Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 11.04.2002, Qupperneq 11

Víkurfréttir - 11.04.2002, Qupperneq 11
STÆRSTI fréttavefurinn á Suðumesjum vf.is Kvennakór Suöurnesja: Vortónleikar ) í kvöld og á I þriðjudag Kórinn hefur starfað af krafti í vetur og stcndur fyrir kóramóti fyrir kvennakóra landsins í maín.k. í Reykjanesbæ og eru 14 kórar yæntanlegir til þátttöku. Arlegir vortónleikar Kvennakórs Suðumesja verða, fimmtudaginn 11. apríl og þriðjudaginn 16. apríl n.k. í Y- Njarðvíkurkirkju kl. 20.30 og er miðaverð kr. 1.200. Efnisskráin er fjölbreytt m.a. klassik gömlu meistaranna, óperettulög, þjóðlög og dægur- lög, innlend og erlend. Stjórnandi er Sigurður Sævars- son, tónskáld og undirleikarar eru: Geirþrúður Bogadóttir, pí- anó, Þórólfur Þórsson, bassagitar og Þorvaldur Halldórsson, trommur. ATLI MÁR GYLFASON SKRIFAR UM FÉLAGSLÍFIÐ í SKÓLANUM Erfjör á fjölbraut? Fclagslífið er mikilvægur hluti af öllu skólastarfi og á það eftir að þroska ein- —staklinginn og Bk undirbúa liann fyrir mannleg • _ ■ samskipti þeg- V ■* ^ 1 ar hann leggur * af staö út í lífið. Félagslíf er d Pj ckki byggt upp J heima heldur er það skapað í skólum landsins með klúbbastarfsemi og dansleikj- um. Klúbbamir eiga að vera fjöl- breyttir og á hver og einn að eiga sitt tækifæri til að stofna sinn eigin klúbb en ekki rná gleyma dansleikjunum sem setja skemmtilegan svip á fé- lagslífið. Þegar ungmenni á grunnskólaaldri koma að þeim tímamótum í lífi sínu að þau þurfi að velja framhaldsskóla er off litið til félagslífsins. Sann- leikurinn er sá að ungmenninn hugsa um það hve lífið verður ljúfl þegar dansleikimir lengjast og þau fái að taka þátt í skipu- leggingu á dansleikjum og annarri starfsemi sem gmnn- skólinn sá um áður fyrr. Undirritaður var einu sinni á þeim tímamótum að ltann þurfti að velja sér skóla og endaði hann með því að fara í Fjöl- brautaskóla Suðumesja hér eftir F.S. Hann og vinir hans höfðu í- myndað sér kröftugt félagslíf og góða klúbbastarfsemi en sú varð raunin ekki. Nú er undirritaður að klára sitt annað ár í áðumefhdum skóla og hefur hann gert sér grein fyrir því að mikið verk er fyrir höndum ef bæta á félagsh'fið í skólanum. Til þess að það sé mögulegt þurfa bæði nemendur og síðast en ekki síst nemendaráð að hrista af sér slenið og taka þátt í félagslífinu, því öflugt félagslíf byggist upp á hvetjandi nem- endaráði og hressum nemend- um. Oflar en ekki hefúr dregið úr mætti nemenda í FS er þeir horfa til íjölbreytts félagslífs í skólum á höfúðborgarsvæðinu. Málið er að við getum orðið eins öflug og þau nemendafélög ef við bara leggjum okkur fram. Eg tek dæmi um Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ, hér eftir F.G., þar sem félagslíf þeirra var í lamasessi fyrir ári siðan svipað og hjá okkar nú. Fyrir átta mán- uðum tók ný stjórn við hjá F.G. og ætlaði stjómin sér stóra hluti og ímyndaði sér eitthvað sem enginn haföi áður þorað. Þaö eina sem þurfti til að gera þessa hluti var þáttaka nemenda i skólanum. Það tókst og núna er F.G. með öflugt félagslíf. Einn af þessum stóm hlutum sem F.G. hafði imyndað sér var að setja upp leiksýningu sem átti eftir að setja svip sinn á félags- lífið. Auglýst var eftir leikumm og buðu sig svo margir fram að á- heymarpróf þurfti að hafa fyrir alla. Þessi sýning heitir nú Hárið og byrjuðu þeir að sýna hana fyrir rnánuði. Salurinn hjá þeim tekur u.þ.b 500 manns og ennþá em þau að fylla og hálffylla sal- inn. Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Suðumesja, hér eftir, N.F.S. er að reka klúbb sem heitir Vox Arena og ákvað þessi klúbbur að hefja samstarf við Leikfélag Keflavíkur. Auglýst var eftir leikurum hjá okkur svipað og hjá F.G. og aðeins u.