Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 14
■ Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Kír fyrir börn og unglinga í vetur eins og í fyrra, verður starfandi kór við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Öllum nemendum í 3. til 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar er velkomið að koma í kórinn. Æfingar verða á fimmtudögum kl.17 - 18.30 á sal tónlist- arskólans við Austurgötu. Innritun verður á skrifstofu skólans til og með miðvikudeginum 27. septem- ber. Skrifstofan er opin alla virka daga nema miðvikudaga frá kl.13-17 en miðvikudaga frákl.9-13. Kórgjaldið fyrir veturinn er kr. 4000 og greiðist við innritun, en þeir sem eru nemendur við tónlistarskólann greiða ekki kórgjald. Kór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tók þátt í nor- rænu kóramóti s.l. vor, NOR- BUSANG, sem haldið var í Reykjavík. Þar var sungið víðs vegar um borgina, en hápunk- tur mótsins voru tónleikar í Laugardalshöll þar sem allir kórarnir sungu sameiginlega við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Stjómandi kórs TR er Hjördís Einarsdóttir. Kórstarf er mjög skemmtilegt og þroskandi og eru börn og unglingar í Reykjanesbæ eindregið hvattir til að taka þátt í kór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri B.S, Harry Birgersson aðalvarðstjóri í Lindesberg, Zamo Kristjensson slökkviliös- stjóri og Jón Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóri BS. Tveir slökkviliðsmenn frá Lindesberg í Svíþjóð heimsóttu Brunavamir Suðumesja í síð- ustu viku. Markmið heimsókn- arinnar var að auka samskipti og samstarf slökkviliðanna, meðal annars m.t.t. þjálfunar- mála. Mennirnir tveir dvöldu á ís- landi í þrjá daga og notuðu tímann til að kynna sér starf- semi slökkviliða víða um land, m.a. á Akureyri, í Vestnranna- eyjum og Reykjavík. Þeir skoðuðu m.a. útkallsstyrk, vinnufyrirkomulag og þjálfun- armál. Jón Guðlaugsson, varaslökkvi- liðsstjóri Brunavarna Suður- nesja, vonar að þessi heimsókn sé upphaf á frekara samstarfi liðanna. í Lindesberg er rekinn skóli, sem vel er útbúinn til verklegra æfinga, en slökkvi- liðsmenn víða úr heiminum sækja hann. „Við vonumst til að geta sent strákana okkar í skólann til þeirra í þjálfun og við sömuleiðis tekið á móti þeirra mönnum. Þetta er mjög spennandi verkefni sem býður upp á ýmsa möguleika", sagði Jón. Plúsferðir/Úrval Útsýn, Hafnargötu 15,Keflavík - Sími: 585 4250 - Fax: 585 4260 j Fv. Jón Gröndal, umferöaröryggis j fulltrúi Suðurnesj«, Ragnheiður Davíðsdóltir frá VÍS og Skúli Þ. Skúlason, fuíltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Suðurnesja. og kvenna! Frábært tækifæri fyrir saumaklúbbana/karla Vikuferðir til Mallorca 4., 11eða 18. október. Verð frá kr: 41.350.- á mann, m.v. 2 í studeo íbúð m. flugv.sköttum. Nánari upplýsingar á söluskrifstofu Plúsferða í Keflavík. Ungbarnaeftirlit Suðurnesja fékk þrjá bamabílstóla afhenta sl. þriðjudag. Stólana á að nota til að sýna foreldrum tökin við að koma ungbami fyrir í fjöl- skyldubílnum. Ný könnun um- ferðaröryggisfulltrúa við sex leikskóla á Suðumesjum sýnir að 12-23% foreldra gæta ekki öryggis bama sinna á fullnægj- andi hátt. Vátryggingafélag íslands gaf ungbamaeftirlitsdeild Heilsu- gæslu Suðurnesja þrjá ung- barnastóla og Samkaup gaf deildinni dúkkur til að nota í sýnikennslu. Stólunum verður komið fyrir í Reykjanesbæ og í Grindavík en einn þeirra verð- ur notaður til sýniskennslu í öðrum byggðalögum á Suður- nesjum. Að sögn Jóns Gröndals er mis- brestur á að böm séu í bílstól en hann leggur áherslu á að fólk gæti fyllsta öryggis bama sinna. Samkvæmt nýrri reglu- gerð er nú 10 þús. kr. sekt við að hafa böm laus í bílnum. EIGNAMIDLUN SUDURNESJA Sigurdur Ragnarsson, fasteignasali-Bódvar Jónsson, sölumaóur Hafnargötu 17, Keflavík - Simi 421 1700 Fax 421 1790 - Vefsíða www.es.is Til sölu er rekstur sólbaðsstofu í kjallara Flughótels í Keflavík. Mjög góð aðstaða er á staðnum s.s. líkamsræktartæki, nuddpottur, gufubað, 2 nýir 10 mín. sólbekkir og fleira. Verð 2.900.000.- Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Eignamiðlunar Suðurnesja. NÝTT TVF KEMUR ÚT í KVULDN FERÐIR 14

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.