Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 29.12.2000, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 29.12.2000, Blaðsíða 20
Jólasveinar á Barnakoti og í miöbænum Jólasveinar hafa verið tíðir gestir á Suður- nesjuni síðustu daga og r. Þeir rauðklæddu kíktu við á Branakoti í Keflavík í síðustu viku og glöddu þar börnin hjá dagmæðrunum. Þá var hinn eini sanni Skyrgámur í miðbænum á Þorláksmessu og heilsaði m.a. upp á Ellert bæjarstjóra og Guðbjargirnar hans tvær. VF-myndir: Páll Ketilsson. V I Isíðasta töluhlaði Víkurfrétta fór fram skemmtilegur lesendaleikur „leitin að Kalkúninum“. Hundruð svarseðla skiluðu sér á skrifstofu Víkurfrétta með rétt- um svörum . 3 heppnir lesendur voru dregnir úr pottinum og unnu þeir flugeldapakka fra K flugeldum. Vinningshafar geta sótt verðlaun sín í K húsð Hringbraut. Eftirtaldir aðilar voru dregnir úr pottinum: Guðrún Helgadóttir, Hólagötu 9 Sandgerði. Haraldur Lúðvík Haraldsson, Vatnsnesvegi 9 Keflavík. Sigurður Bergþórsson og fjölskvlda Brekkustíg 17, Njarðvík Er Nikkel-svæðið „bissness" ? Þann 18. maí sl. , er haft eftir Skúla Skúlasyni, forseta bæjar- stjómar, í VF. „að nú væri sjálf- sagt að setjast niður með ráðu- neytinu og klára málið“ Þar var hann að koma á framfæri nýj- ustu afrekum ráðamanna Reykjanesbæjar í að hreinsa óhugnaðinn af svo nefndu Nikkel-svæði. Einnig kom fram að það væri forgangsmál hjá meirihlutanum í bæjarstjóm að hreinsa Nikkel-svæðið. Síð- an hefir ekkert fréttst af gangi mála frá Skúla. Þann 7. des. segir frá því í VF. að Kristján Pálsson hafi lagt fram fyrirspum á Alþingi um hvað þessu máli liði. I svari Halldórs Ásgrímssonar utan- ríkisráðherra kom m.a. fram að þann 9. ágúst 1996, sömdu ís- lensk stjórnvöld við Banda- ríkjamenn um að fá afhennt öll mannvirki lóranstöðvarinnar að Gufuskálum á Snæfellsnesi, gegn því að þau rifu niður og fjarlægðu öll mannvirki og að- stöðu , sem eru ofanjarðar á neðra Nikkel-svæðinu. Bandaríkjamenn stóðu strax við sinn hluta samningsins, en ekki hefir verið hreyft við draslinu á neðra Nikkel. Það hefir því verið svikið í um fjög- ur ár. Hvenær fréttu ráðamenn Reykjanesbæjar af þessum samningum? Hafa menn hug- leitt hvaða verðmæti, svona gróflega, stjómvöld hafa þegið fyrir að hreinsa, neðra Nikkel ? Ef ég man rétt þá eru þama 12 íbúðir í blokkum og tvö einbýl- ishús auk annarra bygginga, síðast en ekki síst er þarna hæsta mastur í Evrópu, fyrir senda hverskonar fjarskipta auk útvarps og sjónvarps. Væntanlega hefir Landsíminn fengið það til afnota, gegn nokkm gjaldi. Vera rná að fleiri nýti þetta mikla mannvirki. Er til of mikils mælst að krefj- ast þess að stjómvöld standi án frekari tafa við sinn hlut af þessum samningi svo allir, heimamenn og ferðamenn, sem hér fara um, þurfi ekki lengur að horfa á þennan ósóma. Þetta er óhugguleg auglýsing á land- inu okkar og er eitt það fyrsta sem blasir við útlendingum, sem heimsækja landið. Spurningum hér að framan vænti ég að Skúli geti svarað, eftir að hafa setið að samningi við vini sína í ráðuneytinu í 8 mánuði. Flreinsunin ofanjarðar er „forgangsmál“. Annar áfangi er jarðvegsskipt- in. Ekki eru allir á einu máli um það hvað langt þarf að ganga í þeim efnum en fróðlegt væri að heyra frá Skúia hvaða upphæðir hann ræðir um í það verk? Ég hefi áður vikið að þeirri ósvífni ráðuneytisins að ætla að taka leigu fyrir þetta land þegar þeir loksins koma til með að afhenda það og gæti skrifað sérstakan pistil um það. Nú ætla ég að Ijúka þessu með því að þakka Kristjáni fýrir það framtak að spyrjast fyrir um þetta mál á Alþingi. það hefði mátt gera fyrr. Ég vona að Kristján láti ekki staðar numið og skora á þá þingmenn, sem heita á að séu málsvarar okkar Suðurnesjamanna, að fylgja Kristjáni fast í þessu máli. Gef- ið kvölurum okkar engan frið fyrr en full lausn er fengin á þessu máli, þessi slagur hófst fyrir meira en 30 ámm. Gleði- legt nýtt ár, Ólafur Björnsson. Á R 20 GLEÐILEGT N Ý T T

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.