þ.b 20 manns mættu. Vox Arena og Leikfélagið ákvað þó ekki að gefast upp og náði að fjölga hópnum upp i þijátíu. Samþykkt var að sýna söngleik- inn Gretti sem hafði verið sýnd- ur hér i Reykjanesbæ árið 1989. Mikil vinna var lögð í þetta af hálfu nemenda og átti útkoman eftir að verða frábær. Uppselt var á fyrstu sýningu enda um frumsýningu að ræða. Nemend- umir sem stóðu að leiksýning- unni horfðu björtum augum á framtið leikritsins og væntu þess að allir í F.S. kæmu að sjá. Svo varð raunin ekki. U.þ.b 50 rnanns af 700 sem sækja þennan skóla hafa séð þessa sýningu og er það til svo mikillar skammar og sýnir einmitt stemninguna og áhugann í F.S. Ekki má svo gleyma bæjarbúum sem einnig hafa látið þessa sýn- ingu falla í gleymsku og er það dálítið sárt að horfa upp á þetta allt saman. Loksins þegar nem- endur taka sér stórt fyrir hendur þá hrynur það bara beint fyrir ffaman andlitið á þeim. Ég vona að við getum í framtíðinni átt öflugt félagslíf þar sem öllum líður vel og fólk hlakkar til að geta tekið þátt í starfseminni sem er á bakvið hvem einasta klúbb, hvert einasta ball og hveija einustu sýningu sem skólinn og nemendafélagið stendur fyrir. En raunveruleik- inn er sá að áhugaleysi og kraft- leysi heijar nú á meirihluta nemenda í F.S. en hver gæti á- stæðan verið. Gæti það verið nemendaráðið? Gæti það verið nemendumir sjálfir? Gæti það verið stjóm skólans? Nú þegar önnin er á enda og félagslífið leggst í dvala vill ég biðja alla að líta i eigin barm og koma með ferskar hug- myndir um hvemig hægt er að bjarga þessu litla félagslífi næsta haust, þvi ég held að við þurfúm þess. Atli Már Gylfason Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Klúbburinn og Bugsy Malone í Myllubakka Nemendur ásamt kennur- um Myllubakkaskóla hafa undanfarið verið að sýna leikritið Bugsy Malone við mjög góðar móttökur. Stjórnendur sýningarinnar er Díana, Gunn- heiður, Iris Dröfn og Lilja Kristrún en þær kenna allar við skólann. Það em rúmlega 40 nemendur sem taka þátt í sýningunni og í þeim hóp er mikið að góðum söngvumm, dönsumm og leikur- um. Sýningin ber það með sér að mikill metnaður hefúr verið lagð- ur í hana. og leynist engum sem séð hefúr sýninguna að um mik- ið þrekvirki er að ræða. Eitt af því sem ég tók sérstaklega eftir og fannst setja mikinn brag á, var hvað allir þátttakendumir og kennaramir höfðu gaman af. Gerði það sýninguna enn betri og hreyf mig með sem áhorfenda. Ég veit að allir söngvamir hafa verið sungnir inn á geisladisk og hefúr verið til sölu hjá skólanum. Ég vil þakka stjómendum, þátt- takendum og öllum öðmm sem að sýningunni korna fyrir frá- bæra skemmtun og vel heppnaða sýningu. Að síðustu langar mig að þakka stjómendum skólans fyrir lista- klúbbinn sem starfað hefúr í skólanum í vetur í tenglum við 50 ára afmæli skólans. Lista- klúbburinn er búinn að vera góð viðbót við tómstundarval fyrir nemendur og vil ég hvetja ykkur til að halda áfram því góða starfi í ffamtíðinni. Ólöf K. Sveinsdóttir, móðir, skipar 4-sæti Framsóknar- manna í næstu bæjarstjórnar- kostningum. Allir kjósa Víkurfrétiir! LEIKFEUG KEFtflVfMIR vox ARENA SÝNA SÖNGLEIKINN GRETTIR SÍÐUSTU SÝNINGAR í Frumleikhúsinu. Höfundar: Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjórn. Leikstjóri: Jón Póll Eyjólfsson. Næstu sýningar: 13. sýning fimmtudaginn 11. apríl 14. sýning föstudaginn 12. apríl- ÖRFÁ SÆTI LAUS 16. sýning laugardaginn 13. apríl 17. sýning sunnudaginn 14. apríl Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala opnar kl. 19 sýningardagana. Miðaverð kr. 1.500,- fyrir fullorðna og kr. 1.000,- fyrir skólafólk Miðapantanir í síma 421 2540. Daglegar fréttir frá Suöurnesjum á www.vf.is 11

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.