Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 20.07.2000, Blaðsíða 22
íris Edda og Eydís á Olympíuleika Fyrir síðustu helgi ákvað Sundsamband íslands að fara fram á það að samræma lág- markskröfur fyrir þátttöku á Olympíuleikum kröfum Frjáls- íþróttasambands Islands, þetta var samþykkt af hálfu íþrótta og Olympíusambands Islands. Þessar fréttir eru einstaklega gleðilegar fyrir okkur Keflvík- inga því þær stöllur Eydfs Konráðsdóttir og Iris Edda Heimisdóttir hafa synt á tímum sem eru töluvert betri en þessi lágmörk segja til um og hafa þess vegna tryggt sér þátttökurétt á OL. í Sydney. Töluverð umræða hefur verið um það undanfama daga hvort þetta sé rétta leiðin við val á Olympíuliði Islands og þess vegna ætla ég að setja hér fram nokkrar staðreyndir. ljFyrri lágmörk Sundsambands íslands voru sett með fyrirvara og miðuðu að því að þeir þátt- takendur sem næðu tilsettum skilyrðum ættu möguleika á að komast í úrslit á Olympíu- leikunum. Út frá þessu getur hver sem er spurt sjálfan sig að því hvort Jtað eigi að vera í verkahring Islendinga að fylla 8 - 16 manna úrslit í Sydney, til glöggvunar þá eru á bilinu 70 - 100 sundmenn í hverri grein. Það er að sjálfsögðu óskastaða að eiga sundmenn í úrslitum Olympíuleika en við verðum einnig að líta á það að senni- legast er meira en helmingur keppenda í hverri grein valinn á sömu forsendum og Sundsam- band fslands hefur kosið að gera nú. 2) Þau lágmörk sem nú em notuð eru nákvæmlega þau sömu og Frjálsíþróttasamband íslands notar þ.e. þær Iris Edda og Eydís þurfa að ná og hafa náð sömu lágmörkum og t.a.m. Jón Amar Magnússon og Guðrún Arnar- dóttir þurftu að ná til að tryggja sér keppnisrétt á leikunum. 3) Alþjóða Olympíunefndin setur upp ákveðin lágmörk fyrir keppnisrétt á Olympíuleikun þ.e. B - lágmörk sem leyfa hverri þjóð að senda einn keppanda í hverja grein og A - lágmörk en þau em í raun og vem notuð til að takmarka keppendur í hverja grein því þau em strangari og ef að þjóð ætlar að senda tvo keppendur í einhverja einstaka grein þurfa þeir báðir að hafa náð árangri undir A - lágmörkum. íris Edda og Eydís hafa báðar náð B - lágmörkum Alþjóðlegu Olympíunefndarinnar og þannig tryggt sér keppnisrétt. Þær íris Edda og Eydís munu nú á næstu vikum ganga í gegnum skemmtilegt en mjög svo krefjandi undirbúningstímabil þar sem æft verður í Keflavík, Kópavogi, Reykjavík, Hvera- gerði, Akranesi og Akureyri. Þær munu halda utan föstudaginn 25. ágúst til Ástralíu þar sem við taka þriggja vikna æfingabúðir rétt fyrir utan Sydney. Leikamir sjálfir fara síðan fram frá miðjum september fram í byrjun október og mun Eydís keppa í 100 metra flugsundi og fris Edda í 100 og 200 metra bringusundi. Með sundkveðju jyrir hönd Sunddeildar Keflavíkur Eðvarð Þór Eðvarðsson, Yfirþjálfari. Eydís Konráðsdóttir íris Edda Heimisdóttir Birkir Már Jónsson lirkir Már íslandsmeistari aðeins 13 ára Keppnistímabilinu lauk með eftirminnilegum hætti hjá Sunddeild Keflavíkur á Sund- meistaramóti fslands í kópavogi um síðustu helgi. íris Edda Heimisdóttir varð áttfaldur íslandsmeistari, hún sigraði í öllum sínum greinum í unglinga og fullorðinsflokki. Þetta hefur svo sannarlega verið glæsilegt tímabil hjá Irisi sem sett hefur aragrúa meta, orðið Norður- landameistari, margfaldur ís- landsmeistari og þar að auki áunnið sér rétt á stærsta íþróttamót veraldar, Olympíu- leikana. Eva Dís Heimisdóttir varð íslandsmeistari í 100 metra skriðsundi með glæsilegu sundi þar sem hún bætti sinn fyrri árangur um eina sekúndu, Eva sannaði þama svo um munaði að hún er búin að ná sínum fyrri styrk í sundíþróttinni og gott betur en það. Birkir Már Jónsson aðeins 13 ára að aldri sigraði með fáheyrðum yfirburðum í 1500 metra skriðsundi karla og bætti sinn fyrri árangur um tæpar 40 sekúndur, Birkir Már er ennþá í B - hóp sunddeildarinnar en færist upp í A - hóp í haust og verður fróðlegt að fylgjast með þessu mikla efni á komandi misserum. Pilta og stúlknasveitir Keflvíkinga sigmðu öll boðsund á mótinu en í Piltasveitinni syntu þeir Jón Gauti Jónsson, Birkir Már Jónsson, Guðlaugur Már Guðmundsson, Heiðar Hildiberg Aðalsteinsson, Guðgeir Arn- grímsson, Hafþór Ægir Sigur- jónsson og Páll Ágúst Gíslason en í stúlknasveitinni syntu þær Dfana Osk Halldórsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Þóra Björg Sigur- þórsdóttir, Berglind Þorsteins- dóttir og Jóhanna Marsibil Pálsdóttir. Lang flestir sundmenn félagsins vom í stórgóðri bætingu og fyrir utan gullverðlaunin sem deildin fékk á mótinu áunnust tugir