
hugsanlegra fylgikvilla.
Athugið að hiti útilokar EKKI
heimsókn á heilsugæslustöð.
Engin heilahimnubólga hefur
greinst hér á Suðurnesjum
okkur vitanlega og enginn
faraldur í gangi.
Álagið á heilsugæsluna hefur
verið mikið eins og gefur að
skilja að undanfömu og höfum
verið að sinna um 200 manns
að jafnaði á sólarhring. Vil ég
beina þeim tilmælum til fólks
að leita ekki til heilsugæslunnar
nema nauðsyn beri til næstu 2-
3 vikurnar vegna þessa.
Neyðarvakt er allan sólar-
hringin en fólk er beðið um að
leita hingað að degi til ef unnt
er vegna álagsins á starfsfólk
kvöld og nætur. Ennfremur er
öll rannsóknaraðstaða opin á
daginn ef á þarf að halda og
sömuleiðis apótekin. Sýnum
biðlund í afgreiðslunni og á
biðstofunni.
Gera má ráð fyrir því að influ-
ensan sé komin yfir hámarkið
nú og hverfi að 2-3 vikum
liðnum.
Kristmundur Ásmundsson
yfirlæknir
Bryndís Heimisdóttir og Sveinn Sveinsson
og Jónas LúðviT<sson eignuðust dreng 25. janúar sl.
eignuðustdreng4. janúarsl. Hann var 4.560 gr. og 56 sm.
Hann var 3.370 gr. og 50 sm. Krjstín Kristjánsdóttir
Inga Margrét Teitsdóttir og Helgi Þór Einarsson
og Albert Eðvaldsson eignuðust dreng 16. febrúar sl.
eignuðuststúlku7. janúarsl. Hann var 3.120 gr. og 49 sm.
Hún var 2.940 gr. og 49.5 sm. Eydfs Eyjó|fsdóttir
Sigrún Dögg Sigurðardóttir og Stefán Einarsson
og Símon Georg Jóhannsson eignuðust stúlku 26. janúar sl.
eignuðuststúlku7. janúarsl. Hún var 3.760 gr. og 57 sm.
Hún var 3.120 gr. og 52 sm. Ása Guðmundsdóttir
Ingibjörg Þ. Eyjólfsdóttir og Ari Einarsson
ogöm Vilmundarson eignuðust stúlku 29. janúar sl.
eignuðustdreng9. janúarsl. yfíún var 4.400 gr. og 55 sm.
Hann var 4.000 gr. og 55 sm. ff^yrláó^
Indíana Ema Þorsteinsdóttir »ög Jón Berg Reynisson
eignaðistdreng 13. janúarsl. eignuðust dreng 8. febrúar sl.
Hann var 2.55o gr. og 47 sm. Hann var 4.040 gr og 54 sm.
Hrefna AAagnea Guðmundsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir
og Jóhannes Hleiðar Gíslason og Sævar Vatnsdal
eignuðust dreng 2jj. janúarsl eignuðust dreng 14. febrúar sl.
Hannvar3.55ogrog54sm. Hannvar 4.170 gr. og55sm.
GrétaCrétarsdóttir imiý Rós Þorsteinsdóttir
og Níels Jónharðsson og Jón Gauti Dagbjartsson
eignuðustdreng25.janúarsl. eignuðust dreng i5. febrúarsl.
Hann var 3.540 gr. og 53 sm. Hann var 4.090 gr og 55.5 sm.
■ Kristnihátíðir á Suðurnesjum:
Kristnihátíðin
haldin í Reykja-
neshöll 2. apríl
Víða um land fagna menn nú
1000 ára kristnitöku með
ýmsum hætti. í Kjalarness-
prófastsdæmi eru haldnar
fimm stórhátíðir þ.e. í
Reykjanesbæ, Hafnarfirði,
Garðabæ, Mosfellsbæ og
Vestmannaeyjum. Kristnihá-
tíðin í Garðabæ var haldin í
lok janúar s.l. en næsta hátíð
verður haldin sunnudaginn
5. mars í Mosfellsbæ.
Á liðnum vetri voru skipaðar
fimm þriggja manna nefndir,
ein á hverju svæði. til að annast
undirbúning og skipuleggja
dagskrá í tengslum við kristni-
hátíðamar. Á Suðumesjum var
ákveðið að halda sameiginlega
kristnihátíð sóknanna á Suður-
nesjum sunnudaginn 2. apríl
n.k. í Reykjaneshöllinni. Að
hátíðinni standa sveitarfélög á
Suðurnesjum og Kjalarness-
prófastsdæmi.
Á hátíðinni flytur forseti Is-
lands hr. Ólafur Ragnar Gríms-
son ávarp, þá verður Reykja-
neshöllin formlega blessuð,
ennfremur verður leitast við að
höfða til allra aldurshópa með
fjölbreyttri dagskrá. Meðal efn-
is verða tónleikar með lands-
frægum tónlistamönnum, há-
tíðarmessa og einnig verður
boðið upp á fjölbreytta fjöl-
skylduskemmtun þar sem fram
koma fjölmargir
listamenn af Suðumesjum.
Ákveðið hefur verið að allar
sóknir prófastssdæmisins fagni
þessum merku tímamót hver
með sínum hætti. I Utskála-
sókn verður Sívertsen-hátíð
haldin 19. mars n.k. þar sem
minnst verður hins merka
kennimanns sr. Sigurðar Br. Sí-
vertsen sem þjónaði í Utskála-
prestakalli á nítjandu öld. í
Hvalsnessókn verður Hall-
grímshátíð haldin 9. apríl til
minningar um trúarskáldið sr.
Hallgrím Pétursson. Báðar
þessar hátíðir hefjast með há-
tíðarguðsjrjónustu klukkan
13:30.
Markmiðið er að að virkja sem
flesta unga sem aldna til þátt-
töku á þessum menningar- og
trúarhátíðum sóknanna á [ress-
um einstöku tímamótum í sögu
kirkju og þjóðar.
Björn Sveinn Björnsson,
sóknarprestur í
Útskálaprestakalli
Hressilegt mannlíf og árshát:
- Látíð okkur vita al skemmtilegum uppákomm
10