Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2001, Side 2

Víkurfréttir - 11.10.2001, Side 2
Perusala Lions um helgina Lionsklúbbur Keflavíkur verður með sína árlegu perusölu um helgina. Lionsmenn munu ekki ganga í hús eins og þeir hafa alltaf gert hcldur verða þeir með sína perusölu í anddvri Samkaupa og Hagkaups föstudag frá kl. 14 og á laugardag á opnunartíma búöanna. Dýpkun Sandgerðis- hafnar að hefjast Yerið er að bjóða út dýpkun hafnarinnar í Sandgerði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og að þeim verði lokið fyrir 1. febrúar 2002. Miklar endurbætur hafa verið á Sandgerðishöfn og er þetta einn liður í mikilli uppbyggingu hafnarinnar. Yfjptökulilboð í Keflavíkupvepklaka Kaupþing hefur, fyrir hönd Eisch Holding S.A., gert hluthöfum í Keflavíkurverktökum tilboð um kaup á hlut þcirra í félag- inu á genginu 4,6. Þetta sam- svarar til hæsta verðs sem til- boðsgjafi hefur greitt fyrir hlutabréf í félaginu síðustu sex mánuði. Tilboðið rennur út 1. nóvember. I yfirtökutilboðinu kemur fram að gert er ráð fyrir að Keflavík- urverktakar hf. muni starfa áfram á vettvangi alhliða verk- takastarfsemi og ekki sé fyrir- hugað að gera neinar breyting- ar á tilgangi félagsins. Skólalabb krakka í Myllubakkaskóla Krakkar úr Myllubakkaskóla í Keflavík fóru í langan göngutúr í síðustu viku. Hópurinn lagði af stað frá kirkjunni í Innri Njarðvík kl. 9 á föstudagsmorgun. Hópurinn gekk síðan í gegn um bæinn og aftur til baka í Myllubakkaskóla. Krakkarnir voru ánægðir með skóladaginn þrátt fyrir kuldann. Innbrot í i r Isíðustu vikur var brot- ist inn í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og j þaðan stolið hlutum að j verðmæti 750.000 kr. Þeir i sem geta gefið upplýsingar j um hvarf þessara hluta er j bent á að hafa samband við j rannsóknardcild lögregl- i unnar í Keflavík. Þá var til- j kynnt um innbrot og j skemmdarverk í skútu í i_________________ Fjölbraut smábátahöfninni í Keilavík á mánudag. Ljóskastara og gömlu olíulampa var stolið auk þess sem duftslökkvi- tæki var tæmt inni í bátn- um. Sama dag var tilkynnt um innbrot í þrjár bifreiðar í Keflavík. Úr þeim var stolið útvarpi, geislaspilara, sólgleraugum og 7.000 kr í peningum. Vatnslagnir í Norðurstíg og Grundarstíg Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum fýrr í vik- unni tillögu forstöðumanns umhverfis- og tæknisviðs um að taka tilboði Vélaleigu Auð- uns í vatnslagnir Norðurstígs og Grundarstígs. Kostnaðará- ætlun hljóðaði upp á kr. 1.859.500,- en tilboð Vélaleigu Auðuns var upp á kr. 1.291.000,-. Einnig bárust til- boð frá Guðmundi Sigurbergs- syni og Rekunni ehf. Græn og lHRlNGBRAUTi923KEFllAVlKfSlMI[421l3600] VIKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 2B0 Njarðvik, simi 421 4717, fax 421 2777 Ritstjóri: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is • Framleiðslustjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2.222. hbb@vf.is • Fréttastjóri: Silja Dögg Gunnarsdóttir, simi B9D 2222 silja@vf.is • Blaðamaður: Svandis Helga Halldórsdóttir, svandis@vf.is • Auglýsingar: Jónas Franz Sigurjónsson, franz@vf.is, Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is • Hönnunardeild: Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is • Kolbrún Pétursdóttir kolla@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Vikurfréttir ehf. • F’rentvinnsla: Oddi hf • Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is eða vikurfrettir.is 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.