Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 21.09.2000, Blaðsíða 10
Á undanförnum árum hefur fjöldi ný- búa á íslandi aukist töluvert. Á Suður- nesjum býr fólk af ólíkum þjóðerni. Janeth Soleminio er frá Filippseyjum og býr í Njarðvík ásamt íslenskum sambýlis- manni sínum Steini Sigurðssyni. Hún kom hingað alein og ófrísk, af syni sínum Mikael Jóni Solem- inio, fyrir 9 árum síð- an. í dag lítur hún á ísland sem heima- land sitt og hefur ekki í hug að yfir- gefa þessa köldu eyju í norðri. Hörð lífsbarátta Janeth fæddist á eyjunni Mindanao og ólst upp í borginni. Faðir hennar var verkstjóri í trjásögunarverkmiðju, þang- að til hún var 16 ára, og móðir hennar starfaði sem sölukona. Foreldrar hennar fluttu í sveitina þegar Janeth var tvítug en henni líkaði ekki að búa þar. Hún seg- ist ekki skilja af hverju fólkið lifir í sveit- inni, því þar eru engin fyrirtæki, námur eða annað slíkt. Námafyrirtækið, sem var þar, hefur nú hætt allri starfsemi. Fólkið lifir eingöngu á landbúnaði, ræktar kókostré, maís og nokkrar tegundir af ávöxtum. Algengt er að einhver úrifjöl- skyldunni fari erlendis eða til borgajinn- ar að vinna til að afla tekna fyrir tjöl- skylduna. Janeth á fimm systkini og þau hafa öll fengið tækifæri á að ganga í skóla. Faðir þeirra vann í Saudi Arabíu í mörg ár til að geta kostað skólagöngu bama sinna, því laun hans í sögunarverk- smiðjunni dugðu ekki til að sjá fyrir þeim. „Einn bróðirinn er í vélstjóranámi og annar er laganemi. Hann vinnur á daginn og gengur í skóla á kvöldin. „Pabbi er orðinn svo mikill sjúklingur og hefur ekki ráð á að senda báða í skóla. Eg get heldur ekki lofað að styrkja hann því þetta er rosalega dýrt nám”, segir Janeth. Fór í Ijósmóðurnám Janeth gekk í skóla sem var rekinn af nunnum og lauk þaðan gagnfræðapróft og byrjaði svo í hjúkrunarfræði. „Eg hafði áhuga á að halda áfram en kunnningjar mínir fóm í ljósmóðumám og þá datt mér í hug að gera það líka. Eg tók inntökupróf og útskrifaðist 1988 sem Ijósmóðir.” Hún segir Ijósmóðumámið á Filippseyjum styttra en á Isiandi, þar tek- ur það 2 ár en á íslandi um 5 ár. Námið úti er líka öðruvísi uppbyggt. „Það er að mestu leyti byggt á verklegri kennslu og nemendur fá aldrei frí. Við vomm þessi tvö ár stöðugt á sjúkrahúsinu og fengunt ekki sumarfrí, jólafrí eða neitt svoleiðis. Við unnum frá klukkan 7 á kvöldin til 7 á morgnana á sjúkrahúsinu. Eg þurfti svo að mæta í skólann klukkan 8, þegar ég var nýkomin heim af sjúkrahúsinu. Ég hafði þá rétt tíma til að borða morg- unmat og taka til skóladótið. Við vorum oft ekki búin fyrr en klukkan 2 á daginn í skólanum þá lagði ég mig og þurfti svo að mæta aftur á sjúkrahúsið.” A Filipps- eyjum er mikið atvinnuleysi og þegar Janeth lauk námi gat hún ekki fengið vinnu á sjúkrahúsi því prófskírsteinið fékk hún ekki fyrr en að fjómm mánuð- um liðnum. Hún fór því að vinna við að gæta gamals fólks í nokkra rnánuði en fékk að lokunt vinnu á stóm sjúkrahúsi, þar sem hún vann í nokkra rnánuði áður en hún kom til Islands. Örlagarík ákvörðun Lífið í Filippseyjum var gott, Janeth átti kærasta þar og var í góðri vinnu sem ljósmóðir en þá gripu örlögin í taumana. Janeth hlær sínum dillandi hlátri þegar hún er spurð hvers vegna í ósköpunum hún haft komið til Islands. „Frænka mín, sem er gift íslenskum manni og býr nú í Danmörku, bað mig um að koma til Is- lands og passa bömin fyrir sig í eitt ár. I fyrstu sá ég enga ástæðu til jress því ég hafði það gott úti en mamma mín sagði að ég yrði að grípa þetta tækifæri. Ég sló til og fékk eins ár leyft frá sjúkrahúsinu. Það var ekki fyrr en ég kom til Islands að ég komst að því að ég var ólétt. Ég hefði auðvitað aldrei farið hefði ég vitað það fyrr. Ég fékk áfall og var ákveðin í að fara í fóstureyðingu. Mér fannst ég ekki vera tilbúin til að eignast barn strax. Olafur læknir sagði að ég yrði að skrifa föður barnsins og fá hans leyfi en ég vissi að það tæki langan tíma. Ég talaði þá við pabba ntinn, sem var þá í Saudi Arabíu, og hann sagði að ég yrði sjálf að taka ákvörðun. Hann sagði líka að ef ég ætlaði að eiga barnið þá nryndi hann hjálpa mér og senda mér peninga. Hann stóð við það og frænka mín hjálpaði mér líka mjög mikið. Nokkrum árum síðar komst ég að því að fjölskylda mín hefði skipulagt að slíta sambandinu milli mín og bamsföður míns, því þeim líkaði ekki við hann. Að senda mig til Islands var hluti af þeirri áætlun”, segir Janeth og brosir nú að tilhugsuninni. Fann ástina á íslandi „Ég kynntist Steina þegar Mikael var 7 mánaða. Ég var að vinna á austurlensku veitingahúsi í Keflavík og vinkona mín, Marina sem er frá Filippseyjum, gætti Mikaels á nteðan. Hún var gift Einari, vini Steina og stundum þegar ég fór að sækja Mikael var Steini þar í heimsókn. Hann var rosalega góður við Mikael en ég var aldrei að hugsa um að fara í sam- búð á þessum tíma. Ég var fyrst og fremst að hugsa um að bjarga sjálfri mér. En þetta þróaðist samt þannig að við Steini kynntumst betur með tímanum og fómm svo að búa sarnan 1992.” Vildi ekki vinna í frystihúsi Janeth er dugnaðarforkur og hefur unnið við eitt og annað síðan hún kom til Is- lands. Hún vann á Hótel Örk í Hvera- gerði í tvö og hálft ár. Hún fór með rútu í vinnuna og vann 5 til 6 daga í viku á hót- elinu. „Þetta var erfitt en launin vom góð og eigendumir vom mjög góðir við mig. A endanum fannst mér ég ekki geta ver- ið svona mikið í burtu frá Mikael og ég varð að taka ákvörðun um hvað ég ætl- aði að gera. Ég fór að vinna í frystihúsi, en nú vinn ég í Flugeldhúsi og líkar vel.”

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.