Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2001, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.10.2001, Blaðsíða 8
Góöur Jói Geirdal Fr á b æ r grein frá þér í síð- ustu Víkurfrétt- um, þar sem þú skammar bæj- arstjórann fyrir stjórnsýslu og léleg vinnu- brögð, og þá yfirsjón að verja blaðakonu Víkurfrétta þegar ómaklega er á hana ráðist. Hugsunin í greininni var ná- kvæmlega eins og ætla mátti, neikvæð, viðkvæm og rangt mat lagt á hlutina. Það er gleðiefni meðan minnihlutinn skammar bæjarstjórann, það er rétt, eðli málsins sam- kvæmt. Aftur á móti er það sorglegt þegar ráðist er á, að ósekju blaðakonu og hún tal- in pólitískt handbendi mitt, og mcirihlutans. Siík rang- indi er ekki hægt að láta óátalin. Kveðja, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Frú Sigrún Oddsdóttir var gerð að heiðursborgara Gerðahrepps í afmælishófi henni til heiðurs sem haldið var (Samkomuhúsinu í Garði sl. sunnudag. Sigrún er 85 ára í dag. [ tilefni af afmælum þeirra Sólveigar Sigrúnar Oddsdóttur sem verður 85 ára í dag og Jóns Hjálmarssonar sem varð fimmtugur 13.sept sl., var ættingjum og vinum boðið til afmælisfagnaðar. Nánar er greint frá afmælum þeirra ÍTVF sem kemur út á föstudag. í frystihúsi okkar að Þórkötlustöðum í Grindavík er fyrirhugað að flaka og frysta síld í haust og vantar okkur nú duglegt starfsfólk til þeirra starfa. Eftir áramót verður fryst loðna og loðnuhrogn og er því um framtíðarstörf að ræða ásamt hlutastörfum. Um er að ræða velflest störf sem við koma þeirri vinnslu þ.e. verkstjórn, vélstjórn, menn sem þekkja til síldarflökunarvéla (baader) og starfsfólk til flokkunar, flökunar, pökkunar og frystingar. Um heilsdags eða hlutastörf er að ræða og er þá horft til loðnu og hrognafrystingar eftir áramót. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir um að hafa samband sem fyrst. Upplýsingar gefur Hjalti í síma 893 9714 og 426 7905 SíMjKiaSDD DOP Viðbúnaður á Vellinum Langar bílarraðir mynduðust við Aðalhliði Keflavíkurflugvallar á mánudag eftir að Bandaríkjamenn hófu loftárásirnar á Afganistan. Leitað er í öllum bílum. Margir hafa án efa komið of seinttil vinnu sinnar á Keflavíkurflugvelli.Ekki er búist við hertari öryggisgæslu við Leifsstöð vegna ástandsins í heiminum. Systklnaafsláttur á Bæjarráð tók til upp- fjöllunar á miðviku- dag greinargerð frá Fjölskyldu- og félagsmála- ráði vegna foreldra sem eiga fleiri en eitt barn á leikskóla. I nágrannasveitarfélögum er gjaldskrá þannig uppbyggð að tekið er tillit til aðstæðna þessa hóps. Reykjavíkurborg veitir foreldrum 33% afslátt vegna fyrsta barns og 75% vegna annars barns auk þess sem veittur er afsláttur er veittur af matarkostnaði. Sömu sögu er að segja í Svart og sykurlaust Skjálftavlrkni að aukast Senn líður að kosningum og fer það ekki á milli mála þegar bæjarblöðin eru skoðuð. Meiri- hlutinn heldur á lofti eigin af- rekum, eftir bestu getu og minnihlutinn heldur uppi gagn- rýni, eins og vera ber. Baráttan hefst þó að þessu sinni með fremur óhefðbundnum hætti þar sem fféttastjóri Víkurffétta er orðinn að aðalbitbeini leið- toga minnihlutans, Jóhanns Geirdal... Sagan endalausa Fréttastjórinn hefur það m.a. til saka unnið, að mati Jóhanns, að vera varamaður i bama- vemdamefhd fyrir Framsókn- arflokkinn og þar af leiðandi mjög hlutdræg í skrifum sín- um. Umræddur aðili á einnig sama affnælisdag og flokkurinn og er því brennimerkt til ævi- loka. Rétt er að benda á að ken- nitala flokksins og umrædds blaðamanns, er samt sem áður ekki sú sama. Blaðamaður get- ur þó með réttu játað að hafa skopskyn sem fellur ekki alltaf í kramið hjá öllum. Aulahúmor í fyrirrúmi Svart og sykurlaust er dálkur sem á að vera sniðugur. Blaða- maður hefur lagt sig í líma við að finna athyglisverða punkta á bæjarstjómarfundum sem hægt er að setja ffam á skemmtileg- an hátt. Kaldhæðnin og aula- húmorinn er yfirleitt ekki langt undan og þá er skotið í allar átt- ir, bæði á fulltrúa minni- og meirihluta. Sjálfur bæjarstjór- inn hefur t.d. verið kallaður sporlatur í dálknum og tók hann það ekki óstinnt upp. Þess vegna er ómögulegt að skilja að Jóhann hafi orðið sár yfir einhveijum aulalegum tölvu- brandara og umtali um fliss Ólafs og Böðvars. Þetta er ekkert fyndið! Eftir því sem best er vitað þá er Böðvar eldheitur Sjálfstæðis- maður og þar af leiðandi bandamaður blaðakonunnar, samkvæmt samsæriskenningu Jóhanns „félaga“ Geirdals. En þar sem þessi umfjöllun um tölvur og fliss særði Jóhann svo djúpu sári, þá er kannski rétt að blaðakonan ffækna og fagra, hætti að ijúga í bili í þágu meirihlutans, og viðurkenni hér og nú, að það em fleiri en Jó- hann sem nota fartölvur á bæj- arstjómarfúndum. Ólafúr og Böðvar em líka alvarlegir ungir menn sem eyða ekki fundar- leikskóla Fjarðarbyggð en þar er 25% afsláttur vegna annars barns og 100% vegna þriðja. Óskað er eftir því að Reykjanesbær taki upp svipaða gjaldskrá þar sem aðstæður foreldra með fleiri en eitt barn á leik- skóla eru teknar til greina. tímum í fliss og annan fífla- skap. Það vottast hér með! A9 taka hlutverk sitt alvarlega Blaðakonan er sökuð um að segja ekki ffá glæsilegri ffam- göngu Jóhanns í ræðupúlti. Hún viðurkennir að hafa ekki alltaf náð að halda athyglinni undir löngum og lágværum ræðum Jóhanns. Hún er þó ekki alveg úti á þekju því hún tók greinilega eftir á síðasta fúndi bæjarstjómar, að Jóhann sýndi Ellerti eitthvað stór- merkilegt í tölvunni sinni og hvomgur flissaði, en þeir sitja hlið við hlið á fúndurn, svo við höfúm nú sætaskipanina á hreinu... Mörg andlit Fréttastjórinn, bæjarbúinn, sagnffæðingurinn, nefndar- maðurinn, jólabamið og Njarð- víkingurinn Silja Dögg Gunn- arsdóttir, óskar Jóhanni Geirdal og hans fólki alls hins besta í næstu kosningum og meirihlut- anum sömuleiðis, í von um að baráttan verði í senn drengileg og málefhaleg... silja@vf.is B

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.