Víkurfréttir - 22.11.2001, Side 12
Er matur
vandamál
í þínu lífi?
OA-deild hefur stofnuð í
Reykjanesbæ ætluð
fólki sem er haldiö
matarfíkn. Næsti fundur er í
kvöld, fimmtudag kl. 18:15 í
Kirkjulundi í Kellavíkur-
kirkju. Allir eru hjartanlega
velkomnir en frekari upplýs-
ingar um starfscmi samtak-
anna má finna á www.oa.is
eða hringja í
421-7876.
Möggu í síma
Dugleg börn úr Reykjanesbæ afhentu Þroskahjálp Suðurnesja ný-
lega dágóða fjárupphæð til styrktar starfseminni.
Þessir herramenn á myndinni gáfu Þroskahjálp á Suðurnesjum kr.
3.136. Talið frá vinstri: Ingi Þór Reynisson, Hermann Bjarki Níels-
son, Sigurjón Helgi Magnússon og Einar Már Sigurðsson.
Þessar dömur héldu tombólu til styrktar NES - íþróttafélagi fatl-
aðra á Suðurnesjum og söfnuðu kr. 2.025. Talið frá vinstri: Gísli H.
Jóhannsson formaður NES er tók við gjöfinni, Eva Rún Helgadótt-
ir, Margrét Lára Harðardóttir, Hafdís Hafsteinsdóttir og Heiða
Hrönn Hrannarsdóttir. Á myndina vantar Söru Björg Björnsdóttur.
Jóíagjafafiandbókin
kemur út í mzstu viku
Aiigfysirujasmúnn er 421 4717
Okkar innilegustu þakkirtil allra
sem sýndu okkur vináttu,
hlýhug og samúð við veikindi,
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu, frænku og systur
Margrétar Jóhönnu Guðmundsdóttur,
(Möggu á Melstað),
Klapparstíg 16, Ytri-Njarðvík.
Sérstakar þakkir færum við heimilisfólkinu á
Melstað, æskuvinkonunum og starfsfólkinu á
Sýslumannsembættinu í Keflavík.
Ykkar styrkur er okkur ómetanlegur.
Rúnar Sigtryggur Magnússon, Kristín Soffaníasdóttir
Þórunn Magnúsdóttir,
Heba Fridriksdóttir, Bjarni Þór Karlsson,
Jóhann Bergmann Fridriksson,
Jóhann Bergmann Gudmundsson,
Þórhanna, Magna og Hrefna Gudmundsdætur
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar, ömmu
og langömmu,
Emmu Sigríðar Jóhannsdóttur,
Suðurgötu 17,
Sandgerði,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
ÁSGEIR EIRÍKSSON SKRIFAR UM BORGARHVERFI
Af hverju vill folk ekki
búa á Suðurnesjum ?
Sveitarstjórnarmenn telja
margir hlutverk sitt vera
að skila frá sér stærra
sveitarfélagi en þeir tóku við.
Fólk sem á heima i lítilli nota-
legri sveit vaknar allt í einu við
það að búið er að skipuleggja
stórt iðnaðarhverfi á svæði
sem hingaö til hcfur verið einn
af kostum þess að búa i litla
sveitarfélaginu. Þetta opna
notaiega svæði verður nó að
andstæðu sinni með hávaða,
hættu og sóðaskap. Er svo mik-
il þörf fyrir „flugtengt” iðnað-
arsvæði í Reykjanesbæ að
nauðsynlegt er að fórna svæði
sem lengi hefur verið notað til
útisvistar? Þcgar hefur verið
skipulagt flugtengt iðnaöar-
hverfi við Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar og varla mikil þörf á
öðru svæði undir svona starf-
semi.
Stærstur hluti tekna sveitarfélaga
kemur frá útsvari einstaklinga.
Sáralitlar tekjur stafa beint frá
fyrirtækjum, en auðvitað væru
engar útsvarstekjur að hafa ef
engin væri atvinnan. Það er því
eftirsóknarvert fyrir sveitarfélög
að fá til sín fólk með háar upp-
gefnar tekjur.
