Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2001, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 15.11.2001, Blaðsíða 11
STUTTAR FRÉTTIR Verslunin Paloma við Víkurbraut: Perluskreyttir kvöldkjólar fyrir prinsessur á öllum aldri Erla Delbertsdóttir hefur rekið verslunina Palómu við Víkurbraut í Grindavík með myndarbrag sl. 17 ár. Þar fæst allt mögu- legt en Grindvíkingar og utanbæjarfólk hefur gaman af að kíkja á Erlu og starfsstúlkur hennar þar sem verðin eru hagstæð og við- mótið glaðlegt. „Ég hef rekið þessa verslun frá upphafi og Mar- grét Brynjólfsdóttir hefur starfað hjá mér nánast frá byijun og Lára Marelsdóttir er einnig búin að vera hjá mér í nokkur ár. Ég byijaði á að vera með efhi því ég saumaði mikið sjálf. Ég er ekki lengur með mikið af efnum en meira af gami, smávöru fyrir saumaskap, nærfot á allan aldur, náttföt og nærföt á dömur og herra, hannyrða- blöð, útsaumsmyndir, sængurföt og teppi, falleg föt á konur á öllum aldri en við erum m.a. með föt í stærri stærðum á góðu verði. Síðan emm við með gott úrval af bamafötum frá þekktum merkjum eins og LEGO og Fixoni en við flytjum líka inn mikið sjálfar frá London“, segir Erla hress í bragði. Erla var nýkomin frá París þegar viðtalið var tek- ið í byijun nóvember og í farteskinu haföu hún m.a. perluskreytta glæsikjóla úr siffoni og satíni og mikið af skarti og hárskrauti. Sjón er sögu rík- ari. „Kvöldkjólamir eru á mjög góðu verði og ég keypti aðeins einn af hverri tegund þannig að viðskiptavinir eiga ekki á hættu að mæta konu í eins kjól á árshátíðinni. Við emm líka með kjól- ana í stærri stærðum, eða allt upp í númer 24“, segir Erla en þess má geta að hún er einnig með gott úrval af töskum, treflum, hönskum, slæðum og öðrum fylgihlutum. Föndurvömmar fá sitt pláss í búðinni en Erla og Magga eru einmitt nýbúnar að fá jólavörumar í búðina. „Usaumuðu jóladúkamir og jólapokar með pallíettum em mjög vinsælir núna en við bjóðum m.a. upp á námskeið í gerð þeirra. Næst ætlum við að halda námskeið í gerð jólakorta sem em gerð úr endumnnum pappír, perlusaum- uð og með glimmer. Rosalega flott“, segir Magga og af lýsingunni að dæma em miklar lík- ur á því. Nú er bara að skella sér á föndumám- skeið hjá þeim stöllum í Palómu og koma sér í jólaskap. Dýrar holræsaframkvæmdir Bæjaryfirvöld hafa látið gera þarfagreiningu og grófa kostnaðaráætlun vegna fyrirstandandi holræsaframkvæmda. Ljóst er að sú framkvæmd verður mjög dýr en gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir árið 2003 þegar brimvamargarðurinn verður tiibúinn. Gróf kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 500 milljónir króna. Gert er ráð fyrir dælustöð neðan við Verbraut og jafhvel annarri stöð neðan við Hóp. Seljabrautin yrði öll grafin upp. Meistaraflokkar kveirna fávegiegaiistyrk Bæjarráð hefur samþykkt að styrkja meistaraflokka kvenna í knatt- spymu og körfuknattleik á árinu 2002 um 600 þúsund krónur. Upp- hæðinni verður skipt jafht á milli deildanna. Í greinargerð sem bæjarstjóri lagði fram með tillögunni kom m.a. ffam að brottfall kvenna úr íþróttum er mun meira en karla. „Markmiðið með þessu átaki er að örva stúlkur til þátttöku í íþróttum og veita við- urkenningu fyrir mikla og góða ástundun og ágætan árangur. Bæjarráð vill með þessu einnig leggja áherslu á samstarf og samkennd með deildum UMFG og samstöðu um eflingu þeirra íþróttagreina sem stundaðar em i Grindavík.”Tillagan var samþykkt samhljóða. Húsnæðismál leikskólans í endurskoðun Bæjaryfírvöid í Grindavík hafa ákveðið að taka húsnæðismál leikskól- ans við Dalbraut til skoðunar. Bæjarráð hefiir samþykkt að fela bæjar- stjóra að láta vinna útboðsgögn, alútboð, fyrir húsnæði sem rúmar 4 deilda leikskóla. I útboðsgögnum mun koma fram að fyrstu árin verði hægt að nýta húsið fyrir 2ja deilda leikskóla og sem kennsluhúsnæði 6 ára bama á grunnskólastigi. Hönnun lóðar þarf að taka mið af framangreindri notkun og að auðvelt og ódýrt þarf að vera að breyta húsnæðinu og að- stöðunni til nota fyrir 4 deilda leikskóla síðar. Utboðið mun verða í tveimur liðum - annarsvegar sem einkaframkvæmd og hinsvegar mið- að við að bærinn byggi og eigi húsið. Efni á Grindavíkursíður berist til: silja@vf.is eða ábendingar í síma 690 2222 TT NYTT! ng og tilboð um helgina D ROTTNIN G ARRU G B RAUÐ OG KJARNARÚGBRAUÐ frábært með síldinni! pennandi ngum 5 fyrir jólin, fta ósteikt uð að taka >antanir. BAKARI GERÐAVELLIR 17 GRINDAVÍK S: 426 8111 Velkomin til Grindavikur Matseðill allan daginn í Hádeginu • Réttir dagsins • Matseðill bússins • Ekta islenskir fiskiréttir ofl Kaffi-tíminn Kökur, tertur og brauðréttir A kvöldin • Sælkera réttir kvöldsins • Matseðill hússins • Ekta íslenskir fiskiréttir ofl. Opið alla dagafrá kl 9:00 til 22:00 LQ hW Notalegt veitingahús við höfnina Veitinga- og sjómannastofan VOR Hafnargötu 9 240 Grindavík Simi 4268570 Fax 426 8266 www.sjovor. com Ekta íslensk matstofa 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.