Víkurfréttir - 29.12.2000, Page 21
Umræðan á beinu brautinni -
Reykjanesbrautinni
Cr ~ j i——- k0c*tSUl ^ ^ ^4. v - y “ -M
Síðustu vikur hefur mikil
umræða farið fram um þjóðveg
Islendinga nr.41
Reykjanesbrautina. Grasrótin,
almenningur, vill svör og
framkvæmdir, þingmenn
kjördæmisins setja sig í
stellingar og ráðamenn
þjóðarinnar skerpa loforð sín.
Eitthvað hefur skeð - nú er lag
að allir þessir aðilar komi
saman og ræði framtíðina á
raunhæfum nótum.
Við efnum því til almenns bor-
garfundar í Stapa þann 11.
janúar 2001 kl. 20.00. Þar
verður mættur samgön-
guráðherra, Sturla Böðvarsson,
þingmenn kjördæmisins, og
aðrir góðir gestir.
Fundarefni er framtíð
Reykjanesbrautar.
1. Hvenær verður tvöföl-
dunin framkvæmd?
2. Hvað þarf umhverfismat
og hönnun að taka langan
tíma?
3. Er hægt að stytta
framkvæmdartíminn?
Markmið og væntingar
okkar í dag eru eftirfarandi:
1. Að tvöföldun
Reykjanesbrautar verði sett
á Vegaáætlun fyrir árin
2002-2006.
2. Ad umhverfismati verði
lokið árið 2001.
3. Hönnun og framkvæmdir
hefjist í síðasta lagi snemma
árs 2002 og ljúki ekki síðar
en árið 2004.
A fundinum er fortíð
Reykjanesbrautar ekki málið -
hún er geymd en ekki gleymd
svo og önnur stórmál s.s. olíu-
flutningar sem ræða verður á
öðrum vettvangi.
Reykjanesbrautin er verkefni
okkar allra, hins almenna bor-
gara, kosna þingmanna og
ráðamanna þjóðarinnar.
Stöndum saman og látum
verkin tala - tíminn er komin.
Fyrir hönd áhugamanna um
örugga Reykjanesbaut.
Steinþór Jónsson.
Anamotabrennun á svæði Bruna-
varna Suðurnesja 2000-2001
VOGAR:
Áramótabrenna fyrir norðan íþróttavöllinn
Kveikt í brennu kl: 20:30 þann 31.12.2000.
GARÐUR:
Áramótabrenna fyrir ofan byggðina í Garðinum.
Kveikt í brennu kl: 20:30 þann 31.12.2000.
Áramótabrenna í fjörunni fyrir neðan Réttarholt í Garði
Kveikt í brennu kl: 20:30 þann 31.12.2000.
KEFLAVÍK:
Áramótabrenna fyrir neðan Heiðargil í Keflavík
Kveikt í brennu kl: 21:30 þann 31.12.2000.
Áramótabrenna fyrir ofan Bragavelli í Keflavík
Kveikt í brennu kl: 20:30 þann 31.12.2000.
NJARÐVÍK:
Áramótabrenna fyrir ofan Innri - Njarðvík.
Kveikt í brennu kl: 20:00 þann 31.12.2000.
HAFNIR:
Áramótabrenna vestan við björgunarsveitarhúsið.
Kveikt í brennu kl: 20:00 þann 31.12.2000.
A R
GLEDILEGT
N Ý T T
21
eitt N