Viða á Suðumesjum starfar fólk
sem á heima á höfuðborgarsvæð-
inu og er það hið besta mál. Í
mörgum tilvikum er um að ræða
hátekjufólk sem akkur væri í að
fá til að flytjast hngað. Eg nefhi
sem dæmi lækna á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, flugvirkja
hjá Flugleiðum, lögfræðinga hjá
sýslumanni, lögmenn sem reka
lögmannsstofur á Suðurnesjum,
flugumferðarstjóra á Keflavíkur-
flugvelli, yfirmenn hjá verktök-
um og hemum á Keflavíkurflug-
velli, flugstjóra og flugliða, kenn-
ara hjá Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og þú þekkir eflaust fleiri
dæmi.
Hvað höfum við að bjóða þessu
fólki og hvers vegna vill það ekki
flytja hingað? Einn bæjarstjórn-
armaður taldi ókost við svæðið
vera þann að Suðumes væri ljótt
og hallærislegt nafn og réttast
væri að skipta í eitthvað fallegra.
Mér finnst það ekkert hallæris-
legra en Amames eða Seltjamar-
nes og sætti mig alveg við að
vera áfram Suðumesjamaður. En
hvað höfum við að bjóða fólki
hér í sveitarfélaginu Reykjanes-
bæ?
Skóla? Hér er búið að lyfta grett-
istaki í skólamálum og aðstaða er
öll að verða hin besta. Skólafólk
kemur hvaðanæva af landinu til
að skoða aðstöðuna. Kennarar
em einnig almennt vel menntaðir
og hægt er að fá góða menntun ef
vilji, geta og hvatning í foreldra-
húsum er fyrir hendi.
Veóur? Veður er mjög milt á
Suðurnesjum, en vindasamt.
Veðurathugun á Keflavíkurflug-
velli gefúr þó ekki rétta mynd af
veðrinu í Keflavík og Njarðvík.
Mælingar fara fram á hábung-
unni á Keflavíkurflugvelli, við
Garðskagavita og Reykjanesvita
þar sem hvergi nýtur skjóls. Ekki
myndu Reykvikingar sætta sig
við að veðurathuganir á Seltjam-
amesi og i Breiðholti væri réttur
mælikvarði fyrir veður á höfuð-
borgarsvæðinu. A þessu ári vom
11 dagar í Reykjavík þar sem hiti
fór yfir 15°C, en 8 dagar á Kefla-
víkurflugvelli. Hér bráðvantar
því veðurstöð á skjólsælum stað í
bæjarfélaginu.
Atvinna? Hér er næg atvinna á
svæðinu og atvinna fyrir mun
fleiri heldur en hér búa.
íþróttaaðstaða? Aðstaðan er yfir-
leitt til fyrintyndar, en þó vantar
einn góðan hól fyrir vetrariþrótt-
ir. Heiðargarðsfell annar ekki
lengur fjöldanum og er heldur i
lægra lagi.
Skipulag bæjarins? Er þetta að-
laðandi bær? Hér er ljótum iðn-
aðarsvæðum raðað hringinn í
kringum sveitarfélagið og nú á
að fæla þá í burtu sem vom svo
vitlausir að kaupa eða byggja
húsnæði við opið svæði ofan
Keflavikur. Eg vil þvi leggja til
við það ágæta fólk sem leggur
fram tíma sinn og hugvit til sveit-
arstjórnarmála að það setji sér
það markmið í skipulagsmálum
að gera bæinn eftirsóknarveröan
fyrir fólk.
Asgeir Eiríksson,
Heimavöllum 13, Keflavík.
Fundur Vinstri grænna á Suðurnesjum
Stofnað hefur verið svæðisfélag Vinstrihreyf-
ingarinnar græns framboðs (VG) á Suður-
nesjum. Félagið er opið öllum Suðurnesja-
búunt sem stvðja stefnumál flokksins og ekki
eru skráðir í annan stjórnmálaflokk. Félagiö
licldur sinn fyrsta opna stjórnmálafund á Hafn-
argötu 15 (fyrir ofan Úrval-Útsýn) á fimmtudag-
inn 22. nóv. klukkan 20. Gestur fundarins verð-
ur Ögmundur Jónasson alþingismaður.
Sjá greinina í heild sinni á www.vf.is og þeir sem
hafa áhuga á frekari upplýsingum um starfsemi og
stefnu VG á Suðurnesjum geta haft samband við
Þorvald Öm Amason í síma 424-6841 og netfang:
valdur@isl.is
12