Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2001, Side 4

Víkurfréttir - 11.10.2001, Side 4
Fleiri lœknar að Hringbraut 99 Olafur Baldursson, sérfræðingur í lyf- lækningum og lungnasjúkdómum hefur opnað lækningastofu að Hringbraut 99 Keflavík. Ólafur lauk embættisprófí frá Háskóla íslands árið 1990. Eftir það lá leið hans í nám við hákskólasjúkra- húsið í Iowa City í Banda- ríkjunum árið 1993. Hann starfaði síðan við sama sjúkrahús fram til síðasta árs. Hægt er að panta tíma hjá Ólafi í síma 421-7575 en hann verður við á þriðjudögum. Unglingadrykkja og ðlvunarakstur að var mjög erilsamt hjá lögreglunni um helgina og mikið um mál sem tengdust óláta vegna ölvunar eða heimilsófriði. Þrír voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í síðustu viku, einn í Keflavík eftir að hann ók yfir hringtorgið við Vesturgötu. Þá voru tveir menn teknir á Vatnsleysu- strandarvegi með rúmlega tveggja klukkustunda milli- bili. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir að aka svipt- ur ökuleyfi. I bílnum var 15 ára stúlka undir áhrifum áfengis og var henni ekið til síns heima. Nokkuð bar á ölvun unglinga um helgina og var hálfur lítri af bruggi tekinn af 15 ára dreng. Ann- ar drengur, 14 ára var fluttur heim til sín eftir kl. 2 eftir að lögregla hafði afskipti af hóp unglinga á Faxabraut vegna háreistis. Leiðbeinendur af námskeiðinu ásamt kennurunum frá Bandaríkjunum og skólastjóra Brunamálaskóla ríkisins, Guðmundi Haraldssyni. Læröu neytarakstur í Keflavík Fremur rólegt var hjá Brunavörnum Suður- nesja í síðustu viku. Útköll voru 26 og þar af voru fjögur brunaútköll. Bruna- útköllin voru öll minniháttar, kveikt var í bíl á Sandgerðis- heiði og hin þrú útköllin sem BS sinnti voru vegna bruna- viðvörunarkerfa. Námskeið leiðbeinanda í neyðarakstri var haldið í Kjarna nú í vik- unni. Alls mættu 15 slökkvi- liðsmenn á námskeiðið hvaðanæva að af landinu, þar af tveir hjá BS. Kennsla í neyðarakstri hefur hingað til verið mjög ómarkviss en með tilkomu námskeiða af þessu tagi er hægt að tryggja að sjúkraflutningar fari fram eftir viðurkenndum staðli. Kennarar á námskeiðinu komu frá Bandaríkjunum en bandaríska tryggingafélagið VFIS sér um námskeiðin. Betra að leigja ýsuna frá sér en láta veiða hana Góð mœting á opinn dag Gestum og gangandi gafst kostur á að kynna sér starfssemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja um síðustu helgi. FS hefur haldið opinn dag á öðru hverju ári um skeið en dag- urinn hefur ávalt heppnast mjög vel. Opni dagurinn á laugardag var enginn undantekning og var Oddný G. Harðardóttir, aðstoðarskólameistari mjög ánægð með mætinguna. „Við erum ofsalega ánægð. Foreld- arar og grunnskólanemendur úr 9. og 10. bekk fjölmenntu og kynntu sér starfssemi skól- ans.“ Gestum var boðið að sitja kennslustundir ásamt nemendum skólans en þeir hafa einnig verið mjög ánægðir með fyrirkomulagið. „Nemendur sáu um dagskrána í samvinnu við kennara. Leik- listarhópur skólans sýndi stuttan leikþátt síðan var boð- ið upp á danssýningu, mál- fund í boði Málfiindafélagsins Kormáks, erindi úr Hávamál- um voru lesin upp á 6 tungu- málum, stuttmyndir sýndar og margt fleira á dagskrá á sal skólans. Þá var Vox Arena með atriði á göngum í ffímín- útum og hljómsveitin Rými spilaði rokk.“ Nemendur sátu í 4 tíma í skólanum og notuðu kennarar tímann til að auglýsa kennsluna og kynna brautir skólans. „Við vorum mjög stolt af nemendum okkar, þeir sýndu sínar bestu hliðar“, seg- ir Oddný. „Við fórum í tvær veiðiferðir til þess að veiða ýsu í upphafi fiskveiðiársins en síðan ekki söguna meira. I stað þess að veiða ýsu höfum við verið sendir á karfaveiðar enda skilst manni að útgerðirnar hafi orðið betur upp úr því að leigja frá sér ýsuveiði- heimildirnar en standa í því að láta skipin veiða kvót- ann“, segir Sigurbjörn Guð- mundsson skipstjóri á ísfisk- togaranum Sturlu GK í við- tali við fréttavef Inter- Seafood.com. Sturla GK var líkt og greint hefúr verið ffá hér á fféttavefn- um aflahæsta skip landsmanna á ýsuveiðunum á síðasta fisk- veiðiári með 637 tonna ýsuafla eða rétt tæpum 200 tonnum meira af ýsu en Drangavík VE sem kom næst á eftir. „Það er ekkert vandamál að veiða ýsuna og við fengum um 40 til 50 tonn í þessum tveimur fyrstu veiðiferðum fiskveiði- ársins. Ýsuaflinn okkar hefúr mikið verið sendur utan til Bretlands í gámum eða seldur á markaði hér heima og verðið úti hefúr jafnað sig upp með um 200 krónur fyrir kílóið. Kvótaverðið hefúr hins vegar hækkað mikið og sömuleiðis hefúr verið dregið úr möguleik- um útgerðanna á því að breyta öðrum tegundum í ýsu og það virðist valda því að betra sé að leigja ýsukvóta ffá fyrirtækjun- um en láta skipin veiða hann. Ætli togaranum verði ekki bara lagt um áramótin", segir Sigur- bjöm en hann segir ágæta karfaveiði hafa verið að undan- fömu og t.d. hafi verið fínasta veiði í Skeijadjúpinu og þar sé karfinn betri en á sama tíma í fyrra. Sömuleiðis sé ekkert vandamál að veiða stóran og góðan ufsa en þar sem fiski- ffæðingamir virðist ekki hafa áttað sig á því að ufsagengdin hefúr glæðst verulega og að verðið er lágt þá segir Sigur- bjöm ufsaveiðar ekki ffeista manna um þessar mundir. 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.