Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2001, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.11.2001, Blaðsíða 6
Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali Hafnargata 27 • 230 Keflavík • Símar 421 1420 og 421 4288 Fax421 5393 • Netfang: asberg@asberg.is Lágseyla, Njarðvík. Raðhús 115m! ásamt bílskúr 34m2 sem skilast fokheld að innan en fullfrágengin að utan. Tyrft lóð og steyptar stéttar, hitalögn í göngustétt. Uppl. uin verð á skrifstofu. Birkiteigur 10, Keflavík. 120m2 einbýli á tveimur hæðum með 51m2 bílskúr. Eign í góðu ástandi og á góðum stað. Laus strax. Tilboð. Suðiirgntu 48, Keflavík. I25m2 endaparhús á 2 hæðum með 4 svefnh. Hús sem mikið er tekið í gegn og mikla mögu- leika. Uppl. á skrifstofu. Njarðvíkurbraut 20, Njarðvík. 121m2 einbýli með 3 svefnh. og 47m2 bílskúr. Búið að endurnýja eignina að hluta. Eign á góðum stað, laust. 11.300.000.- Hlíðargata 37, Sandgerði. 171 m2 einbýli með 41 m: bíl- skúr. 5 svefnh. i húsinu. Eign í góðu ástandi á góðum stað. 14.000.000,- Kirkjuvegur 13, Keflavík. 3ja herb. 65m2 íbúð á 2 hæð í ijórbýli. Öll nýlega tekin í gegn. Glæsileg eign. 7.500.000,- Brekkustígur 35a, Njarðvík. 113m2 3ja herb. íbúð með geymslu á 1. hæð í fjölbýli. Eign i góðu ástandi, laus strax. 9.800.000,- Heiðarholt 32, Keflavík. 2ja herb. 61m2 íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Eign í góðu ástandi á vinsælum stað. 6.400.000,- Vallargata 2, Sandgerði. 118m2 einbýli með 30m2 bílskúr. Selt sem fullfrá- gengið að utan en einangrað að innan. 8.900.000.- Hafnargata 6, Kcflavík. 160m2 verslunarhúsnæði á besta stað í bænum. Laust strax. Tilboð. Vcsturgata 19, Keflavík. Mjög glæsileg íbúð á 1 hæð með góðum bílskúr. 3.svefn- herb. Ibúð sem er mikið endum. og í góðu ástandi. Upplýsingar um verð á skrifstofu. Höfum kaupanda af 4ra herb. íbúð í Holtaskólahverfi. Upplýsingar gefnar á skrifstofu. CAFÉ IÐNÓ MEÐ NÝJAR ÁHERSLUR: Hafðu pað huggulegt í hádeginu w Yntsar breytingar hafa staðiö yfir að undan- lörnu á Café Iðnó. Eigendur Hótel Kefla- víkur reka staðinn sjálfir og hafa undan- farnar vikur veriö að þróa framtíöar áherslur. Búið er að gera nýjan matseöil cn réttirnir í hon- um eru í senn einfaldir. girnilcgir og kosta ekki mikiö. A matseðlinum má m.a. ftnna steikur að hætti húss- ins, heilsurétti, margs konar smárétti og forrétti sem gott er að narta í með öli eða léttu víni. Flatbökur hússins og pastaréttir, vorrúllur og samlokur standa svo sannarlega fyrir sínu að ógleymdum spennandi eftirréttum og tertum sem engan svikja. Brauðin eru öll bökuð á staðnum og súpan stendur heit og ilm- andi í einu homi salarins. Jóna Margrét Hermannsdóttir annast daglega um- sjón fyrir Steinþór Jónsson, hótelsþ'óra. Aðrir starfs- menn eru þrír, allir vanir þjónar enda er þjónustan góð, staðurinn er snyrtilegur og á hverju borði eru lifandi rósir og kertaljós. Mjög huggulegt er að stinga sér þar inn í hádeginu og fá sér létta rétti eða síðdegis með vinunum og spjalla yfir bragðmiklu kaffi og sætum tertum. A kvöldin er gaman að bjóða elskunni sinni út og fá sér nautasteik og rauð- vínsglas. Kíkið á Kaffi Iðnó og njótið dagsins. í tísku að vera gott foreldri Fjölskyldu- og félagsþjón- usta Reykjanesbæjar stóð fyrir foreldraráðstefnu sl. laugardag í Kirkjulundi. Ráð- stefnan var vel sótt og Ijóst var aö forcldrar kunnu vel að meta það sem í boði var. Gylfi Jón Gylfason, foreldri, kennari og sálfræðingur, Drífa Kristjáns- dóttir, foreldri og meðferðarað- ili og Eva María Jónsdóttir, foreldri og dagskrárgerðar- maöur voru meðal þeirra sem fluttu stutta fyrirlestra og síðan var gestum gefinn kostur á að spvrja þau spurninga. Þátttaka í umræðum var góð og greini- legt að í Reykjanesbæ búa virkir og áhugasamir foreldrar. Foreldrafélög grunnskólanna buðu uppá kaffiveitingar og barnagæsla var á staðnum sem var vel nýtt. Að sögn Hjördísar Arnadóttur félagsmálastjóra var tilgangur ráðstefnunnar að vekja foreldra til umhugsunar um for- eldrahlutverkið og ábyrgð þess en hún var mjög ánægð með hvemig til tókst. I ávarpi Hjör- dísar kom fram að nauðsynlegt væri að foreldrar tækju höndum saman og stæðu kenndu bömum sinum að virða útvistartímann. En nafn ráðstefnunnar, „Hönd í hönd“ vísar til þess að foreldrar séu samstíga í uppeldi barna sinna, foreldrar og böm séu sam- stíga og hönd í hönd á uppvaxtar- ámm bama, foreldrar, uppeldis- stofnanir og aðrir sem koma að uppvexti bama séu samstíga og að foreldrar og bæjaryfirvöld séu samstíga í því að skapa bömum vænleg uppvaxtarskilyrði. í um- ræðum að loknum fyrirlestri Gylfa Jóns Gylfasonar sálfræð- ings kom fram að foreldrasamn- ingar væru sterk tæki til stuðn- ings foreldrum. Drifa Kristjáns- dóttir meðferðaraðili sagði að það að hafa enga stefnu í uppeld- inu væri léleg stefna. Undirtektir við fyrirlestrunum voru mjög góðar og sköpuðust þarfar og liflegar umræður um fyrirlestrana. Ráðstefha af þessu tagi er brautriðjandi og vonandi að fleiri sveitarfélög taki þetta upp eftir Reykjanesbæ. 6

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.