Víkurfréttir - 20.07.2000, Page 15
Myndarlegar golfstelpur úr Happasæls-fjölskyldunni!
Begga, Heiörún Rós og Gerða Halldórs.
Orn Ævar Hjarlarson fagnar a viöeigandi hatt
eftir síöasta púttið á 72. holu. Örn Æuar lék
sannkallað meistaragolf og var 3 hringi af
fjórum á undir pari. Örn var aðeins 2 högg frá
vallarmeti sem liann setti sjálfur 1998.
Bestir í 4. flokki.
Að ofan f.v.
Adolf Sveinsson,
Sigurbjartur
Guðmundsson
og Skúli Þ.
Skúlason.
Til hliðar má sjá
Jón Eðvaldsson
og Jón
Sigurðsson,tvo
efstu menn í 2.
flokki karla.
Verðlaunahafar í kvennaflokki 50 ára og eldri, Hulda
Guðmundsdóttir, Valgdís Valgeirsdóttir og Elsa Lilja Eyjólfsdóttir
með Einari Magnússyni formanni GS.
Boltakapparnir Þórarinn Kristjánsson og Ragnar Ragnarsson
höfðu ástæðu til að fagna góðum árangri.
Tveir nýbyrjaðir strax komnir á verðlaunapall, Jóhannes
Sigurgíslason og Sigurður Garðarsson.
Meistaramótspunktar...
Níu manns úr þremur ættliðum Ijöt-
skyldu Guðmundar Rúnars Hall-
grímssonar og Gerðu Halldórsdóttur
tóku þátt í meistaramóti Golfklúbbs
Suðurnesja. Guðmundur eldri, Gerða og barna-
barn þeirra Heiðrún Rós Þórðardóttir komust
öll á vcrðlaunapall. Sá fjórði datt út fyrir ótrúleg
mistök. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, yngrí
var nokkuð öruggur með að vinna til verðlauna
og var í 3. sæti eftir 3 hringi af fjórum í meist-
araflokki karla. Þá kom í Ijós að hann hafði
undirritað skorkort sitt með rangri tölu á 8. holu
annan daginn. Hafði skrifað 3 en átti að vera 4
högg. Það þýðddi frávísun úr mótinu.
Sárgrætileg mistök hjá Guðmundi sem hafði
leikið mjög gott golf.
Guðmundur mun án efa ekki gleyma
þessu meistaramóti en svipað atvik
henti Irann Patraig Harrington í
atvinnumannamóti á evrópsku móta-
röðinni í vor. Þá gleymdi hann að undirrita
skorkort sitt og það þýddi einnig frávísun.
Harrington var með 5 högga forskot fyrir síð-
asta hringinn...
Knattspyrnu- og körfuboltamenn
létu ljós sitt skína á meistaramóti GS.
Þeir Ragnar Ragnarsson, körfubolta-
maður úr UMFN (bróðir Friðriks
Ragnarssonar) og
Þórarinn Kristjánsson,
„bjargvætturí' Keflavíkur í
knattspyrnunnni voru í
tveimur efstu sætunum í 3.
flokki. Ragnar var höggi
betri en Þórarinn. Annar
fótboltamaður úr Keflavík,
Adolf Sveinsson sigraði í 4.
flokki karla. Þar var í 3.
sæti forseti bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar, Skúli Þ.
Skúlason sem er kominn
með svakalega golfdellu
eins og reyndar félagi hans
í framsókn, Kjartan Már
Kjartansson sem lék einnig
í 4. flokki. í 2. flokki var
einnig knattspyrnumaður í toppsætinu, Jón
Halldór Eðvaldsson en hann er markvörður
Víðismanna í Garði og reyndar einnig þekktur
körfuknattleiksdómari...
Lögreglan á Keflavíkurflugvelli er
með marga snjalla kylfinga innan-
borðs. Þrír þeirra lentu í verðlauna-
sætum í meistaramóti GS. Fyrst ber að nefna
Oskar Halldórsson sem sigraði í 1. flokki og lék
sannkallað meistaragolf, m.a. annan hringinn á
tveimur undir pari, 70 höggum. Annel
Þorkelsson varð annar í sama flokki og Rut
Þorsteinsdóttir varð klúbbmeistari kvenna...
Metþátttaka var í mótinu en 178
kylfingar tóku þátt og slógu rúmlega
SS þúsund högg, mörg góð en auðvitað
mörg slæm.
Bergvíkin heitir frægasta golfhola á
ÍÖfe't ísland, sú þriðja á Hólmsvelli í Leiru.
i w í' Hggur meðfram sjónum og er
slegið yfir víkina. Holan er sú erfiðasta
að niargra mati á Islandi og ófáir lenda í því að
slá bolta sína í sjóinn en hún er par 3. I öðrum
hring mótsins fengu til að mynda bræðurnir
Arnar og Þröstur Astþórssynir báðir 10 högg á
holuna en daginn áður fékk Sigurður
Lúðvíksson 15 högg án þess þó að slá út í sjó.
Flest höggin voru slegin í sandgryfju við flöt-
Daglega á Netinu • www.vf.is
15