Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 29.12.2000, Síða 16

Víkurfréttir - 29.12.2000, Síða 16
Minnast hinna látnu Baráttuhópur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar og bæt- tri umferðarmenningu kveikti á fimmtíu og tveimur friðar- kertum, skömmu fyrir jól við Kúagerði. Ætlunin var að láta kertin loga yfír hátíðirnar. Hver kerti táknar einstakling sem hefur látið lífið í umferðar- slysi á Brautinni á liðnum árum. Á sama stað hefur skilti ver- ið komið fyrir sem á stendur „Tíminn er mannslíf'*. Með þess- um aðgerðum vill hópurinn undirstrika nauðsyn þess að tvö- falda Reykjanesbrautina sem fyrst. Jákvæö tfðindi en þó lítið skref í stóru máli -segir Steinþór Jónsson, einn áhugamanna um Reykja- nesbrautina en matsáætlun um tvöföldun hefur verið lögð fram „Við lítum á þessa frétt sem litla jólagjöf til okkar sem í dag berjumst fyrir að breikkun Reykjanesbrautar verði flýtt“, sagði Steinþór Jónsson einn af áhugamönnum um Reykja- nesbrautina en matsáætlun fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar hefur verið lögð fram. „Við gemm okkur þó grein fyrir að þetta er aðeins Iítið skref í stóru máli sem við ætlum að fylgja saman til enda.“ Tillaga að matsáætlun vegna breikkunar Reykjanesbrautar var lögð fram hjá Skipu- lagsstofnun 21. des. Sl. en hún var unnin af Hönnun hf. Úrskurðar Skipulagsstofnunar er að vænta í janúar og áætlað er að matsskýrsla verði tilbúin mánuði síðar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í apríl og á úrskurður Skipulagsstofnunar að liggja fyrir í maí. Framkvæmdir eiga að hefjast árið 2002. Markmið breikkunar Reykja- nesbrautar er að auka umfer- ðaröryggi og bæta þjónustu við veginn. Kynnt verður í skýrslunni hver áhrif breikku- narinnar verði á umferðar- öryggi en slysakort fyrir Reykjanesbraut verður lagt fram. Ljóst er að umhverfis- áhrif framkvæmdanna verða ekki eins mikil og ef um væri að ræða lagningu nýrrar brautar um áður óraskað svæði „Það verður fróðlegt að fá greinagóð svör frá Sam- gönguráðherra á borgarafund- inum 11. janúar n.k. en hann hefur þegar boðað komu sína ásamt fjölmörgum þingmön- num kjördæmisins. Hópurinn hefur verið í góðu sambandi við þingmenn svæðisins og við berum fullt traust til þeirra í þessu stóra máli“ sagði Steinþór Jónsson. Daglega á Netinu www.vf.is Hof í Garöi gefur góðar gjafir Kiwanisklúbburinn Hof Garði gaf Gerðaskóla fjóra Ritþjálfa QfencCum (jfuðumesjammnum, ötfum oítlmr Cestujófa- og mjárs/keðjur. B.B. ogfélagan á aðfangadag. Ritþjálfinn er hjálpartæki sem notað er við sérkennslu. Við sama tækifæri afhenti klúbburinn Björgunar- sveitinni Ægi í Garði talstöð í björgunarbátinn. Gjafimar vom keyptar fyrir hagnað af flug- eldasölu síðasta árs. „Við byrjuðum að selja flug- elda í Víðishúsinu við íþrótta- völlinn sl. fimmtudag og ég vil hvetja fólk til að styrkja gott málefni og þakka um leið veitt- an stuðning", segir Garðar Steinþórsson formaður styrkt- amefndar Hofs. Leiðrétting vegna rang- feðrunar á mætum listamanni Undirrituðum varð það á að rangfeðra okkar ágætu lista- konu Ástu Pálsdóttur í pistli mínum í síðasta blaði. Sumir hefðu nú kennt um prentvillu- púkanum en veldur sá á heldur. Þegar ég uppgötvaði mistökin var blaðið þegar farið í prentun og því ekki hægt að leiðrétta fyrr en nú. Listamaðurinn var þegar beðinn velvirðingar áður en blaðið birtist, en nú er þessu komið á framfæri. Þess skal þó getið að sýning hennar á H.S.S. stendur fram yfir ára- mótin, jafnvel þó fjölmargar myndir hafi þegar horfið af veggjum og lent í jólpökkum þiggendum til mikillar gleði. Fólk er því hvatt til að skoða sýninguna áður en hún hverfur alveg því margra perla gætir þar enn. Það em ekki endilega skilyrði að þurfa að vera veikur til að heimsækja okkur. Konráð Lúðvíksson 16 GLEBILEGT N Ý T T Á R

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.