Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 8
Viöskiptatækifæri fyrir Kínverja á Reykjanesi -Getum lært mikiö af íslendingum, sagði viðskiptaráðherra Kína Viðskiptaráðherra Kína, frú Wu Yi, heimsótti Reykjanes í síðustu viku og kynnti sér að- stæður og atvinnulíf á svæðinu. Hún átti fund með Ellerti Ei- ríkssyni bæjarstjóra, í Eldborg en hann heimsótti Shanghai borg í vor, ásamt forsvars- mönnum nokkurra fyrirtækja frá Suðumesjum. Kínverjar sjá mikla möguleika á samstarfi við Islendinga á sviði orku- mála, hugbúnaðar og sjávarút- vegs. í fylgdarliði viðskiptaráð- herra vom um fjömtíu forstjór- ar kínverskra fyrirtækja sem komu hingað til að stofna til viðskiptasambands. Frú Wu Yi dvaldi aðeins í nokkrar klukkustundir á Reykjanesi í upphafi opinberr- ar heimsóknar sinnar til ís- lands. Henni var tíðrætt um hversu þróað land ísland væri, þrátt fyrir að það væri mun minna en Kína. Hún sagði Kín- verja geta lært margt af íslend- ingum og það vakti aðdáun hennar hvernig Islendingar nýttu jarðhitann. Megintilgangur heimsóknar frú Wu Yi var að kanna hvernig hægt væri að auka viðskipta- tengsl Kína og Islands. „Við getum lært mikið af ykkur. ís- land er lítið land sem hefur tek- ist að iðnvæðast. Island er Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar býðurtrú Wu Yi velkomna við komuna í Eldborg 1 Hagkaup er ætíð opið í hádeginu. Alla virka daga til kl. 20 og laugardaga og sunnudaga til ..”....... HAGKAUP ■-> ttjiiM'Jsíc - Béfih j'týiirÖi/JJ: mjög þróað hvað varðar nýt- ingu á fiskveiðiauðlindum og jarðhita. Hér er einnig mjög þróaður hugbúnaðariðnaður og ég tel vera mikla möguleika á samvinnu á þessum sviðum. I sendinefnd minni eru iðnrek- endur sem eiga eflaust eftir að reyna að koma á viðskiptum við íslensk fyrirtæki", sagði frú WuYi. Frú Wu var spurð að því hvort menningarmunur gæti verið hindrun í efnahagslegri sam- vinnu landanna tveggja. Hún sagði svo ekki vera. „Kína er opið í dag og við höfum þegar hafið samvinnu við Islendinga á sviði orkunýtingar. íslending- ar hafa þjálfað 44 einstaklinga sem erusérfræðingar í orku- málum. Eg tel það vera sterkan bakgmnn fyrir okkur. Við emm nú að byggja 20 fiskiskip fyrir Islendinga. Þess má geta að viðskipti Islands og Kína juk- ust mjög á tímabilinu janú- ar/ágúst á þessu ári“, sagði frú WuYi. Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofan var með kynningu á markaðstækifærum á Reykja- nesi og Albert Albertsson kynnti Hitaveitu Suðurnesja. Ólafur Kjartansson fram- kvæmdastjóri MOA sagði að starfsmenn MOA fögnuðu hverju tækifæri sem gefst til að kynna Reykjanes fyrir innlend- um og erlendum aðilum, hvort sem um er að ræða kynningar á sviði viðskipta, ferðamála eða menningar. „Móttaka erlendra gesta og kynningar eru sífellt að verða fyrirferðameiri í okkar daglega starfi sem gefur okkur tækifæri til að leggja mismunandi áherslur á málefni. í þessu til- felli var áhersla lögð á jarðhita- nýtingu. Það er ljóst að heimsókn frú Wu Yi getur haft mikla þýðingu fyrir okkur þar sem hún er mjög hátt sett í kín- versku viðskiptalífi", sagð Ólafur. Sönglonleiltar í NjarM Sigríður Aðalsteinsdóttir, mezzósópran og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, halda tónleika í Ytri-Njarðvíkur- kirkju 23. september kl. 17. Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. Á efnisskránni er lög eftir þekkta höfunda eins og Purcell, Brahms, Schumann, Rossini og fleiri en þær munu einnig syngja lög við ljóð Atla Heimis og Sigvalda Kaldalóns, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð o.fl. sem mun eflaust ylja ntörgum um hjartarætur. Sigríður er fædd og uppalin í Reykjavík, en er búsett í Keflavík. Hún lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1995 og hélt þá um haustið til Vínarborgar í fram- haldsnám við óperudeild tón- listarskólans, en þaðan lauk hún prófi í janúar s.l. með hæstu einkunn. Sigríður hefur verið ráðin við Þjóðarópemna í Vín á næsta leikári og syng- ur þar m.a. hiutverk Mercedes í Carmen og Fjodor í Boris Gudonow. 8

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.