Víkurfréttir

Issue

Víkurfréttir - 20.06.2002, Page 2

Víkurfréttir - 20.06.2002, Page 2
FRÉTTIR Fimmtudagurinn 20. júní 2002 st U tl ar F R É T T I R Jón Gunnarsson oddviti í Vatnsleysu- strandarhreppi Jón Gunnarsson sem leiddi H-lista, lista ó- háðra borgar í Vatns- leysustrandarhreppi var kosinn oddviti nýkjörinnar hreppsnefndar. Jón hefur áður skipað oddvitasæti í hreppsnefnd. Þá var Jó- hanna Reynisdóttir endur- ráðin sveitarstjóri Vatns- leysustrandarhrepps. Birgir Þórarinsson var sjálf- kjörinn varaoddviti. Tilboð komið í fær- anlegar skólastofur fyrir Holtaskóla Reykjanesbær auglýsti á dögunum eftir til- boðum í færanlegar skólastofur fyrir Holtaksóla í Keflavík. Fjögur tilboð bárust frá þremur aðilum. Umhverfis- og tæknideild bæjarins leggur til að næst lægsta tilboðinu verði tekið. Eftirtalin tilboð bárust í fær- anlegar kennslustofur: S.G. Hús ehf. kr. 14.980.000,- E.K. sumarhús ehf. kr. 11.850.000,- 3.4.5. Byggingarfélag ehf. kr. 15.600.000,- 3.4.5. Byggingarfélag ehf. kr. 18.300.000,- Við yfirferð tilboða var lagt mat á gæði og stærðir rýma. Þar sem lægstbjóðandi upp- fyllir ekki stærðarkröfur legg- ur umhverfis- og tæknideild til að tilboði frá S.G. Húsum ehf. að upphæð kr. 14.980.000,- verði tekið. Ungt og ókynþroska kvendýr! Hnúfubakurinn sem skipverjar Lukku- láka frá Ólafsvík komu með til Sandgerðis í síðustu viku var níu metra langt ókynþroska kvendýr. Þetta er niðurstaða fræð- inga Hafrannsóknastofnun- ar sem skoðuðu dýrið og tóku sýni. Meirihlutinn hafnar gámasvæði í Garði Bréf frá Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofu Reykjanes- I bæjar til hreppsnefndar [ Gerðahrepps var tekið fyr- ir í síðustu viku. Þar er ósk- að eftir kynningarfundi I vegna hagræðingar og þró- I unar hirðingar brota- I málma. Hreppsnefnd tók I jákvætt í erindið og fól I sveitarstjóra að óska eftir fundi. A fundinum var lögð fram tillaga frá I-iista sem I var svohljóðandi: „Hrepps- I nefnd Gerðahrepps sam- I þykkir að þegar verði hafist I handa við uppsetningu I gámaplans (til ruslaflokk- unar) og því fundinn hent- ugurstaður“. I Greinargerð: j Staðsetning gáma innan I byggðalagsins mun stytta I bæði keyrslu og tíma er fer I___________________________ í að losa rusl, en það er u.þ.b. 20 mínútna akstur til sorpeyðingarstöðvar. Of al- gengt er það að íbúamir losi sig við rusl af þeim sök- um bæði í heiðina og höfn- ina. Hentug staðsetning væri í nágrenni áhaldahúss þar sem starfsmenn þess gætu haft umsjón með þeim. MOA hefur nú sent hreppsnefnd drög að hug- mynd um að koma upp 2 gámum fyrir brotajárn á vegum Hringrásar. Ruslagámasvæði innan byggðalagsins myndi því bæði auka þjónustu og snyrta umhverfl okkar. Tillagan var felld með 4 at- kvæðum F-listans, fulltrúar I-listans greiða tillögunni atkvæði og fulltrúi H-list- ans situr hjá. Reykjanesbær samþykkir hlutafjáraukningu í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur Skipasmíðastöð Njarð- víkur h/f. vill kanna hjá þeim hluthöfum sem eiga 2 millj. eða meira í hlutafé í félaginu hvort þeir væru reiðbúnir til að auka hlut sinn og þá hversu mikið. Erindið var meðal annars lagt fyrir bæjarrráð Reykja- nesbæjar í sl. viku. Bæjarráð samþykkir að auka hlutafé í Skipasmíðastöð Njarðvíkur h/f. um 2 millj. svo framalega sem 20 millj. kr. markmiði um aukningu náist svo og að skuldir félagsins við bæjarsjóð verði greiddar upp. Samþykkt með 4 atkvæðum Böðvars Jónssonar, Bjarkar Guðjónsdóttur, Steinþórs Jóns- sonar og Ólafs Thordersen en Guðbrandur Einarsson sat hjá. Frystitogarinn Guðrún Gísladóttir KE 15 strandaði í sundinu Nappstraumen við Lófóteyjar í Norður-Noregi á þriðjudagsmorgun. Allri áhöfn skipsins var bjargað í björgunarþyrlur strandgæslunar í Bodö og varð henni ekki meint af. Guðrún Gísladóttir KE var á leið til löndunar í bænum Leksnes þegar hún strandaði. Verið var að draga skipið til lands þegar það sökk skammt út frá Leksnes og liggur skipið nú á 40 metra dýpi. Norðmenn hafa miklar áhyggjur af olíu- mengun frá flaki skipsins en um borð voru um 300 tonn af díselolíu og tvö tonn af smuroh'u. í skipinu voru einnig 870 tonn af unnum síldarflökum. Skipsskaðinn er mikið áfall fyrir útgerð skipsins sem er Festi hf. en skipið var vígt í september í fyrra. Þá hefur Tryggingamiðstöð lslands sent út frá sér afkomiviðvörun vegna skaðans þar sem Guðrún Gísladóttir var tryggð fyrir tæpa 2 milljarða íslenskra króna. Guðrún Gísladóttir KE er rétt um ársgamalt skip, smíðað í Kína í fyrra og er 14 metrar á breidd. Ekki er enn vitað hvers vegna skipið strandaði í fyrstu en sjópróf munu fara fram í Noregi á morgun. Utgerð skipsins hefur fengið frest til hádegis í dag til að athuga sín mál hvað varðar uppdælingu á olíu, en það er alfarið í höndum útgerðarinnar að meðhöndla þau mál. , Útgefandi: iniflin Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, wllWWR Grundarvegi 23, 260 Njarðvík FRÉTTIR Sími 421 0000 (15 línur) • Fax 421 0020 Útlit, umbrot og prentvistun (pdf): Vikurfréttir elrf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. / Dreifing: islandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Vikurfrétta ehf. eru: Tímarit Vikurfrétta, The White Falcon og Kapalsjónvarp Víkurfrétta. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 893 3717 pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222 hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Siguijónsson, franz@vf.is Auglýsingar: Kristin Njálsdóttir kristin@vf.is, Jófriður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamaður: Sævar Sævarsson sjabbi@vf.is. Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir koUa@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir koLla@vf.is, Skarphéðinn Jónsson skarpi@vf.is, Stefan Swales stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.