Víkurfréttir - 24.01.2002, Page 2
BREIÐÞOTA VIRGIN ATLANTIC LENTI í KEFLAVÍK VEGNA HÓTUNAR Á SPEGLI
Frábærar mót-
tökur íslendinga
Það var ckki sagt að það
væri sprengjuhótun en
það niátti iesa úr tilkynn-
ingu flugstjórans að þetta var
meira en iítil bilun. Þetta var
alvarlegt", sagði Neal Macarh-
ur, enskur l'arþegi mcð Bocing
vélinni sem lcnti í Keflavík.
Ncal hrósar íslcnskum lög-
gæslumönnum mikiö fyrir
mótttökurnar.
Neal vildi koma á framfæri kær-
um þökkum til íslensku lög-
gæslumannanna sem tóku á móti
farþegunum 340. Farþegarnir
þurftu að afhenda handfarangur
sem fór í gegnum nálarauga ís-
lensku tollgæslumannanna í skýli
2 á Keflavíkurflugvelli, skömmu
eftir lendingu vélarinnar. „Það
var ekki neitt uppistand um boró.
Það voru allir rólegir. Þetta er
hins vegar sérstök uppákoma og
það hefur verið skemmtilegt og
ánægjulegt að fylgjast með
hvemig farið var með okkur far-
þegana. Þið Isiendingar getið
verið stoltir af því. Hvar sem við
höfum komið höfum við fengið
frábæra meðferð ef hægt er að
segja svo. Allir svo vingjamlegir
og hjálplegir. Mér finnst þetta al-
veg sérstakt. íslendingar eiga
heiður skilið og mikið hrós fyrir
sína ffammistöðu í þessu máli “,
sagð Neal sem var á leið til Or-
lando. Aðrir farþegar úr vélinni
tóku í sama streng og sögðu að
allt hefði farið vel fram og
hrósuðu einnig áhöfn flugvélar-
innar. Farþegamir voru fluttir úr
skýli 2 eftir leitina í farangrinum
og i Leifsstöð þar sem þeir áttu
að fá að borða.
Óskar Þórmundsson, yfirlög-
regluþjónn og Jóhann Benedikts-
son, sýlsumaður sögðu að að-
gerðir hefðu gengið mjög vel.
Oskar sagði að bandariska leyni-
þjónustan hefði fylgst með fram-
gangi mála. Jóhann sagði að
samvinna aðila í málinu hefði
gengið vel og farþegar hefðu
einnig verið rólegir og góðir í
samskiptum. „Ég á ekki von á
því að við finnum sökudólginn
og ég á ekki von á því að við
finnum neitt í flugvélinni. Það er
ekki útlit fyrir annað en að þetta
sé gabb“. Einhver farþeganna
skrifaði á spegil á snyrtingu vél-
arinnar, hótun til Bandarikjanna
og góð orð um Bin Laden.
Aðgerðir á flugbraut tókust vel og vélin var rýmd á mettíma. Myndir: Páll Ketilsson
AllAmericans must die
Ofögur orð um Banda-
rikjamenn skrifuð nieö
sápu á spegil í þotu Virg-
in Atlantic urðu til þess að hún
snéri inn til lendingar á Kefla-
víkurflugvelli á sjötta tímanum
á laugardagskvöld. bað var á-
hafnarmeðlimur sem sá skila-
boðin á speglinum og gerði
flugstjóra viðvart. Meðal ann-
ars stóð: „All Americans must
die“. Þaö var haft cftir Jóhanni
Benediktssyni sýslumanni á
fréttavef CNN.
Um borð í vélinni voru 357
manns en vélin var á leið frá
Gatwick á Englandi til Orlando í
Bandaríkjunum. Hótunarinnar
varð vart um einum og hálfúm
tíma áður en vélin lenti í Kefla-
vík.
Talsmaður Virgin Atlantic tjáði
CNN að áhafnarmeðlimur hafi
fúndið skilaboðin við venjubund-
ið eftirlit. Hann sagði jafnffamt
að þvi hafi aldrei verið trúað að
vélin væri í hættu, heldur hafi
flugfélagið verið að fara eftir ör-
yggisreglum. Vélin tók á loft frá
Gatwick kl. 11:00 á laugardags-
morgun og lenti í Keflavik kl.
17:26
i
—! -JOB
iN
Frá leit í farangri farþega vélarinnar.
Eldur í ein-
býlishúsi
Eldur kviknaði í einbýl-
ishúsi við Norðurtún í
Sandgerði aðfaranótt
þriðjudags. Lögreglunni í
Keflavík var gert viðvart
um brunann laust fyrir
klukkan eitt um nóttina.
Hjón sem búsett eru i húsinu
vöknuðu upp við reyk-
skynjara og voru komin út
þegar slökkvilið kom á vett-
vang. Þeim varð ekki meint
af reyknum. Að sögn lög-
reglu eru skemmdir á húsinu
talsverðar.
Þegar lögreglu og slökkvilið
bar að var talsverður reykur
en lítill eldur í eldhúsi. Talið
er að kviknað hafi í út frá
uppþvottavél. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn.
UMFERÐIN Á SUÐURNESJUM
Tvö umferðaróhöpp við Stekk
Hálka varð til þess aö ung-
ur ökumaður missti
stjórn á bifreið sinni og
missti hana upp á umferðar-
eyju á gatnamótum Stekks og
Njarðarbrautar. Ökumaðurinn
sem er um tvítugt kvartaði
undan cymslum í baki, eftir
högg sem hann hlaut við að
fara upp á umferðarevjuna.
Jón þór Karlsson, hjá lögreglunni
í Keflavík, segir bílinn vera illa
farinn og var hann dreginn af
vettvangi.
Kvöldið áður varð árekstur 50
metrum frá þessum stað, hinu-
megin í Stekk, þar sem hann
tengist Reykjanesbraut. Öku-
maður bíls kom akandi vestur
Reykjanesbraut og annar eftir
Stekk og ekki vildi betur til en að
þeir skullu saman. Talið er að sá
sem ók eftir Stekk hafi ekki séð
bifreiðina á Reykjanesbrautinni
og því ekið í veg fyrir hana, við
þessi gatnamót er stöðvunar-
skylda. Annar ökumannanna
kvartaði unda eymslum í hálsi og
kom sér sjálfur á sjúkrahús og
draga þurfti annan bílinn af vett-
vangi með dráttarbíl.
2