Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.12.2000, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.12.2000, Blaðsíða 6
Fv. Guðbjörg Ingimundardóttir, formaður Safna- og menningarráði Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, Einar Örn Einarsson Safna- og menningarráöi Reykjanesbæjar og Magnús Haraldsson stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja. Kjartan Már Kjart- ansson, fyrrverandi skólastjóri Tónlistar- skóla Keflavíkur og Kaupfé- lag Suðurnesja hlutu Súlu- verðalaunin í ár sem eru menningarverðlaun Reykja- nesbæjar. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bókasafni Reykjanesbæjar í síðustu viku og það var Magnús Haraldsson, stjórn- arformaður sem tók við verð- laununum fyrir hönd Kaup- félags Suðurnesja. Menningar-og safnaráð Reykjanesbæjar afhenti einnig styrki til sex listamanna og hópa. Hljómsveitin Rými fékk 50 þús. kr. vegna útgáfu geisla- disks, Eiríkur Ami Sigtryggs- son og Reynir Katrínarson myndlistarmenn, fengu hvor unt sig 50 þús. kr. vegna sýn- Ný gjaldskrá leikskóla Almennt Einstcett gjald foreldri Klst: 4 8.600.- 6.600,- 5 10.750,- 8.250,- 6 12.900,- 9.900,- 7 15.050,- 11.550,- 8 17.200,- 13.200,- 9 19.350,- 14.850,- 9,5 20.425,- 15.675,- Gjaldskráin tekur gildi 1. febrúar 2001. Systkinaafsláttur: Fyrir l.barn greiðist fullt gjald, fyrir 2.og.3. barn greiðist 1/2 gjald. Bœjarstjórinn í Grindavík. ingarhalds, Baðstofan fékk 125 þús. kr. vegna reksturs félags- ins, Leikfélag Keflavíkur fékk 400 þús. kr. vegna leikstjóra- launa og Félagsmiðstöðin Fjör- heimar fékk 25 þús. kr. vegna reksturs listasmiðju. Kjartan lét þau orð falla við móttöku verðlaunanna, að hon- um þætti sér mikill Iteiður sýndur og þakkaði öliu því góða fólki sem hann hefur fengið að vinna með á undan- förnum árum að menningar- málum. „Ég tel það mína gæfu aðhafa fengið að vinna að áhugamáli ntínu bæði í gegnum tónlistar- skólann. menningamefndir og ýmis félagasamtök. Ég vil hvetja alla bæjarbúa til að legg- ja sitt af mörkum og standa á bak við alla þá sem leggja stund listir í Reykjanesbæ og rækta sitt hlutverk sem neyt- endur. Njótendur eru lista- ntönnum nauðsynlegur hvati til þess að vinna að list sinni. Ef i'áir sýna störfum listamanna, hvort heldur er áhugamanna eða atvinnumanna, áhuga er hætt við að fólk gefist upp. Öfl- ugt menningarlíf í sveitarfélag- inu er því á ábyrgð allra bæjar- búa.“ Magnús Haraldsson sagði að Kaupfélag Suðurnesja hefði ætíð litið á það sem skildu sína að styrkja og styðja við menn- ingu og félagsmál á svæðinu þegar afkoman hafi leyft slíkt. „Veiting þessara verðlauna til félagsins sýnir að eftir þessu er tekið og með því er okkur mik- ill heiður sýndur." Siðlúil jolabann Irindavi Jólabarn Suðurnesja árið 2000 er drengur fæddur á aðfaranótt desentber kl. 3:40. Hann var 3855 gr. við fæð- ingu og 52 sentimetrar. Foreldrar hans eru Þórdís Daníelsdóttir og Grétar Valur Schmidt en þau eru bæði úr Grindavík. Móður og syni heilsast vel. Þegar blaðamaður VF leit við á fæðingardeildinni á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja var öll fjölskyldan þar sam- ankomin en jóladrengurinn á tvö eldri systkini, Söndm Yr Grétarsdóttur 8 ára og Daníel Leó Grétarsson 5 ára. Það fór ekki frant hjá neinum að þau vom stolt af litla bróður sem var drifinn í jólasveinabúning fyrir myndatökuna. Að sögn ntóðurinnar gekk fæðingin mjög vel, en hún tók aðeins tvo tíma eftir að hún kom á sjúkrahúsið. Hamingjusöm fjölskylda með jólabarnið. Mynd: Silja Dögg B GLEDILEGT N Ý T T A R

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.