silfur og bronsverðlauna. Það er svo sannarlega bjart yfir framtíðinni hjá sunddeildinni og fær hinn nýi þjálfari frá Kanada, Paul Meronen fjöldan allan af góðum og efnilegum sund- mönnum til að moða úr. Eg vill að lokum nota tækifærið og þakka fyrir mig, ég hef starfað hjá Sunddeild Keflavíkur meira og minna síðastliðin 9 ár og hefur þetta verið gríðarlega skemmtilegur tími sem skilur mikið eftir sig. Eg kem til með að fylgjast með framgangi Sunddeildarinnar með miklum áhuga á komandi ámm. Gangi ykkur vel. Líf og fjör. Fyrir liönd Sunddeildar Keflavíkur Eðvarð Þór Eðvarðsson, Yfirþjálfari. \ Fnabæn anangur hja | í sundfolhi Reykjanesbæjar í ! Sundfólk úr Reykjanesbæ fór ! 30 sinnuni á verðlaunapall J um síðustu helgi þegar ■ sundmeistaramót Islands var I haidið í Kópavogi. I Iris Edda Heimisdóttir, | Keflavík, vann til átta gull- I verðlauna á mótinu eða í öllum I sínum greinum í unglinga- og I fullorðinsflokki.og systir I hennar Eva Dís, vann eitt gull. J Iris Edda æfir stíft um þessar [ mundir og telur sig vera á réttri [ leið, en hún æfir 11 sinnum í ■ viku u.þ.b. 2 klst í senn, enda er I hún á Ieið á Evrópumeist- I aramót unglinga í Frakklandi í I lok þessa mánaðar og á I Olympíuleikana í Sidney ásamt I Eydísi Konráðsdóttur í haust. I Yngsti íslandsmeistarinn á I mótinu var Birkir Már Jónsson, I Keflavík, en hann aðeins I____________________________ þrettán ára gamall. Hann [ sigraði með yfirburðum í 1500 [ metra skriðsundi á mótinu. Njarðvíkingurinn Sigurbjörg ■ Gunnarsdóttir komst þrisvar | sinnum á verðlaunapall. Hún | sigraði í 200 metra flugsundi, | varð í öðru sæti í 100 metra I flugsundi og því þriðja í 200 I metra skriðsundi. Þá vann I Njarðvíkingurinn Jón Oddur • Sigurðsson í 200 metra 1 bringusundi, en hann náði j einnig lágmarki í 50 metra j bringusundi fyrir Norðurlanda- . mót unglinga sem fer fram í ■ Svíþjóð í desember. Samtals fóru Reykjanes- | bæingar 30 sinnum á verð- | launapall á mótinu og er það I glæsilegur árangur hjá sund- I fólki bæjarins. ____________________________I Gpindavíkupstúlkup enn á toppnum Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð til Isafjarðar á sunnudaginn er þær unnu Bí 5-1. Leikurinn byrjaði hálf rólega fyrir utan eitt færi sem Bí átti á fyrstu mínútum lciksins en Sara markmaður varði vel. Fyrsta markið skoraði svo Erla Ósk Pétursdóttir eftir fínt samspil upp völlinn. Bára Karlsdóttir bætti svo öðru marki Grinda- víkur við í fyrri hálfleik. Erla Ósk skoraði svo þriðja markið úr vítaspymu. Heimastúlkur náðu að klóra í bakkann með því að skora eftir að Sara markmaður gaf beint í fætur andstæðinganna rétt við teiginn. Fjórða mark Grind- víkinga skoraði Ólína Viðars- dóttir eftir að hún fylgdi vel eftir góðu skoti að marki BI. Fimmta og síðasta markið skoraði Heiða Sólveig Haraldsdóttir eftir góða stungusendingu. Bí stúlkur mega teljast heppnar að fá ekki á sig fleiri mörk og var það markmanninum að þakka sem var þeirra allra besti maður. M.a. var einu skoti bjargað á línu, einnig áttu Grindavíkurstúlkur tvö sláarskot og eitt skot í stöng. Grindavíkingar skiptu um markmann þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum en kom hann aldreivið boltann og sýnir það kannski hvernig seinni hálfleikur spilaðist. Með þessum sigri halda Grinda- víkurstúlkur toppsætinu í 1. deild kvenna. Næsti leikur hjá Grindavík verður grannaslagur við RKV en sá leikur fer fram þriðjudaginn 25. júlí á Grinda- víkurvelli klukkan 20:00. RKV í annað sæti RKV vann góðan sigur á BÍ ntiðvikudaginn 12. júlí, 0-4 í 5. untferð A-riðilsl . deildar kvenna í knattspyrnu, en leikurinn fór frant á ísafirði. RKV-stúlkur vom mun betri allt frá upphafi leiks til enda, en fyrsta mark leiksins kom á 15. mínútu og var það markaskor- arinn mikli, Lilja íris Gunn- arsdóttir sem þar var að verki. Gestimir náðu að bæta við öðm marki í fyrri hálfleik þegar Lóa Björg Gestsdóttir skoraði. í síðari hálfleik léku RKV- stúlkur enn betur og gjörsamlega yfirspiluðu lið BI, sem átti varla marktækifæri í leiknum. Þrátt fyrir fjölda dauðafæra af hálfu RKV í síðari hálfleik, náði liðið ekki að skora úr nema tveimur þeirra. Hrefna Magnea Guð- mundsdóttir skoraði fyrra markið beint úr hornspyrnu og Sara Smart gulltryggði svo sigurinn með marki af markteig. Með sigrinum í gær komst RKV upp í annað sæti riðilsins með níu stig, eins og Þróttur sem er í þriðja sæti með lakara marka- hlutfall. Grindavík vermir topp- sæti riðilsins með 13 stig. 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.